Brutu af ásetningi eða sýndu stórkostlegt hirðuleysi 11. september 2010 17:26 Geir H. Haarde, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Árni Mathiesen og Björgvin G. Sigurðsson brutu á tímabilinu frá febrúar 2008 og fram í októberbyrjun sama ár af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi gegn lögum um ráðherraábyrgð. Þetta er mat fulltrúa Framsóknarflokks, VG og Hreyfingarinnar í þingmannanefnd sem fjallaði um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Fulltrúar Samfylkingarinnar eru sammála meirihluta nefndarinnar nema hvað hlut Björgvins varðar. Málið er höfðað gegn þeim þar sem þau sýndu af sér alvarlega vanrækslu á starfsskyldum sínum sem ráðherrar „andspænis stórfelldri hættu sem vofði yfir íslenskum fjármálastofnunum og ríkissjóði, hættu sem honum var eða mátti vera kunnugt um og hefði getað brugðist við með því að beita sér fyrir eða gera tillögur til annarra ráðherra um aðgerðir, löggjöf, útgáfu almennra stjórnvaldsfyrirmæla eða töku stjórnvaldsákvarðana á grundvelli gildandi laga í því skyni að afstýra fyrirsjáanlegri hættu fyrir heill ríkisins," að því er segir í þingályktunartillögu meirihlutans. Landsdómur Rannsóknarskýrsla Alþingis Tengdar fréttir Hannes Hólmsteinn: Geir og Ingibjörg eru ekki glæpamenn "Þau Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, eru ekki glæpamenn, þótt oft hafi þeim eflaust verið mislagðar hendur í aðdraganda bankahrunsins,“ segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði. Ákveði meirihluti þingmanna að ákæra Geir og Ingibjörg vill Hannes að sömu þingmenn verði gert að sæta ábyrgð fyrir misnotkun valds. 11. september 2010 15:31 Sigurður Líndal: Ég myndi sýkna ráðherrana Erfitt gæti orðið fyrir landsdóm að komast að annarri niðurstöðu en sýknu fari svo að fyrrverandi ráðherrar verði dregnir fyrir dóminn. Þetta er mat Sigurðar Líndal, lagaprófessors, en hann segir að refsiheimildir í lögum séu ekki nægilega skýrar. 11. september 2010 12:22 Fjórir ráðherrar verði dregnir fyrir landsdóm Þingmannanefnd undir forystu Atla Gíslasonar sem fór yfir skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis klofnaði í afstöðu sinni til þess hvort og þá hvaða fyrrverandi ráðherra eigi að draga fyrir landsdóm. Fimm nefndarmenn af níu vilja að fjórir ráðherrar verði kærðir fyrir landsdóm. 11. september 2010 17:00 Geir tjáir sig ekki Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, hyggst ekki tjá sig í dag um skýrslu þingmannanefndar sem lögð verður fram seinnipartinn. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, ætlar ekki að tjá sig um skýrsluna fyrr en hún hefur séð hvað kemur fram í henni. 11. september 2010 13:33 Þingflokkar funda um skýrsluna Þingmenn allra flokka eru í þessum töluðu orðum að koma sér fyrir á þingflokksfundum niðrá Alþingi. Þar fá þeir munnlega skýrslu frá nefndarmönnum í þingmannanefnd sem ætlað var að móta viðbrögð Alþingis við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Skýrslan verður ekki gerð opinber fyrr en klukkan fimm. 11. september 2010 15:01 Niðurstöður kynntar þingflokkum klukkan þrjú Það skýrist í dag hvort einhverjir fyrrverandi ráðherrar verða kærðir til Landsdóms en þingmannanefnd sem fjallað hefur um rannsóknarskýrslu Alþingis lauk störfum í gær. Niðurstöður nefndarinnar verða kynntar þingflokkunum klukkan þrjú í dag og klukkan fimm verður skýrsla nefndarinnar gerð opinber. 11. september 2010 09:54 Skýrslunni útbýtt á Alþingi Skýrslu þingmannanefndar sem skipuð var til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar hefur verið útbýtt á Alþingi. Hún er aðgengileg á vef Alþingis. Þá hefur verið útbýtt niðurstöðum þingmannanefndar um ábyrgð ráðherra samkvæmt ráðherraábyrgðarlögum. Umræður um skýrslu þingmannanefndarinnar munu hefjast í þinginu næstkomandi mánudag klukkan 10:30. Ræðutími þingmanna verður rýmri en þingsköp ákveða. 11. september 2010 17:13 Mun leiða til átaka "Sama hvaða niðurstaða kemur út úr vinnu þessara nefndar og Alþingis í kjölfarið mun það leiða til átaka í samfélaginu," segir Baldur Þórhallsson, prófsessor í stjórnmálafræði og varaþingmaður Samfylkingarinnar, um þingmannanefnd sem hefur undanfarna mánuði fjallað um rannsóknarskýrslu Alþingis. Skýrsla nefndarinnar verður gerð opinber síðdegis í dag. 11. september 2010 11:27 Niðurstöðu um ábyrgð ráðherranna vænst í dag Þingnefnd sem Alþingi skipaði til að fjalla um mögulega ábyrgð ráðherra vegna efnahagshrunsins árið 2008 mun skila Alþingi niðurstöðu sinni klukkan 17 í dag. Nefndin getur lagt það til við Alþingi að ákveðnir ráðherrar verði dregnir fyrir landsdóm. 11. september 2010 08:45 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Sjá meira
