Ósvífni FÉKKST Ragnar Þór Pétursson skrifar 18. nóvember 2010 06:00 Stjórn FÉKKST (sem er félag trúarbragða- og siðfræðikennara) hefur sent frá sér ályktun þar sem því er haldið fram að tillögur þær sem eru til umfjöllunar í mannréttindanefnd Reykjavíkurborgar, um skarpari skil milli kennslu og boðunar, vegi að faglegum heiðri kennara. Nú er ég kennari í Reykjavík og vil sem slíkur gera athugasemd við þann málflutning. Ég tel að stjórn FÉKKST hafi með þessu skipað sér í lið með hópi fólks, ásamt m.a. biskupi Íslands, sem vísvitandi skrumskælir tillögur mannréttindanefndar. Tilgangurinn er að gera þær tortryggilegri en þær eru í raun. Slík vinnubrögð geta með engu móti kallast fagleg og fela í sér alvarlegt trúnaðarbrot gagnvart kennarastéttinni. Í tillögunum felst eftirfarandi: 1) að fermingarfræðsla fari fram utan skólatíma, 2) að kynning trúfélaga á sjálfum sér fari ekki fram í skólum, 3) að trúfélög hafi ekki aðgang að skólum í því skyni að afhenda trúarleg rit, 4) að húsnæði skóla sé ekki samnýtt með trúarlegu starfi á skólatíma, 5) að nemendur fari ekki í kirkjur, taki þátt í sálmasöng eða stundi listsköpun í trúarlegum tilgangi, 6) að trúfélög eigi ekki þátttakendur í áfallateymum skóla. Loks er hnýtt aftan við að ekki sé verið að banna hefðbundið hátíðarstarf skólanna. Það er alvarlegt mál ef stjórn FÉKKST telur að trúarbragðakennurum sé illa unnt að starfa innan þess ramma sem þessi tilmæli kveða á um. Vissulega má færa rök fyrir því að það megi teljast róttækt að banna heimsóknir fulltrúa trúfélaga í skóla, sérstaklega þar sem slíkar heimsóknir gætu hæglega talist liður í faglegri kennslu – alveg eins og heimsóknir fjölmargra annarra fulltrúa samfélagshópa. Slíkt bann mætti að ósekju endurskoða en þá aðeins að þjóðkirkjan (sem vissulega er það trúfélag sem langmest hefur heimsótt skólana) nýti þær heimsóknir til kynningar á sjálfri sér, en ekki til boðunar eða eigin kennslu. Mikil brögð hafa nefnilega verið að því. Það alvarlega við ályktun stjórnar FÉKKST er að samtökin sjálf virðast ekki gera þann eðlilega og sjálfsagða greinarmun á boðun og fræðslu sem faglegar kröfur leggja á herðar þeim. Stjórnin kvartar sérstaklega yfir því að mega ekki lengur hnýta saman listsköpun og trúarbragðafræðslu. Stjórnin telur sum sé fimmta liðinn hér að ofan sérlega skæðan. Þó er tekið skýrt fram að listsköpun, sálmasöngur og kirkjuheimsóknir skuli ekki fara fram í trúarlegum tilgangi. Og þegar maður gerir eitthvað í trúarlegum tilgangi þá er maður sjálfkrafa farinn að ástunda viðkomandi trúarbrögð. Nýlega fór fram í skólanum mínum kennsla um manndómsvígslur víða um heim. Nemendur horfðu á myndbönd, hlustuðu á fræðslu og settu meira að segja á svið einfalda manndómsvígslu. Sú sviðsetning var að sjálfsögðu ekki gerð í þeim tilgangi að gera nemendurna að fullorðnu fólki. Sviðsetningin var eingöngu hluti af fjölbreyttum kennsluháttum sem nýttu sköpunarkraft og starfsgleði nemendanna til hins ítrasta. Og þótt nemendum þættu manndómsvígslurnar sumpart framandi og jafnvel kjánalegar þá tókst með faglegri og góðri kennslu að fræðast um þetta allt á nærgætinn og virðingarverðan hátt. Sá kennari sem vill láta nemendur syngja sálma í trúarlegum tilgangi, þ.e. af fullri alvöru og sem þátt í iðkun trúarbragðanna – sá kennari gengur of langt. Hann fer á svig við mannréttindi barnanna og foreldra þeirra, alveg óháð því hvort slíkt væri gert í þökk meirihluta foreldranna. Trúariðkun á einfaldlega annan vettvang í trúfrjálsu samfélagi. Skólinn er ekki lengur hirðir safnaðarins. Skyldur foreldra eru ríkari og traust til þeirra aukið. Það er ekki lengur svo að skóli helli lýsi ofan í börn, setji þau í sólbað eða láti þau fara með bænir. Eftir sem áður hafa kennarar á valdi sínu allar þær kennsluaðferðir sem faglegar geta talist. Þeir geta frætt börnin um bænir og sálma og kennt þeim hvorttveggja, þeir geta sýnt börnunum trúarlega list og látið þau stæla hana. Og þeir geta beint sjónum að öllu litrófi mannlífsins og margvíslegum trúarbrögðum. Það sem þeir geta hinsvegar ekki gert er að leiða börnin í trúarlegu starfi. Þeir geta ekki stundað átrúnað í skólanum. Og sá sem heldur því fram að bann við slíku stangist á við fagmennsku kennara, hann gerir kennurum öllum skömm