Arsenal varð fyrir enn einu áfallinu í dag þegar það varð ljóst að Alex Song gæti ekki leikið gegn Barcelona á morgun er liðin mætast í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar.
Song meiddist í leiknum gegn Wolves um helgina og er ekki í leikmannahópnum sem fór til Spánar.
Song átti að leysa William Gallas af hólmi í vörn Arsenal en nú þarf Sol Campbell væntanlega að stíga upp og spila leikinn annað kvöld.
Arsenal verður einnig án þeirra Cesc Fabregas og Andrey Arshavin í leiknum.