Geir H. Haarde, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Árni Mathiesen og Björgvin G. Sigurðsson brutu á tímabilinu frá febrúar 2008 og fram í októberbyrjun sama ár af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi gegn lögum um ráðherraábyrgð. Þetta er mat fulltrúa Framsóknarflokks, VG og Hreyfingarinnar í þingmannanefnd sem fjallaði um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Fulltrúar Samfylkingarinnar eru sammála meirihluta nefndarinnar nema hvað hlut Björgvins varðar. Málið er höfðað gegn þeim þar sem þau sýndu af sér alvarlega vanrækslu á starfsskyldum sínum sem ráðherrar „andspænis stórfelldri hættu sem vofði yfir íslenskum fjármálastofnunum og ríkissjóði, hættu sem honum var eða mátti vera kunnugt um og hefði getað brugðist við með því að beita sér fyrir eða gera tillögur til annarra ráðherra um aðgerðir, löggjöf, útgáfu almennra stjórnvaldsfyrirmæla eða töku stjórnvaldsákvarðana á grundvelli gildandi laga í því skyni að afstýra fyrirsjáanlegri hættu fyrir heill ríkisins," að því er segir í þingályktunartillögu meirihlutans.
Landsdómur Rannsóknarskýrsla Alþingis Tengdar fréttir Hannes Hólmsteinn: Geir og Ingibjörg eru ekki glæpamenn "Þau Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, eru ekki glæpamenn, þótt oft hafi þeim eflaust verið mislagðar hendur í aðdraganda bankahrunsins,“ segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði. Ákveði meirihluti þingmanna að ákæra Geir og Ingibjörg vill Hannes að sömu þingmenn verði gert að sæta ábyrgð fyrir misnotkun valds. 11. september 2010 15:31 Sigurður Líndal: Ég myndi sýkna ráðherrana Erfitt gæti orðið fyrir landsdóm að komast að annarri niðurstöðu en sýknu fari svo að fyrrverandi ráðherrar verði dregnir fyrir dóminn. Þetta er mat Sigurðar Líndal, lagaprófessors, en hann segir að refsiheimildir í lögum séu ekki nægilega skýrar. 11. september 2010 12:22 Fjórir ráðherrar verði dregnir fyrir landsdóm Þingmannanefnd undir forystu Atla Gíslasonar sem fór yfir skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis klofnaði í afstöðu sinni til þess hvort og þá hvaða fyrrverandi ráðherra eigi að draga fyrir landsdóm. Fimm nefndarmenn af níu vilja að fjórir ráðherrar verði kærðir fyrir landsdóm. 11. september 2010 17:00 Geir tjáir sig ekki Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, hyggst ekki tjá sig í dag um skýrslu þingmannanefndar sem lögð verður fram seinnipartinn. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, ætlar ekki að tjá sig um skýrsluna fyrr en hún hefur séð hvað kemur fram í henni. 11. september 2010 13:33 Þingflokkar funda um skýrsluna Þingmenn allra flokka eru í þessum töluðu orðum að koma sér fyrir á þingflokksfundum niðrá Alþingi. Þar fá þeir munnlega skýrslu frá nefndarmönnum í þingmannanefnd sem ætlað var að móta viðbrögð Alþingis við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Skýrslan verður ekki gerð opinber fyrr en klukkan fimm. 11. september 2010 15:01 Niðurstöður kynntar þingflokkum klukkan þrjú Það skýrist í dag hvort einhverjir fyrrverandi ráðherrar verða kærðir til Landsdóms en þingmannanefnd sem fjallað hefur um rannsóknarskýrslu Alþingis lauk störfum í gær. Niðurstöður nefndarinnar verða kynntar þingflokkunum klukkan þrjú í dag og klukkan fimm verður skýrsla nefndarinnar gerð opinber. 11. september 2010 09:54 Skýrslunni útbýtt á Alþingi Skýrslu þingmannanefndar sem skipuð var til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar hefur verið útbýtt á Alþingi. Hún er aðgengileg á vef Alþingis. Þá hefur verið útbýtt niðurstöðum þingmannanefndar um ábyrgð ráðherra samkvæmt ráðherraábyrgðarlögum. Umræður um skýrslu þingmannanefndarinnar munu hefjast í þinginu næstkomandi mánudag klukkan 10:30. Ræðutími þingmanna verður rýmri en þingsköp ákveða. 