Kattafár á Kársnesi: Heimilisfaðir handsamar villikött SB skrifar 2. júlí 2010 21:04 Hér sést villikötturinn í búrinu. Jakob handsamaði hann fyrr í dag. Villiköttur braust inn á heimili fjölskyldu í Kópavoginum, áreytti heimilisköttinn og skemmdi innanstokksmuni. Engar reglur eru um kattahald í Kópavoginum og þurfti fjölskyldan sjálf að handsama köttinn og koma á dýraspítala. Fjölskyldan var í sumarbústað þegar villikötturinn gerði sig heimankominn. „Við fórum í frí í vikunni og þegar við komum til baka þá hafði villköturinn gert heimilið að sínu. Hann hafði étið mat okkar eigin heimiliskattar, svaf í rúminu hans og kannski áreytt hann," segir Jakob Líndal, arkitekt en fjölskylda hans býr á Kársnesinu í Kópavogi. Jakob segir þetta ekki í fyrsta skipti sem kötturinn komi inn á heimilið ."Nú ákvað hann að setjast að." Eftir árás villikattarins hafi heimiliskötturinn ekki verið samur: „Kötturinn er eins og hrísla og á hvergi skjól. Það er líkast því að honum hafi verið nauðgað." „Eldri sonur minn lokaði hann inn á baðherbergi. Ég hringdi því í Kattholt og þau sögðust ekkert geta gert og bendu á heilbrigðisfulltrúa Garðabæjar og Kópavogs. Heilbrigðisfulltrúinn benti mér á meindýraeyði. Meindýraeyðirinn benti mér á áhaldahús Kópavogsbæjar. Og áhaldahúsið benti mér til baka á heilbrigðisfulltrúann." Vísir fjallaði fyrr í vikunni um ófríska konu sem varð fyrir árás kattar á Kársnesinu. Ari Steinarsson, eiginmaður konunnar, sagðist ráðalaus enda engar reglur um kattahald í bænum. Kötturinn klóraði og beit eiginkonu Ara sem þurfti að fara á spítala og fá stífkrampasprautu. „Það er verra að vera bitinn af ketti en hundi því það er meiri hætta á sýkingu. Það er sérstaklega hættulegt ef hún er ólétt, ef svona gerist fyrr á meðgöngunni getur það haf mjög skaðleg áhrif á fóstur," sagði Ari í samtali við Vísi. Jakob handsamaði villiköttinn sjálfur nú í dag. Hann hafði á endanum samband við meindýraeyði sem útvegaði honum kattagildru. Þegar kötturinn hafði gengið í gildruna fór hann með köttinn á dýraspítala þar sem honum var lógað. Jakob segist ósáttur við að þetta skuli ekki vera í betra ferli, að almenningur þurfi sjálfur að standa í því að fjarlægja þessi villdýr - ábyrgðin ætti að vera hjá bænum. „Það eru reglur um kattahald í nágrannasveitarfélögunum, Reykjavík, Mosfellsbæ, Seltjarnarnesi til dæmis. En í Kópavogi eru engar reglur. Kettir eru ekki skráðir eða hreinsaðir, ekki örmerktir og það eru engar kvaðir sem fylgja því að eiga kött." Jakob segist sjálfu kattaeigandi og myndi ekki setja það fyrir sig að borga einhverskonar árgjald fyrir það að eiga kött. „Kettir eiga að vera örmerktir og með bjöllu. Ef ekki, þá á að koma þeim fyrir kattanef." Innlent Tengdar fréttir Kattafár á Kársnesi: Ófrísk kona bitin og klóruð „Ég er orðinn frekar ráðalaus, ég er búinn að prófa allt,“ segir Ari Steinarsson íbúi á Kársnesi í Kópavogi. Hann segir farir sínar ekki sléttar af kattaumgangi í íbúð sinni en hann býr á jarðhæð. Undanfarnar þrjár vikur hefur Ari, ásamt ófrískri konu sinni, vaknað að minnsta kosti fjórum sinnum við umgang í köttum í íbúð sinni. 1. júlí 2010 16:16 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Sjá meira
