Einar Örn: Heppni fylgir gömlum mönnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. nóvember 2010 22:00 Einar Örn Jónsson. Einar Örn Jónsson var hetja Haukanna í 23-22 sigri á Val í kvöld því hann skoraði sigurmarkið á lokasekúndu leiksins. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Einar Örn skorar úrslitamark fyrir Haukanna á dramatískum lokasekúndum. „Þetta virðist alltaf atvikast svona og ég lýg engu þegar ég segi að við höfum aldrei æft þetta. Þetta atvikaðist bara svona og var bara röð tilviljana. Það er tilviljun að Björgvin fær boltann í lokin og það er tilviljun að ég gleymist í horninu. Svo var þetta bara bölvaður grís að boltinn skyldi fara inn. Eigum við ekki að segja það að heppni fylgi gömlum mönnum," sagði Einar Örn kátur í leikslok en hann snéri boltanum framhjá Ingvari Guðmundssyni í Valsmarkinu. „Við komum virkilega grimmir inn í seinni hálfleikinn eftir að hafa vera slakir í fyrri hálfleiknum. Við náðum að vinna upp þriggja marka forskot þeirra og náðum okkar eigin fjögurra marka forskoti. Þá slökuðum við alltof mikið á, fórum að reyna að vernda forskotið og hleyptum Valda alltof mikið inn í leikinn," sagði Einar. Valdimar Þórsson var allt í öllu hjá Val þegar liðið vann upp fjögurra marka forskot á síðustu tíu mínútnunum. „Hann í rauninni kemur Val aftur inn í þennan leik einn síns liðs og það er eitthvað sem við áttum að vera búnir að tækla miklu miklu fyrr," sagði Einar. „Þetta er eitt þrep á leiðinni þangað sem við ætlum okkur og við lærum að þessum og reynum eftir fremsta megni að koma í veg fyrir að svona endurtaki sig. Það var gott að við skyldum ná að hala inn þessi tvö stig því það var mikilvægt," sagði Einar. Haukarnir eru á milli Evrópuleikja við Grosswallstadt en þýska liðið mætir á Ásvelli á laugardaginn. Einar Örn kvartar ekkert yfir leikjaálaginu. „Það kemur oft æfingaþreyta í menn og á meðan menn spila mikið þá er minna æft. Við tökum það sem plús að vera spila mikið af leikjum og það kemur allavega engin æfingaþreyta í menn á meðan," segir Einar. „Evrópukeppnin er ekki að trufla menn. Þetta er bara bónus. Við söfnum bara peningum fyrir þessu eins og brjálæðingar og reynum síðan að njóta þess út í ystu æsar að vera að spila þessa Evrópuleiki. þetta er ofboðslega gaman og ég held bara að menn finni einhvern aukakraft og klátra það ekkert koma niður á deildinni," sagði Einar Örn. Olís-deild karla Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Í beinni: ÍR - KR | Baráttan um úrslitakeppnina í algleymingi Körfubolti Fleiri fréttir Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ Sjá meira
Einar Örn Jónsson var hetja Haukanna í 23-22 sigri á Val í kvöld því hann skoraði sigurmarkið á lokasekúndu leiksins. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Einar Örn skorar úrslitamark fyrir Haukanna á dramatískum lokasekúndum. „Þetta virðist alltaf atvikast svona og ég lýg engu þegar ég segi að við höfum aldrei æft þetta. Þetta atvikaðist bara svona og var bara röð tilviljana. Það er tilviljun að Björgvin fær boltann í lokin og það er tilviljun að ég gleymist í horninu. Svo var þetta bara bölvaður grís að boltinn skyldi fara inn. Eigum við ekki að segja það að heppni fylgi gömlum mönnum," sagði Einar Örn kátur í leikslok en hann snéri boltanum framhjá Ingvari Guðmundssyni í Valsmarkinu. „Við komum virkilega grimmir inn í seinni hálfleikinn eftir að hafa vera slakir í fyrri hálfleiknum. Við náðum að vinna upp þriggja marka forskot þeirra og náðum okkar eigin fjögurra marka forskoti. Þá slökuðum við alltof mikið á, fórum að reyna að vernda forskotið og hleyptum Valda alltof mikið inn í leikinn," sagði Einar. Valdimar Þórsson var allt í öllu hjá Val þegar liðið vann upp fjögurra marka forskot á síðustu tíu mínútnunum. „Hann í rauninni kemur Val aftur inn í þennan leik einn síns liðs og það er eitthvað sem við áttum að vera búnir að tækla miklu miklu fyrr," sagði Einar. „Þetta er eitt þrep á leiðinni þangað sem við ætlum okkur og við lærum að þessum og reynum eftir fremsta megni að koma í veg fyrir að svona endurtaki sig. Það var gott að við skyldum ná að hala inn þessi tvö stig því það var mikilvægt," sagði Einar. Haukarnir eru á milli Evrópuleikja við Grosswallstadt en þýska liðið mætir á Ásvelli á laugardaginn. Einar Örn kvartar ekkert yfir leikjaálaginu. „Það kemur oft æfingaþreyta í menn og á meðan menn spila mikið þá er minna æft. Við tökum það sem plús að vera spila mikið af leikjum og það kemur allavega engin æfingaþreyta í menn á meðan," segir Einar. „Evrópukeppnin er ekki að trufla menn. Þetta er bara bónus. Við söfnum bara peningum fyrir þessu eins og brjálæðingar og reynum síðan að njóta þess út í ystu æsar að vera að spila þessa Evrópuleiki. þetta er ofboðslega gaman og ég held bara að menn finni einhvern aukakraft og klátra það ekkert koma niður á deildinni," sagði Einar Örn.
Olís-deild karla Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Í beinni: ÍR - KR | Baráttan um úrslitakeppnina í algleymingi Körfubolti Fleiri fréttir Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ Sjá meira