Það var mikil dramatík að Ásvöllum í gærkvöld er Haukar og Valur mættust í fyrsta leik liðanna í úrslitum N1-deildar karla.
Haukar unnu eins marks sigur með marki frá Björgvini Hólmgeirssyni er fimm sekúndur voru eftir af leiknum.
Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, skellti sér á völlinn og myndaði stemninguna á vellinum sem og utan vallar.
Afraksturinn má sjá í albúminu hér að neðan.
Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.