11. september 2010 17:13 Mun leiða til átaka "Sama hvaða niðurstaða kemur út úr vinnu þessara nefndar og Alþingis í kjölfarið mun það leiða til átaka í samfélaginu," segir Baldur Þórhallsson, prófsessor í stjórnmálafræði og varaþingmaður Samfylkingarinnar, um þingmannanefnd sem hefur undanfarna mánuði fjallað um rannsóknarskýrslu Alþingis. Skýrsla nefndarinnar verður gerð opinber síðdegis í dag. 11. september 2010 11:27 Niðurstöðu um ábyrgð ráðherranna vænst í dag Þingnefnd sem Alþingi skipaði til að fjalla um mögulega ábyrgð ráðherra vegna efnahagshrunsins árið 2008 mun skila Alþingi niðurstöðu sinni klukkan 17 í dag. Nefndin getur lagt það til við Alþingi að ákveðnir ráðherrar verði dregnir fyrir landsdóm. 11. september 2010 08:45 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Sjá meira
Hannes Hólmsteinn: Geir og Ingibjörg eru ekki glæpamenn "Þau Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, eru ekki glæpamenn, þótt oft hafi þeim eflaust verið mislagðar hendur í aðdraganda bankahrunsins,“ segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði. Ákveði meirihluti þingmanna að ákæra Geir og Ingibjörg vill Hannes að sömu þingmenn verði gert að sæta ábyrgð fyrir misnotkun valds. 11. september 2010 15:31
Sigurður Líndal: Ég myndi sýkna ráðherrana Erfitt gæti orðið fyrir landsdóm að komast að annarri niðurstöðu en sýknu fari svo að fyrrverandi ráðherrar verði dregnir fyrir dóminn. Þetta er mat Sigurðar Líndal, lagaprófessors, en hann segir að refsiheimildir í lögum séu ekki nægilega skýrar. 11. september 2010 12:22
Fjórir ráðherrar verði dregnir fyrir landsdóm Þingmannanefnd undir forystu Atla Gíslasonar sem fór yfir skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis klofnaði í afstöðu sinni til þess hvort og þá hvaða fyrrverandi ráðherra eigi að draga fyrir landsdóm. Fimm nefndarmenn af níu vilja að fjórir ráðherrar verði kærðir fyrir landsdóm. 11. september 2010 17:00
Geir tjáir sig ekki Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, hyggst ekki tjá sig í dag um skýrslu þingmannanefndar sem lögð verður fram seinnipartinn. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, ætlar ekki að tjá sig um skýrsluna fyrr en hún hefur séð hvað kemur fram í henni. 11. september 2010 13:33
Þingflokkar funda um skýrsluna Þingmenn allra flokka eru í þessum töluðu orðum að koma sér fyrir á þingflokksfundum niðrá Alþingi. Þar fá þeir munnlega skýrslu frá nefndarmönnum í þingmannanefnd sem ætlað var að móta viðbrögð Alþingis við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Skýrslan verður ekki gerð opinber fyrr en klukkan fimm. 11. september 2010 15:01
Niðurstöður kynntar þingflokkum klukkan þrjú Það skýrist í dag hvort einhverjir fyrrverandi ráðherrar verða kærðir til Landsdóms en þingmannanefnd sem fjallað hefur um rannsóknarskýrslu Alþingis lauk störfum í gær. Niðurstöður nefndarinnar verða kynntar þingflokkunum klukkan þrjú í dag og klukkan fimm verður skýrsla nefndarinnar gerð opinber. 11. september 2010 09:54
Skýrslunni útbýtt á Alþingi Skýrslu þingmannanefndar sem skipuð var til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar hefur verið útbýtt á Alþingi. Hún er aðgengileg á vef Alþingis. Þá hefur verið útbýtt niðurstöðum þingmannanefndar um ábyrgð ráðherra samkvæmt ráðherraábyrgðarlögum. Umræður um skýrslu þingmannanefndarinnar munu hefjast í þinginu næstkomandi mánudag klukkan 10:30. Ræðutími þingmanna verður rýmri en þingsköp ákveða. 11. september 2010 17:13
Mun leiða til átaka "Sama hvaða niðurstaða kemur út úr vinnu þessara nefndar og Alþingis í kjölfarið mun það leiða til átaka í samfélaginu," segir Baldur Þórhallsson, prófsessor í stjórnmálafræði og varaþingmaður Samfylkingarinnar, um þingmannanefnd sem hefur undanfarna mánuði fjallað um rannsóknarskýrslu Alþingis. Skýrsla nefndarinnar verður gerð opinber síðdegis í dag. 11. september 2010 11:27
Niðurstöðu um ábyrgð ráðherranna vænst í dag Þingnefnd sem Alþingi skipaði til að fjalla um mögulega ábyrgð ráðherra vegna efnahagshrunsins árið 2008 mun skila Alþingi niðurstöðu sinni klukkan 17 í dag. Nefndin getur lagt það til við Alþingi að ákveðnir ráðherrar verði dregnir fyrir landsdóm. 11. september 2010 08:45