Villiköttur braust inn á heimili fjölskyldu í Kópavoginum, áreytti heimilisköttinn og skemmdi innanstokksmuni. Engar reglur eru um kattahald í Kópavoginum og þurfti fjölskyldan sjálf að handsama köttinn og koma á dýraspítala. Fjölskyldan var í sumarbústað þegar villikötturinn gerði sig heimankominn. „Við fórum í frí í vikunni og þegar við komum til baka þá hafði villköturinn gert heimilið að sínu. Hann hafði étið mat okkar eigin heimiliskattar, svaf í rúminu hans og kannski áreytt hann," segir Jakob Líndal, arkitekt en fjölskylda hans býr á Kársnesinu í Kópavogi. Jakob segir þetta ekki í fyrsta skipti sem kötturinn komi inn á heimilið ."Nú ákvað hann að setjast að." Eftir árás villikattarins hafi heimiliskötturinn ekki verið samur: „Kötturinn er eins og hrísla og á hvergi skjól. Það er líkast því að honum hafi verið nauðgað." „Eldri sonur minn lokaði hann inn á baðherbergi. Ég hringdi því í Kattholt og þau sögðust ekkert geta gert og bendu á heilbrigðisfulltrúa Garðabæjar og Kópavogs. Heilbrigðisfulltrúinn benti mér á meindýraeyði. Meindýraeyðirinn benti mér á áhaldahús Kópavogsbæjar. Og áhaldahúsið benti mér til baka á heilbrigðisfulltrúann." Vísir fjallaði fyrr í vikunni um ófríska konu sem varð fyrir árás kattar á Kársnesinu. Ari Steinarsson, eiginmaður konunnar, sagðist ráðalaus enda engar reglur um kattahald í bænum. Kötturinn klóraði og beit eiginkonu Ara sem þurfti að fara á spítala og fá stífkrampasprautu. „Það er verra að vera bitinn af ketti en hundi því það er meiri hætta á sýkingu. Það er sérstaklega hættulegt ef hún er ólétt, ef svona gerist fyrr á meðgöngunni getur það haf mjög skaðleg áhrif á fóstur," sagði Ari í samtali við Vísi. Jakob handsamaði villiköttinn sjálfur nú í dag. Hann hafði á endanum samband við meindýraeyði sem útvegaði honum kattagildru. Þegar kötturinn hafði gengið í gildruna fór hann með köttinn á dýraspítala þar sem honum var lógað. Jakob segist ósáttur við að þetta skuli ekki vera í betra ferli, að almenningur þurfi sjálfur að standa í því að fjarlægja þessi villdýr - ábyrgðin ætti að vera hjá bænum. „Það eru reglur um kattahald í nágrannasveitarfélögunum, Reykjavík, Mosfellsbæ, Seltjarnarnesi til dæmis. En í Kópavogi eru engar reglur. Kettir eru ekki skráðir eða hreinsaðir, ekki örmerktir og það eru engar kvaðir sem fylgja því að eiga kött." Jakob segist sjálfu kattaeigandi og myndi ekki setja það fyrir sig að borga einhverskonar árgjald fyrir það að eiga kött. „Kettir eiga að vera örmerktir og með bjöllu. Ef ekki, þá á að koma þeim fyrir kattanef."
Innlent Tengdar fréttir Kattafár á Kársnesi: Ófrísk kona bitin og klóruð „Ég er orðinn frekar ráðalaus, ég er búinn að prófa allt,“ segir Ari Steinarsson íbúi á Kársnesi í Kópavogi. Hann segir farir sínar ekki sléttar af kattaumgangi í íbúð sinni en hann býr á jarðhæð. Undanfarnar þrjár vikur hefur Ari, ásamt ófrískri konu sinni, vaknað að minnsta kosti fjórum sinnum við umgang í köttum í íbúð sinni. 1. júlí 2010 16:16 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Sjá meira
Kattafár á Kársnesi: Ófrísk kona bitin og klóruð „Ég er orðinn frekar ráðalaus, ég er búinn að prófa allt,“ segir Ari Steinarsson íbúi á Kársnesi í Kópavogi. Hann segir farir sínar ekki sléttar af kattaumgangi í íbúð sinni en hann býr á jarðhæð. Undanfarnar þrjár vikur hefur Ari, ásamt ófrískri konu sinni, vaknað að minnsta kosti fjórum sinnum við umgang í köttum í íbúð sinni. 1. júlí 2010 16:16