Brynjar Níelsson: Að vera sakborningur 18. maí 2010 09:15 Fram hefur komið í fjölmiðlum að nokkrir starfsmenn Arion banka hafi stöðu sakbornings við rannsókn sérstaks saksóknara á málum sem tengjast Kaupþingi. Ekki var að sökum að spyrja að hávær krafa varð uppi um að viðkomandi starfsmönnum yrði sagt upp eða þeir leystir frá störfum meðan rannsókn færi fram. Gjarnan er vísað til siðferðissjónarmiða til rökstuðnings þeirri kröfugerð. Því er tilefni til að benda á nokkur mikilvæg atriði um réttarstöðu manna við rannsókn mála af þessu tagi, þar sem uppi er grunur um refsiverða háttsemi. Kaupþing var stór banki á evrópskan mælikvarða þegar hann hrundi haustið 2008. Viðskipti voru margslungin og flókin og margir starfsmenn gátu komið að þeim með einum eða öðrum hætti. Má því gera ráð fyrir að fjölmargir starfsmenn kunni að búa yfir upplýsingum sem varða rannsókn sérstaks saksóknara. Þegar svo stendur á, þarf sérstakur saksóknari að ákveða hvort viðkomandi starfsmaður hafi réttarstöðu sakbornings eða vitnis, en réttindi og skyldur eru mismunandi eftir því hvora réttarstöðuna menn fá við rannsókn mála. Sérstakur saksóknari hefur sjálfur lýst því yfir í fjölmiðlum, að þeim sem kunna að hafa komið að viðskiptum, sem til rannsóknar eru, sé frekar gefin réttarstaða sakbornings við upphaf rannsóknar, þar sem það gefur þeim aukin réttindi samkvæmt lögum. Sérstakur saksóknari hefur því talið að þegar vafi er uppi, sé rétt að gefa viðkomandi frekar stöðu sakbornings en vitnis. Að baki þessu liggja einnig varúðarsjónarmið, því hætta getur verið á að vitni, sem skylt er að svara spurningum að viðlagðri refsiábyrg, varpi ómeðvitandi á sig sök. Óvarkárni saksóknara að þessu leyti kann því að skaða rannsóknina. Það er alþekkt við upphaf rannsóknar sakamála að ýmsir, sem ekki liggja undir sérstökum grun, fái réttarstöðu sakbornings. Við getum því öll fengið réttarstöðu sakbornings vegna hugsanlegrar vitneskju okkar um mál, sem til rannsóknar eru hverju sinni. Harkaleg viðbrögð, eins og krafa um brottrekstur og útilokun frá þátttöku í atvinnulífi, eru því í mörgum tilvikum fráleit. Rétt er því að leyfa forsvarsmönnum Arion banka og annarra banka að meta hvert tilvik fyrir sig hvað varðar þá starfsmenn sem þar starfa og hafa réttarstöðu sakbornings. Krafan um brottrekstur starfsmanna sem hafa réttarstöðu sakborninga er hvorki réttmæt né eðlileg. Réttlát reiði, sem sumir vísa til, er engin afsökun fyrir kröfum af þessum toga. Þetta fólk og aðstandendur þeirra á nógu erfitt þó að það sé ekki svipt möguleikum á að afla sér lífsviðurværis. Það verður að teljast einkennilegt að veita fólki réttarstöðu sakbornings í þeim tilgangi að tryggja réttindi þess við rannsókn máls, ef það á síðan að leiða til þess að svipta eigi þetta sama fólk mikilvægum mannréttindum á öðrum sviðum. Slík siðferðisviðmið verða vonandi ekki höfð til hliðsjónar í íslensku samfélagi. Ef svo á að vera er kannski betur heima setið en af stað farið í þeirri viðleitni að búa til nýtt og betra samfélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynjar Níelsson Skoðun Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Sjá meira
Fram hefur komið í fjölmiðlum að nokkrir starfsmenn Arion banka hafi stöðu sakbornings við rannsókn sérstaks saksóknara á málum sem tengjast Kaupþingi. Ekki var að sökum að spyrja að hávær krafa varð uppi um að viðkomandi starfsmönnum yrði sagt upp eða þeir leystir frá störfum meðan rannsókn færi fram. Gjarnan er vísað til siðferðissjónarmiða til rökstuðnings þeirri kröfugerð. Því er tilefni til að benda á nokkur mikilvæg atriði um réttarstöðu manna við rannsókn mála af þessu tagi, þar sem uppi er grunur um refsiverða háttsemi. Kaupþing var stór banki á evrópskan mælikvarða þegar hann hrundi haustið 2008. Viðskipti voru margslungin og flókin og margir starfsmenn gátu komið að þeim með einum eða öðrum hætti. Má því gera ráð fyrir að fjölmargir starfsmenn kunni að búa yfir upplýsingum sem varða rannsókn sérstaks saksóknara. Þegar svo stendur á, þarf sérstakur saksóknari að ákveða hvort viðkomandi starfsmaður hafi réttarstöðu sakbornings eða vitnis, en réttindi og skyldur eru mismunandi eftir því hvora réttarstöðuna menn fá við rannsókn mála. Sérstakur saksóknari hefur sjálfur lýst því yfir í fjölmiðlum, að þeim sem kunna að hafa komið að viðskiptum, sem til rannsóknar eru, sé frekar gefin réttarstaða sakbornings við upphaf rannsóknar, þar sem það gefur þeim aukin réttindi samkvæmt lögum. Sérstakur saksóknari hefur því talið að þegar vafi er uppi, sé rétt að gefa viðkomandi frekar stöðu sakbornings en vitnis. Að baki þessu liggja einnig varúðarsjónarmið, því hætta getur verið á að vitni, sem skylt er að svara spurningum að viðlagðri refsiábyrg, varpi ómeðvitandi á sig sök. Óvarkárni saksóknara að þessu leyti kann því að skaða rannsóknina. Það er alþekkt við upphaf rannsóknar sakamála að ýmsir, sem ekki liggja undir sérstökum grun, fái réttarstöðu sakbornings. Við getum því öll fengið réttarstöðu sakbornings vegna hugsanlegrar vitneskju okkar um mál, sem til rannsóknar eru hverju sinni. Harkaleg viðbrögð, eins og krafa um brottrekstur og útilokun frá þátttöku í atvinnulífi, eru því í mörgum tilvikum fráleit. Rétt er því að leyfa forsvarsmönnum Arion banka og annarra banka að meta hvert tilvik fyrir sig hvað varðar þá starfsmenn sem þar starfa og hafa réttarstöðu sakbornings. Krafan um brottrekstur starfsmanna sem hafa réttarstöðu sakborninga er hvorki réttmæt né eðlileg. Réttlát reiði, sem sumir vísa til, er engin afsökun fyrir kröfum af þessum toga. Þetta fólk og aðstandendur þeirra á nógu erfitt þó að það sé ekki svipt möguleikum á að afla sér lífsviðurværis. Það verður að teljast einkennilegt að veita fólki réttarstöðu sakbornings í þeim tilgangi að tryggja réttindi þess við rannsókn máls, ef það á síðan að leiða til þess að svipta eigi þetta sama fólk mikilvægum mannréttindum á öðrum sviðum. Slík siðferðisviðmið verða vonandi ekki höfð til hliðsjónar í íslensku samfélagi. Ef svo á að vera er kannski betur heima setið en af stað farið í þeirri viðleitni að búa til nýtt og betra samfélag.
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar