Bananar og bjöllusauðir Þorvaldur Þorvaldsson skrifar 14. ágúst 2010 06:00 Í íslensku samfélagi er hópur viðmælenda sem klingir í eins og sauðabjöllum við hverja hreyfingu þegar eitthvað fréttnæmt ber við. Þá gildir einu hvort nokkurt vit er í því sem þeir segja. Þó um sé að ræða nokkuð augljós öfugmæli er þeim skilmerkilega komið á framfæri. Einn slíkra viðmælenda er Vilhjálmur Egilsson sem er meðal forystumanna í samtökum íslenskra kapítalista. Í hádegisfréttum 2. ágúst var fjallað um andstöðu hér á landi við fjárfestingu Magma Energy í íslenskum orkuauðlindum og þann árangur þeirrar andstöðu að fyrirtækið hygðist fresta eða jafnvel hætta við fjárfestinguna. Andstaða almennings gegn þessari fjárfestingu er svo yfirgnæfandi að stjórnvöld hafa séð sig knúin til að taka tillit til hennar og láta kanna málið frekar. Þá stendur ekki á því að klingi í bjöllu Vilhjálms sem líkir vinnubrögðum stjórnarinnar við ástandið í svokölluðum bananalýðveldum.Áróður og veruleikiEn hvað er það sem einkennir þau ríki sem oft eru í niðrandi tón nefnd bananalýðveldi? Það er ekki andstaða við fjárfestingar alþjóðlegra auðhringa í auðlindum og öðrum mikilvægum greinum þessara landa. Þvert á móti einkennir það svokölluð bananalýðveldi að erlent auðmagn á greiða leið til fjárfestinga í hverju sem er og fer smám saman að stjórna öllu samfélaginu. Lýðræði er fótum troðið og almenn örbirgð verður útbreidd. Eru þetta ekki einmitt einkenni sem í vaxandi mæli setja mark sitt á íslenskt samfélag en andspyrna almennings spornar heldur við?Fjármagnsinnflutningur þýðir nefnilega ekki að fé eða önnur verðmæti séu flutt inn í landið heldur að hagnaður er fluttur úr landinu. Þannig þurrkast fljótt upp eigið fé og möguleikar samfélagsins til að þróast á eigin forsendum. Það er svo notað til að greiða fyrir enn frekari einkavæðingu og erlendri fjárfestingu og vítahringurinn heldur áfram.Hlutverk AGSMeð markaðsvæðingu og einkavæðingu á samfélagslega mikilvægum sviðum í efnahagslífinu er svo búin til svikamylla þar sem kapítalistarnir geta fleytt rjómann og hirt gróðann þar sem hann er að finna en tapinu er velt yfir á almenning, ýmist beint eða gegnum ríkissjóð. Þetta hefur íslenska þjóðin upplifað beisklega gegnum fjármálakerfið og lífeyriskerfið og víðar. Frekari einkavæðing er í deiglunni bæði í auðlindum þjóðarinnar, heilbrigðiskerfinu og víðar. Þó að það sé til verulegs óhagræðis og kostnaðarauka geta nokkrir kapítalistar klipið sér nokkurn gróða á kostnað almennings. Helsta verkefni Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hér á landi er að tryggja að þetta nái fram að ganga. Nauðsynleg stefnubreytingTil að koma í veg fyrir að Ísland verði gert að dæmigerðu bananalýðveldi er því mikilvægt að þjóðin snúi vörn í sókn og berjist fyrir eflingu lýðræðis og lýðræðislegum og félagslegum yfirráðum yfir eigin auðlindum og efnahag. Þjóðin verður að losa sig undan járnhæl Alþjóða gjaldeyrissjóðsins og standa vörð um og efla innviði samfélagsins á félagslegum grunni án tillits til meintra kröfuhafa og þess hvernig klingir í bjöllusauðum auðvaldsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Í íslensku samfélagi er hópur viðmælenda sem klingir í eins og sauðabjöllum við hverja hreyfingu þegar eitthvað fréttnæmt ber við. Þá gildir einu hvort nokkurt vit er í því sem þeir segja. Þó um sé að ræða nokkuð augljós öfugmæli er þeim skilmerkilega komið á framfæri. Einn slíkra viðmælenda er Vilhjálmur Egilsson sem er meðal forystumanna í samtökum íslenskra kapítalista. Í hádegisfréttum 2. ágúst var fjallað um andstöðu hér á landi við fjárfestingu Magma Energy í íslenskum orkuauðlindum og þann árangur þeirrar andstöðu að fyrirtækið hygðist fresta eða jafnvel hætta við fjárfestinguna. Andstaða almennings gegn þessari fjárfestingu er svo yfirgnæfandi að stjórnvöld hafa séð sig knúin til að taka tillit til hennar og láta kanna málið frekar. Þá stendur ekki á því að klingi í bjöllu Vilhjálms sem líkir vinnubrögðum stjórnarinnar við ástandið í svokölluðum bananalýðveldum.Áróður og veruleikiEn hvað er það sem einkennir þau ríki sem oft eru í niðrandi tón nefnd bananalýðveldi? Það er ekki andstaða við fjárfestingar alþjóðlegra auðhringa í auðlindum og öðrum mikilvægum greinum þessara landa. Þvert á móti einkennir það svokölluð bananalýðveldi að erlent auðmagn á greiða leið til fjárfestinga í hverju sem er og fer smám saman að stjórna öllu samfélaginu. Lýðræði er fótum troðið og almenn örbirgð verður útbreidd. Eru þetta ekki einmitt einkenni sem í vaxandi mæli setja mark sitt á íslenskt samfélag en andspyrna almennings spornar heldur við?Fjármagnsinnflutningur þýðir nefnilega ekki að fé eða önnur verðmæti séu flutt inn í landið heldur að hagnaður er fluttur úr landinu. Þannig þurrkast fljótt upp eigið fé og möguleikar samfélagsins til að þróast á eigin forsendum. Það er svo notað til að greiða fyrir enn frekari einkavæðingu og erlendri fjárfestingu og vítahringurinn heldur áfram.Hlutverk AGSMeð markaðsvæðingu og einkavæðingu á samfélagslega mikilvægum sviðum í efnahagslífinu er svo búin til svikamylla þar sem kapítalistarnir geta fleytt rjómann og hirt gróðann þar sem hann er að finna en tapinu er velt yfir á almenning, ýmist beint eða gegnum ríkissjóð. Þetta hefur íslenska þjóðin upplifað beisklega gegnum fjármálakerfið og lífeyriskerfið og víðar. Frekari einkavæðing er í deiglunni bæði í auðlindum þjóðarinnar, heilbrigðiskerfinu og víðar. Þó að það sé til verulegs óhagræðis og kostnaðarauka geta nokkrir kapítalistar klipið sér nokkurn gróða á kostnað almennings. Helsta verkefni Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hér á landi er að tryggja að þetta nái fram að ganga. Nauðsynleg stefnubreytingTil að koma í veg fyrir að Ísland verði gert að dæmigerðu bananalýðveldi er því mikilvægt að þjóðin snúi vörn í sókn og berjist fyrir eflingu lýðræðis og lýðræðislegum og félagslegum yfirráðum yfir eigin auðlindum og efnahag. Þjóðin verður að losa sig undan járnhæl Alþjóða gjaldeyrissjóðsins og standa vörð um og efla innviði samfélagsins á félagslegum grunni án tillits til meintra kröfuhafa og þess hvernig klingir í bjöllusauðum auðvaldsins.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun