Sjálfstæðisflokkur á meiri eignir en áður 25. febrúar 2010 04:15 Framlög lögaðila til Sjálfstæðisflokksins árið 2008 námu 8,6 milljónum króna, samkvæmt ársreikningi flokksins. Þessi framlög námu tæpum 57 milljónum árið 2007. Á sama tíma fóru eignir flokksins úr því að vera tæpar 462 milljónir og í rúmar 705 milljónir króna. Eigið fé flokksins fer úr 386,3 milljónum og í 662,7 milljónir, sem er aukning um 71 prósent. Þetta kemur fram í ársreikningi flokksins, sem var skilað til Ríkisendurskoðunar í gær. Þess ber að geta að ofangreindar tölur eru samkvæmt óyfirfarinni útgáfu reikningsins. Hún hefur til að mynda ekki verið undirrituð af þáverandi framkvæmdastjóra, Andra Óttarssyni. Hin mikla aukning eigna virðist að hluta liggja í fasteignum, því þær voru metnar á 548 milljónir 2008, meðan allir fastafjármunir 2007 námu 410 milljónum. Heildarframlög til flokksins nema rúmum 253 milljónum 2008, en voru 317,4 milljónir árið 2007. Framlög ríkis og sveitarfélaga nema tæpum 64 prósentum af heildarframlögum 2008. Rekstrargjöld fóru úr 351,5 milljónum 2007 og í 205 milljónir 2008. Reksturinn fór úr 37 milljóna tapi 2007 og í 62,5 milljóna hagnað 2008. Árið 2008 studdu 39 fyrirtæki flokkinn og kemst listinn fyrir á rúmlega hálfu A4 blaði. Árið 2007 var listinn, með ögn stærra letri, tæpar sjö blaðsíður. Þess skal getið að árið 2007 var kosningaár og því líklegt að flokkurinn hafi sóst frekar eftir styrkjum en árið eftir, eins skýrir það væntanlega meiri eyðslu það árið. Hvorki náðist í Jónmund Guðmarsson, framkvæmdastjóra flokksins, né Andra Óttarsson í gær. Bjarni Benediktsson formaður svaraði heldur ekki skilaboðum. klemens@frettabladid.is Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkurinn fékk 40 milljónir í styrki Fyrirtæki og einstaklingar styrktu Sjálfstæðisflokkinn um 40 milljónir árið 2008. Flokkurinn hefur birt á heimasíðu sinni samantekinn ársreikningur sinn og aðildarfélaga.Aðrir flokkar hafa birt sína ársreikninga. 24. febrúar 2010 21:32 Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Fleiri fréttir Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Sjá meira
Framlög lögaðila til Sjálfstæðisflokksins árið 2008 námu 8,6 milljónum króna, samkvæmt ársreikningi flokksins. Þessi framlög námu tæpum 57 milljónum árið 2007. Á sama tíma fóru eignir flokksins úr því að vera tæpar 462 milljónir og í rúmar 705 milljónir króna. Eigið fé flokksins fer úr 386,3 milljónum og í 662,7 milljónir, sem er aukning um 71 prósent. Þetta kemur fram í ársreikningi flokksins, sem var skilað til Ríkisendurskoðunar í gær. Þess ber að geta að ofangreindar tölur eru samkvæmt óyfirfarinni útgáfu reikningsins. Hún hefur til að mynda ekki verið undirrituð af þáverandi framkvæmdastjóra, Andra Óttarssyni. Hin mikla aukning eigna virðist að hluta liggja í fasteignum, því þær voru metnar á 548 milljónir 2008, meðan allir fastafjármunir 2007 námu 410 milljónum. Heildarframlög til flokksins nema rúmum 253 milljónum 2008, en voru 317,4 milljónir árið 2007. Framlög ríkis og sveitarfélaga nema tæpum 64 prósentum af heildarframlögum 2008. Rekstrargjöld fóru úr 351,5 milljónum 2007 og í 205 milljónir 2008. Reksturinn fór úr 37 milljóna tapi 2007 og í 62,5 milljóna hagnað 2008. Árið 2008 studdu 39 fyrirtæki flokkinn og kemst listinn fyrir á rúmlega hálfu A4 blaði. Árið 2007 var listinn, með ögn stærra letri, tæpar sjö blaðsíður. Þess skal getið að árið 2007 var kosningaár og því líklegt að flokkurinn hafi sóst frekar eftir styrkjum en árið eftir, eins skýrir það væntanlega meiri eyðslu það árið. Hvorki náðist í Jónmund Guðmarsson, framkvæmdastjóra flokksins, né Andra Óttarsson í gær. Bjarni Benediktsson formaður svaraði heldur ekki skilaboðum. klemens@frettabladid.is
Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkurinn fékk 40 milljónir í styrki Fyrirtæki og einstaklingar styrktu Sjálfstæðisflokkinn um 40 milljónir árið 2008. Flokkurinn hefur birt á heimasíðu sinni samantekinn ársreikningur sinn og aðildarfélaga.Aðrir flokkar hafa birt sína ársreikninga. 24. febrúar 2010 21:32 Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Fleiri fréttir Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn fékk 40 milljónir í styrki Fyrirtæki og einstaklingar styrktu Sjálfstæðisflokkinn um 40 milljónir árið 2008. Flokkurinn hefur birt á heimasíðu sinni samantekinn ársreikningur sinn og aðildarfélaga.Aðrir flokkar hafa birt sína ársreikninga. 24. febrúar 2010 21:32