til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Pétursson Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Stjórn FÉKKST (sem er félag trúarbragða- og siðfræðikennara) hefur sent frá sér ályktun þar sem því er haldið fram að tillögur þær sem eru til umfjöllunar í mannréttindanefnd Reykjavíkurborgar, um skarpari skil milli kennslu og boðunar, vegi að faglegum heiðri kennara. Nú er ég kennari í Reykjavík og vil sem slíkur gera athugasemd við þann málflutning. Ég tel að stjórn FÉKKST hafi með þessu skipað sér í lið með hópi fólks, ásamt m.a. biskupi Íslands, sem vísvitandi skrumskælir tillögur mannréttindanefndar. Tilgangurinn er að gera þær tortryggilegri en þær eru í raun. Slík vinnubrögð geta með engu móti kallast fagleg og fela í sér alvarlegt trúnaðarbrot gagnvart kennarastéttinni. Í tillögunum felst eftirfarandi: 1) að fermingarfræðsla fari fram utan skólatíma, 2) að kynning trúfélaga á sjálfum sér fari ekki fram í skólum, 3) að trúfélög hafi ekki aðgang að skólum í því skyni að afhenda trúarleg rit, 4) að húsnæði skóla sé ekki samnýtt með trúarlegu starfi á skólatíma, 5) að nemendur fari ekki í kirkjur, taki þátt í sálmasöng eða stundi listsköpun í trúarlegum tilgangi, 6) að trúfélög eigi ekki þátttakendur í áfallateymum skóla. Loks er hnýtt aftan við að ekki sé verið að banna hefðbundið hátíðarstarf skólanna. Það er alvarlegt mál ef stjórn FÉKKST telur að trúarbragðakennurum sé illa unnt að starfa innan þess ramma sem þessi tilmæli kveða á um. Vissulega má færa rök fyrir því að það megi teljast róttækt að banna heimsóknir fulltrúa trúfélaga í skóla, sérstaklega þar sem slíkar heimsóknir gætu hæglega talist liður í faglegri kennslu – alveg eins og heimsóknir fjölmargra annarra fulltrúa samfélagshópa. Slíkt bann mætti að ósekju endurskoða en þá aðeins að þjóðkirkjan (sem vissulega er það trúfélag sem langmest hefur heimsótt skólana) nýti þær heimsóknir til kynningar á sjálfri sér, en ekki til boðunar eða eigin kennslu. Mikil brögð hafa nefnilega verið að því. Það alvarlega við ályktun stjórnar FÉKKST er að samtökin sjálf virðast ekki gera þann eðlilega og sjálfsagða greinarmun á boðun og fræðslu sem faglegar kröfur leggja á herðar þeim. Stjórnin kvartar sérstaklega yfir því að mega ekki lengur hnýta saman listsköpun og trúarbragðafræðslu. Stjórnin telur sum sé fimmta liðinn hér að ofan sérlega skæðan. Þó er tekið skýrt fram að listsköpun, sálmasöngur og kirkjuheimsóknir skuli ekki fara fram í trúarlegum tilgangi. Og þegar maður gerir eitthvað í trúarlegum tilgangi þá er maður sjálfkrafa farinn að ástunda viðkomandi trúarbrögð. Nýlega fór fram í skólanum mínum kennsla um manndómsvígslur víða um heim. Nemendur horfðu á myndbönd, hlustuðu á fræðslu og settu meira að segja á svið einfalda manndómsvígslu. Sú sviðsetning var að sjálfsögðu ekki gerð í þeim tilgangi að gera nemendurna að fullorðnu fólki. Sviðsetningin var eingöngu hluti af fjölbreyttum kennsluháttum sem nýttu sköpunarkraft og starfsgleði nemendanna til hins ítrasta. Og þótt nemendum þættu manndómsvígslurnar sumpart framandi og jafnvel kjánalegar þá tókst með faglegri og góðri kennslu að fræðast um þetta allt á nærgætinn og virðingarverðan hátt. Sá kennari sem vill láta nemendur syngja sálma í trúarlegum tilgangi, þ.e. af fullri alvöru og sem þátt í iðkun trúarbragðanna – sá kennari gengur of langt. Hann fer á svig við mannréttindi barnanna og foreldra þeirra, alveg óháð því hvort slíkt væri gert í þökk meirihluta foreldranna. Trúariðkun á einfaldlega annan vettvang í trúfrjálsu samfélagi. Skólinn er ekki lengur hirðir safnaðarins. Skyldur foreldra eru ríkari og traust til þeirra aukið. Það er ekki lengur svo að skóli helli lýsi ofan í börn, setji þau í sólbað eða láti þau fara með bænir. Eftir sem áður hafa kennarar á valdi sínu allar þær kennsluaðferðir sem faglegar geta talist. Þeir geta frætt börnin um bænir og sálma og kennt þeim hvorttveggja, þeir geta sýnt börnunum trúarlega list og látið þau stæla hana. Og þeir geta beint sjónum að öllu litrófi mannlífsins og margvíslegum trúarbrögðum. Það sem þeir geta hinsvegar ekki gert er að leiða börnin í trúarlegu starfi. Þeir geta ekki stundað átrúnað í skólanum. Og sá sem heldur því fram að bann við slíku stangist á við fagmennsku kennara, hann gerir kennurum öllum skömm til.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun