Samkvæmt frétt um málið á Bloomberg fréttaveitunni var fyrrgreint verð um tvöfalt það sem Christie´s hafði búist við að það seldist á. Thomas Seydoux forstjóri fyrir nútímaverk hjá Christie´s International segir að Rússar vilji helst kaupa litrík og skrautleg verk eftir þekkta málara. Baráttan um þetta verk Picasso kom honum þó á óvart.
„Þessi mikli fjöldi tilboða í verkið frá Rússum og öðrum Austurevrópubúum kom okkur í opna skjöldu," segir Seydoux.
Á þessu uppboði voru seld 69 verk eftir impressionista og nútímalistmálara. Af þeim keyptu Rússar 21 verk og var hvert þeirra selt á meir en tæpar 200 milljónir kr.