Bloomberg: Actavis og Teva slást um Ratiopharm 17. febrúar 2010 08:32 Samkvæmt frétt á Bloomberg fréttaveitunni verða það Actavis og Teva sem fá leyfi til að gera lokatilboð í þýska samheitalyfjafyrirtækið Ratiopharm. Þar með er bandaríski lyfjarisinn Pfizer dottinn út úr baráttunni um Ratiopharm.Á Reuters er nákvæm greining á möguleikum Actavis, Teva og Pfizer á að ná Ratiopharm og hvað það myndi hafa í för með sér fyrir hvert þeirra í framtíðinni. Samkvæmt Reuters stendur Actavis vel að vígi í samanburðinum.Teva er hinsvegar stærsta samheitalyfjafyrirtæki heimsins og sagt hafa djúpa vasa til kaupanna en reiknað er með að 3 milljarðar evra fáist fyrir Ratiopharm. Áður hefur komið fram á Reuters að sænski fjárfestingarsjóðurinn EQT veiti Actavis fjárhagsstuðning.Bæði Bloomberg og Reuters greina frá því að Deutsche Bank, aðallánadrottinn Actavis, standi að fullu á bakvið tilraun Actavis til að ná Ratiopharm. Með kaupunum telur bankinn að hann geti betur tryggt lán sín til Actavis sem nema nú rúmum 4 milljörðum evra. Einnig telur bankinn að það sé betra að koma sameinuðu félagi í verð. Reynt var að selja Actavis fyrir ári síðan en það gekk ekki.„Minni stærð Actavis gæti höfðað til eigandans sem er fjölskylda," segir greinandinn David Windley hjá Jefferies í samtali við Reuters. „Þar að auki yrði yfirtaka Actavis nokkuð starfsmannavænni." Þar á Windley við að kvisast hefur út að Teva ætli að segja mörgum starfsmanna upp í höfuðstöðvum Ratiopharm í borginni Ulm.Fari svo að Actavis nái að kaupa Ratiopharm mun samruni þessara tveggja fyrirtækja skapa þriðja stærsta samheitalyfjafyrirtæki heimsins.Frétt Bloomberg byggir á þremur heimildum en talsmenn Actavirs og Teva vildu ekki tjá sig um málið. Mest lesið Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Samkvæmt frétt á Bloomberg fréttaveitunni verða það Actavis og Teva sem fá leyfi til að gera lokatilboð í þýska samheitalyfjafyrirtækið Ratiopharm. Þar með er bandaríski lyfjarisinn Pfizer dottinn út úr baráttunni um Ratiopharm.Á Reuters er nákvæm greining á möguleikum Actavis, Teva og Pfizer á að ná Ratiopharm og hvað það myndi hafa í för með sér fyrir hvert þeirra í framtíðinni. Samkvæmt Reuters stendur Actavis vel að vígi í samanburðinum.Teva er hinsvegar stærsta samheitalyfjafyrirtæki heimsins og sagt hafa djúpa vasa til kaupanna en reiknað er með að 3 milljarðar evra fáist fyrir Ratiopharm. Áður hefur komið fram á Reuters að sænski fjárfestingarsjóðurinn EQT veiti Actavis fjárhagsstuðning.Bæði Bloomberg og Reuters greina frá því að Deutsche Bank, aðallánadrottinn Actavis, standi að fullu á bakvið tilraun Actavis til að ná Ratiopharm. Með kaupunum telur bankinn að hann geti betur tryggt lán sín til Actavis sem nema nú rúmum 4 milljörðum evra. Einnig telur bankinn að það sé betra að koma sameinuðu félagi í verð. Reynt var að selja Actavis fyrir ári síðan en það gekk ekki.„Minni stærð Actavis gæti höfðað til eigandans sem er fjölskylda," segir greinandinn David Windley hjá Jefferies í samtali við Reuters. „Þar að auki yrði yfirtaka Actavis nokkuð starfsmannavænni." Þar á Windley við að kvisast hefur út að Teva ætli að segja mörgum starfsmanna upp í höfuðstöðvum Ratiopharm í borginni Ulm.Fari svo að Actavis nái að kaupa Ratiopharm mun samruni þessara tveggja fyrirtækja skapa þriðja stærsta samheitalyfjafyrirtæki heimsins.Frétt Bloomberg byggir á þremur heimildum en talsmenn Actavirs og Teva vildu ekki tjá sig um málið.
Mest lesið Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira