Nýsköpunarstjórn Teitur Bergþórsson skrifar 29. desember 2010 06:00 Það hriktir í stoðum þeirrar ríkisstjórnar sem ég hef beðið hvað lengst eftir að sjá á Íslandi.Hví skyldi svo vera? Ein aðalástæðan er sú að VG keypti Samfylkinguna of dýru verði - seldu sannfæringu sína í ESB málinu og þurfa svo aftur að selja sjávarútvegsstefnu sína gagvart íhaldinu, til þess að eiga möguleika á að ganga frá Ísseifsmálinu. Pólitík gengur hins vegar - annars staðar en í einræðisríkjum - út á málamiðlanir. Þetta skekur ekki bara ríkisstjórnina - heldur virðist sem VG geti klofnað í tvær fylkingar. Munurinn á þessum klofningi og þegar Alþýðubandalagið klofnaði er sá að nú eru þetta málefnaárekstrar en í hinu tilvikinu persónulegt skítkast á báða bóga. VG stendur frammi fyrir því að verða lítill samstilltur stjórnarandstöðuflokkur um ókomna framtíð eða stór lítt samstilltur flokkur sem gæti komist í stjórn öðru hvoru og haft áhrif. Innan VG eru tveir mjög svo hæfir forystumenn. Saman unnu þeir að stofnun flokksins. Annar er formaður en hinn ekki. Ef flokkurinn á ekki að klofna þurfa þeir að finna pólitískan samnefnara - nýjan formann sem báðar fylkingar gætu sætt sig við.Sveigjanlegan samningamann sem þó getur haldið uppi þeim aga sem þarf að vera í hópsamsstarfi. Oft og mikið er vitnað þessa daganna í "eigin sannfæringu" þingmanna. Það gleymist hins vegar alltaf að "eigin sannfæring" er ekki bara til staðar hjá annarri fylkingunni - heldur báðum - og þess vegna þurfa menn einmitt að leita málamiðlana. Upphlaup Þessi sprenging sem varð innan þingflokksins er illa tímasett með tilliti til hagsmuna þjóðarinnar. Menn hefðu átt að einsetja sér að að klára Ísseif áður en til uppgjörs kæmi. Það er nokkuð ljóst að lengra verður ekki náð með samningum í því máli. Er þessi uppákoma þá alvond? Nei - ef það verður á endanum til þess að fella núverandi ríkisstjórn, er það gott að mínu mati. Núverandi ríkisstjórn hefur miðað við aðstæður staðið sig nokkuð vel í tiltektinni í rústunum.Hins vegar, þegar að uppbyggingu kemur, og endurreisn hefst, blasir við, að vinstrimenn - upp til hópa - hafa nákvæmlega engan skilnig á því með hvaða hætti verðmætasköpun verður til. Þessi ríkisstjórn er komin á endastöð og nú eiga leiðir að skilja. Tóm steypa Hvaða hugmyndafræði notar núverandi ríkisstjórn til atvinnuuppbyggingar? Hún heitir sement og sandur. Frá því að menn skriðu út úr torfkofunum og fram á daginn í dag hafa Íslendingar verið að steypa. Þeir bændur sem áttu hesthús í sveitinni og fluttu á "mölina" steyptu sér jafnvel hús yfir arftaka hestsins - bílinn. Er vinstrimenn náðu borginni úr höndum íhaldsins margfaldaðist flatarmál skólahúsnæðis í Reykjavík.Ein fyrsta ákvörðun núverandi ríkisstjórnar var að heiðra Björgúlf með því að steypa monthýsi niður við höfn fyrir 40 milljarða, auk milljarðs í árlegan rekstrarkostnað.Á sama tíma er boðaður skertur námstími í öllum menntastofnunum landsins, og hvað mestur í grunnskólum - bein afleiðing alsherjar steypufyllerís. Það á að steypa spítala fyrir 70 milljarða og greiða 3 milljarða í leigu árlega næstu 40 árin einungis svo sjúklingar heyri ekki hroturnar hver í öðrum og geti verið á einbýli. Á sama tíma er ekki hægt að manna heilbrigðisstofnanir með sómasamlegum hætti vegna fjárskorts. Það á að steypa vegi og bora göt á fjöll til þess að nokkrir bílstjórar fái vinnu í 2-3 ár. 40 milljarðar þar. Hvað svo? Hálendisvegur þvert yfir landið myndi þó vera öllu viturlegra verkefni og auk þess skila verulegri arðsemi.Vaðlaheiðaborverkið er enn eitt dæmið um kjördæmapot og spillingu. Kostar 12 - 15 milljarða. Endurreisn Ef hætt væri við núverandi vegagerðaráform og spítalsbyggingu og inneign ríkisins hjá séreignarsjóðum tekin út væru 200 milljarðar lausir til nýsköpunar í atvinnulífi. Áhersla þarf að vera á að framleiða annars vegar vörur, sem ella þyrfti að flytja inn ,og hins vegar framleiðsla á vörum til útflutnings.Hér liggja td. gríðarleg tækifæri - ónýtt - í framleiðslu iðnaðarvara sem búnar eru til úr hráefni því er áliðnaðurinn flytur úr landi.Auka smábátaútgerð ofl. Til þess að koma þessari þjóð aftur á lappirnar að nýju þarf arðbæra framleiðslu í stað sífellt aukinnar þjónustu. Þetta skilja Sjálfstæðismenn - en þeir böðlast hins vegar alltaf áfram - hirða hagnaðinn en ríkisvæða skuldirnar.Því þurfum við nýja stjórn sem er blanda af framsæknum hægrimönnum og varfærnum vinstrimönnum. Næsta ríkisstjórn ætti að mínu mati að vera skipuð þremur flokkum þ.e. Sjálfstæðisflokki, Vinstri Grænum og Hreyfingunn.Þessi stjórn ætti að hafa það meginverkefni að halda sjálfstæði þjóðarinnar, endurreisa atvinnulífið og leysa ágreining um auðlindir ladnsins. Ég hef trú á að Styrmir Gunnarsson , Steingrímur og Þór Saari ættu að vera færir um að bræða þetta saman og koma nýrri stjórn á koppinn sem fyrst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Það hriktir í stoðum þeirrar ríkisstjórnar sem ég hef beðið hvað lengst eftir að sjá á Íslandi.Hví skyldi svo vera? Ein aðalástæðan er sú að VG keypti Samfylkinguna of dýru verði - seldu sannfæringu sína í ESB málinu og þurfa svo aftur að selja sjávarútvegsstefnu sína gagvart íhaldinu, til þess að eiga möguleika á að ganga frá Ísseifsmálinu. Pólitík gengur hins vegar - annars staðar en í einræðisríkjum - út á málamiðlanir. Þetta skekur ekki bara ríkisstjórnina - heldur virðist sem VG geti klofnað í tvær fylkingar. Munurinn á þessum klofningi og þegar Alþýðubandalagið klofnaði er sá að nú eru þetta málefnaárekstrar en í hinu tilvikinu persónulegt skítkast á báða bóga. VG stendur frammi fyrir því að verða lítill samstilltur stjórnarandstöðuflokkur um ókomna framtíð eða stór lítt samstilltur flokkur sem gæti komist í stjórn öðru hvoru og haft áhrif. Innan VG eru tveir mjög svo hæfir forystumenn. Saman unnu þeir að stofnun flokksins. Annar er formaður en hinn ekki. Ef flokkurinn á ekki að klofna þurfa þeir að finna pólitískan samnefnara - nýjan formann sem báðar fylkingar gætu sætt sig við.Sveigjanlegan samningamann sem þó getur haldið uppi þeim aga sem þarf að vera í hópsamsstarfi. Oft og mikið er vitnað þessa daganna í "eigin sannfæringu" þingmanna. Það gleymist hins vegar alltaf að "eigin sannfæring" er ekki bara til staðar hjá annarri fylkingunni - heldur báðum - og þess vegna þurfa menn einmitt að leita málamiðlana. Upphlaup Þessi sprenging sem varð innan þingflokksins er illa tímasett með tilliti til hagsmuna þjóðarinnar. Menn hefðu átt að einsetja sér að að klára Ísseif áður en til uppgjörs kæmi. Það er nokkuð ljóst að lengra verður ekki náð með samningum í því máli. Er þessi uppákoma þá alvond? Nei - ef það verður á endanum til þess að fella núverandi ríkisstjórn, er það gott að mínu mati. Núverandi ríkisstjórn hefur miðað við aðstæður staðið sig nokkuð vel í tiltektinni í rústunum.Hins vegar, þegar að uppbyggingu kemur, og endurreisn hefst, blasir við, að vinstrimenn - upp til hópa - hafa nákvæmlega engan skilnig á því með hvaða hætti verðmætasköpun verður til. Þessi ríkisstjórn er komin á endastöð og nú eiga leiðir að skilja. Tóm steypa Hvaða hugmyndafræði notar núverandi ríkisstjórn til atvinnuuppbyggingar? Hún heitir sement og sandur. Frá því að menn skriðu út úr torfkofunum og fram á daginn í dag hafa Íslendingar verið að steypa. Þeir bændur sem áttu hesthús í sveitinni og fluttu á "mölina" steyptu sér jafnvel hús yfir arftaka hestsins - bílinn. Er vinstrimenn náðu borginni úr höndum íhaldsins margfaldaðist flatarmál skólahúsnæðis í Reykjavík.Ein fyrsta ákvörðun núverandi ríkisstjórnar var að heiðra Björgúlf með því að steypa monthýsi niður við höfn fyrir 40 milljarða, auk milljarðs í árlegan rekstrarkostnað.Á sama tíma er boðaður skertur námstími í öllum menntastofnunum landsins, og hvað mestur í grunnskólum - bein afleiðing alsherjar steypufyllerís. Það á að steypa spítala fyrir 70 milljarða og greiða 3 milljarða í leigu árlega næstu 40 árin einungis svo sjúklingar heyri ekki hroturnar hver í öðrum og geti verið á einbýli. Á sama tíma er ekki hægt að manna heilbrigðisstofnanir með sómasamlegum hætti vegna fjárskorts. Það á að steypa vegi og bora göt á fjöll til þess að nokkrir bílstjórar fái vinnu í 2-3 ár. 40 milljarðar þar. Hvað svo? Hálendisvegur þvert yfir landið myndi þó vera öllu viturlegra verkefni og auk þess skila verulegri arðsemi.Vaðlaheiðaborverkið er enn eitt dæmið um kjördæmapot og spillingu. Kostar 12 - 15 milljarða. Endurreisn Ef hætt væri við núverandi vegagerðaráform og spítalsbyggingu og inneign ríkisins hjá séreignarsjóðum tekin út væru 200 milljarðar lausir til nýsköpunar í atvinnulífi. Áhersla þarf að vera á að framleiða annars vegar vörur, sem ella þyrfti að flytja inn ,og hins vegar framleiðsla á vörum til útflutnings.Hér liggja td. gríðarleg tækifæri - ónýtt - í framleiðslu iðnaðarvara sem búnar eru til úr hráefni því er áliðnaðurinn flytur úr landi.Auka smábátaútgerð ofl. Til þess að koma þessari þjóð aftur á lappirnar að nýju þarf arðbæra framleiðslu í stað sífellt aukinnar þjónustu. Þetta skilja Sjálfstæðismenn - en þeir böðlast hins vegar alltaf áfram - hirða hagnaðinn en ríkisvæða skuldirnar.Því þurfum við nýja stjórn sem er blanda af framsæknum hægrimönnum og varfærnum vinstrimönnum. Næsta ríkisstjórn ætti að mínu mati að vera skipuð þremur flokkum þ.e. Sjálfstæðisflokki, Vinstri Grænum og Hreyfingunn.Þessi stjórn ætti að hafa það meginverkefni að halda sjálfstæði þjóðarinnar, endurreisa atvinnulífið og leysa ágreining um auðlindir ladnsins. Ég hef trú á að Styrmir Gunnarsson , Steingrímur og Þór Saari ættu að vera færir um að bræða þetta saman og koma nýrri stjórn á koppinn sem fyrst.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar