Stöndum vörð um börnin okkar Þorgerður Laufey Diðriksdóttir skrifar 20. nóvember 2010 07:45 Íslenskt menntakerfi byggir á þremur meginstoðum: Grunnskólalögum, aðalnámskrá og hefðum. Menntakerfið er þó langt frá því að vera staðnað bákn og í stöðugri framþróun og endurskoðun. Fræðsluyfirvöld og starfsmenn menntastofnana hafa lagt sig fram um að hlúa að menntun, faglegu starfi og þróun kennsluhátta. Starf íslenskra grunnskóla hefur verið í stöðugri þróun síðustu árin og sem dæmi má nefna lengingu og endurskipulagningu kennaranámsins, sem og mælingar og mat á öllum þáttum skólastarfsins. Þegar barn hefur nám í grunnskóla verða kaflaskil. Barnið sækir inn á nýjan vettvang sem á að tryggja menntun þess og öryggi. Það er mikilvægt að friður og jafnvægi ríki um stofnun sem er svo stór hluti lífs barnsins. Mikið hefur verið rætt um eflingu menntunar og nýleg lenging kennaranáms er gott dæmi þar um. Nýjasta útspil Sambands íslenskra sveitar félaga um skerðingu á kennslu grunnskóla rímar alls ekki við hina faglegu umræðu sem lögð hefur verið til grundvallar allri orðræðu um menntamál á síðustu árum. Meðal sumra hefur verið vinsælt að snúa mótmælum kennara á þann veg að kennarar séu í sífelldri hagsmunabaráttu og markvisst reynt að þagga niður í þeim. Sumir virðast telja að mótmæli okkar snúi ekki að því að standa vörð um fagvitund okkar og menntun nemenda. Í sömu andrá eru kennarar oft sagðir ekki sinna endurmenntun sinni og vinna þeirra tortryggð. Hið rétta er að kennarar sinna vel endurmenntun, sem endurspeglast vel í fjölbreytilegri framhaldsmenntun þeirra. Enginn ætti að vita það betur en Reykjavíkurborg enda er endurmenntunarstefna grunnskóla Reykjavíkur bæði framsækin og metnaðarfull. Þetta birtist vel í innra mati skólanna, samstarfi skólastiga og þróunarverkefnum. Í ljósi þess sem hér að framan er sagt leggur stjórn Kennarafélags Reykjavíkur til að Samband íslenskra sveitarfélaga leiti eftir samstarfi við fagaðila áður en til frekari gönuhlaupa verður stofnað. Hugmyndir þær sem formaður sambandsins viðraði á dögunum um skerta kennslu eru vanhugsaðar og geta haft ófyrirséðar afleiðingar. Horfa þarf til reynslu annarra landa sem gengið hafa í gegnum þrengingar. Menntun er hornsteinn samfélagsins. Sé niðurskurður óumflýjanlegur þarf að huga að framtíð nemenda og barna okkar. Hagsmunir þeirra skulu ætíð hafðir leiðarljósi í allri ákvarðanatöku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Laufey Diðriksdóttir Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Sjá meira
Íslenskt menntakerfi byggir á þremur meginstoðum: Grunnskólalögum, aðalnámskrá og hefðum. Menntakerfið er þó langt frá því að vera staðnað bákn og í stöðugri framþróun og endurskoðun. Fræðsluyfirvöld og starfsmenn menntastofnana hafa lagt sig fram um að hlúa að menntun, faglegu starfi og þróun kennsluhátta. Starf íslenskra grunnskóla hefur verið í stöðugri þróun síðustu árin og sem dæmi má nefna lengingu og endurskipulagningu kennaranámsins, sem og mælingar og mat á öllum þáttum skólastarfsins. Þegar barn hefur nám í grunnskóla verða kaflaskil. Barnið sækir inn á nýjan vettvang sem á að tryggja menntun þess og öryggi. Það er mikilvægt að friður og jafnvægi ríki um stofnun sem er svo stór hluti lífs barnsins. Mikið hefur verið rætt um eflingu menntunar og nýleg lenging kennaranáms er gott dæmi þar um. Nýjasta útspil Sambands íslenskra sveitar félaga um skerðingu á kennslu grunnskóla rímar alls ekki við hina faglegu umræðu sem lögð hefur verið til grundvallar allri orðræðu um menntamál á síðustu árum. Meðal sumra hefur verið vinsælt að snúa mótmælum kennara á þann veg að kennarar séu í sífelldri hagsmunabaráttu og markvisst reynt að þagga niður í þeim. Sumir virðast telja að mótmæli okkar snúi ekki að því að standa vörð um fagvitund okkar og menntun nemenda. Í sömu andrá eru kennarar oft sagðir ekki sinna endurmenntun sinni og vinna þeirra tortryggð. Hið rétta er að kennarar sinna vel endurmenntun, sem endurspeglast vel í fjölbreytilegri framhaldsmenntun þeirra. Enginn ætti að vita það betur en Reykjavíkurborg enda er endurmenntunarstefna grunnskóla Reykjavíkur bæði framsækin og metnaðarfull. Þetta birtist vel í innra mati skólanna, samstarfi skólastiga og þróunarverkefnum. Í ljósi þess sem hér að framan er sagt leggur stjórn Kennarafélags Reykjavíkur til að Samband íslenskra sveitarfélaga leiti eftir samstarfi við fagaðila áður en til frekari gönuhlaupa verður stofnað. Hugmyndir þær sem formaður sambandsins viðraði á dögunum um skerta kennslu eru vanhugsaðar og geta haft ófyrirséðar afleiðingar. Horfa þarf til reynslu annarra landa sem gengið hafa í gegnum þrengingar. Menntun er hornsteinn samfélagsins. Sé niðurskurður óumflýjanlegur þarf að huga að framtíð nemenda og barna okkar. Hagsmunir þeirra skulu ætíð hafðir leiðarljósi í allri ákvarðanatöku.
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun