Stöndum vörð um börnin okkar Þorgerður Laufey Diðriksdóttir skrifar 20. nóvember 2010 07:45 Íslenskt menntakerfi byggir á þremur meginstoðum: Grunnskólalögum, aðalnámskrá og hefðum. Menntakerfið er þó langt frá því að vera staðnað bákn og í stöðugri framþróun og endurskoðun. Fræðsluyfirvöld og starfsmenn menntastofnana hafa lagt sig fram um að hlúa að menntun, faglegu starfi og þróun kennsluhátta. Starf íslenskra grunnskóla hefur verið í stöðugri þróun síðustu árin og sem dæmi má nefna lengingu og endurskipulagningu kennaranámsins, sem og mælingar og mat á öllum þáttum skólastarfsins. Þegar barn hefur nám í grunnskóla verða kaflaskil. Barnið sækir inn á nýjan vettvang sem á að tryggja menntun þess og öryggi. Það er mikilvægt að friður og jafnvægi ríki um stofnun sem er svo stór hluti lífs barnsins. Mikið hefur verið rætt um eflingu menntunar og nýleg lenging kennaranáms er gott dæmi þar um. Nýjasta útspil Sambands íslenskra sveitar félaga um skerðingu á kennslu grunnskóla rímar alls ekki við hina faglegu umræðu sem lögð hefur verið til grundvallar allri orðræðu um menntamál á síðustu árum. Meðal sumra hefur verið vinsælt að snúa mótmælum kennara á þann veg að kennarar séu í sífelldri hagsmunabaráttu og markvisst reynt að þagga niður í þeim. Sumir virðast telja að mótmæli okkar snúi ekki að því að standa vörð um fagvitund okkar og menntun nemenda. Í sömu andrá eru kennarar oft sagðir ekki sinna endurmenntun sinni og vinna þeirra tortryggð. Hið rétta er að kennarar sinna vel endurmenntun, sem endurspeglast vel í fjölbreytilegri framhaldsmenntun þeirra. Enginn ætti að vita það betur en Reykjavíkurborg enda er endurmenntunarstefna grunnskóla Reykjavíkur bæði framsækin og metnaðarfull. Þetta birtist vel í innra mati skólanna, samstarfi skólastiga og þróunarverkefnum. Í ljósi þess sem hér að framan er sagt leggur stjórn Kennarafélags Reykjavíkur til að Samband íslenskra sveitarfélaga leiti eftir samstarfi við fagaðila áður en til frekari gönuhlaupa verður stofnað. Hugmyndir þær sem formaður sambandsins viðraði á dögunum um skerta kennslu eru vanhugsaðar og geta haft ófyrirséðar afleiðingar. Horfa þarf til reynslu annarra landa sem gengið hafa í gegnum þrengingar. Menntun er hornsteinn samfélagsins. Sé niðurskurður óumflýjanlegur þarf að huga að framtíð nemenda og barna okkar. Hagsmunir þeirra skulu ætíð hafðir leiðarljósi í allri ákvarðanatöku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Laufey Diðriksdóttir Mest lesið Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Íslenskt menntakerfi byggir á þremur meginstoðum: Grunnskólalögum, aðalnámskrá og hefðum. Menntakerfið er þó langt frá því að vera staðnað bákn og í stöðugri framþróun og endurskoðun. Fræðsluyfirvöld og starfsmenn menntastofnana hafa lagt sig fram um að hlúa að menntun, faglegu starfi og þróun kennsluhátta. Starf íslenskra grunnskóla hefur verið í stöðugri þróun síðustu árin og sem dæmi má nefna lengingu og endurskipulagningu kennaranámsins, sem og mælingar og mat á öllum þáttum skólastarfsins. Þegar barn hefur nám í grunnskóla verða kaflaskil. Barnið sækir inn á nýjan vettvang sem á að tryggja menntun þess og öryggi. Það er mikilvægt að friður og jafnvægi ríki um stofnun sem er svo stór hluti lífs barnsins. Mikið hefur verið rætt um eflingu menntunar og nýleg lenging kennaranáms er gott dæmi þar um. Nýjasta útspil Sambands íslenskra sveitar félaga um skerðingu á kennslu grunnskóla rímar alls ekki við hina faglegu umræðu sem lögð hefur verið til grundvallar allri orðræðu um menntamál á síðustu árum. Meðal sumra hefur verið vinsælt að snúa mótmælum kennara á þann veg að kennarar séu í sífelldri hagsmunabaráttu og markvisst reynt að þagga niður í þeim. Sumir virðast telja að mótmæli okkar snúi ekki að því að standa vörð um fagvitund okkar og menntun nemenda. Í sömu andrá eru kennarar oft sagðir ekki sinna endurmenntun sinni og vinna þeirra tortryggð. Hið rétta er að kennarar sinna vel endurmenntun, sem endurspeglast vel í fjölbreytilegri framhaldsmenntun þeirra. Enginn ætti að vita það betur en Reykjavíkurborg enda er endurmenntunarstefna grunnskóla Reykjavíkur bæði framsækin og metnaðarfull. Þetta birtist vel í innra mati skólanna, samstarfi skólastiga og þróunarverkefnum. Í ljósi þess sem hér að framan er sagt leggur stjórn Kennarafélags Reykjavíkur til að Samband íslenskra sveitarfélaga leiti eftir samstarfi við fagaðila áður en til frekari gönuhlaupa verður stofnað. Hugmyndir þær sem formaður sambandsins viðraði á dögunum um skerta kennslu eru vanhugsaðar og geta haft ófyrirséðar afleiðingar. Horfa þarf til reynslu annarra landa sem gengið hafa í gegnum þrengingar. Menntun er hornsteinn samfélagsins. Sé niðurskurður óumflýjanlegur þarf að huga að framtíð nemenda og barna okkar. Hagsmunir þeirra skulu ætíð hafðir leiðarljósi í allri ákvarðanatöku.
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun