Mikið hass fannst í skattsvikarannsókn 17. september 2010 05:45 Á tólfta kíló af hassi fannst í einni þeirra húsleita sem gerðar voru í vikunni vegna umfangsmikils skattsvikamáls sem lögreglan í höfuðborginni hefur nú til rannsóknar. Heimildir Fréttablaðsins herma að lögregla rannsaki hvort ágóðinn af svikunum hafi runnið til fíkniefnakaupa. Sex manns sitja nú í gæsluvarðhaldi grunaðir um að hafa svikið út rúmlega 270 milljónir króna endurgreiðslur á virðisaukaskatti. Einn þeirra sem eru í haldi er starfsmaður Ríkisskattstjóra. Grunur er um að gögn sem skilað var til skattsins hafi verið fölsuð og að vitorðsmaðurinn hjá skattinum hafi komið þeim í gegnum kerfið. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa í það minnsta sumir hinna handteknu hlotið dóma, og þá fyrir annars konar brot en efnahagsbrot. „Þetta mál er stórt og flókið og umfangsmikið," segir Jón H.B. Snorrason, sem hefur umsjón með rannsókninni. „Þarna er grunur um að sviknar hafi verið út úr ríkissjóði 270 milljónir með því að leggja fyrir skattstofu röng, fölsuð og tilefnis- og tilhæfulaus gögn um starfsemi og greiðslu virðisaukaskatts sem síðan hefur falið í sér endurgreiðslu á skattinum." Upphaflega voru níu manns handteknir vegna rannsóknar lögreglu í aðgerðum hennar á þriðjudag og í fyrradag. Þremur var sleppt að loknum yfirheyrslum þar sem ekki þótti ástæða til að halda þeim lengur. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á gæsluvarðhaldskröfu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu yfir hinum sex. Fólkið er allt íslenskt, fjórir karlmenn og tvær konur. Sexmenningarnir sæta gæsluvarðhaldi til næstkomandi mánudags, þeir sem styst voru úrskurðaðir, en hinir í allt að tvær vikur. Lögreglan, ásamt starfsmönnum frá skattrannsóknarstjóra, framkvæmdi húsleitir í tengslum við allar handtökurnar. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst er fólkið talið hafa sett á fót sýndarfyrirtæki sem hafði enga raunverulega starfsemi en sýndi fram á með fölsuðum gögnum að það hefði varið stórfé til endurbóta á húsnæði. Fyrirtæki sem eru með húsnæði í uppbyggingu, sem síðan munu verða í virðisaukaskattskyldri starfsemi, geta fengið sérstaka heimild til endurgreiðslu á innskatti meðan á uppbyggingunni stendur sem í þessu tilviki var veitt af vitorðsmanninum hjá skattinum. Jón segir að rannsóknin hafi hafist í síðustu viku, eftir að fjármálastofnun sendi ábendingu um ætlað peningaþvætti til lögreglu. Meint brot hafi staðið lengi, jafnvel árum saman. Ágóðinn af brotunum hafi ekki verið endurheimtur og einn þáttur rannsóknarinnar snúi einmitt að því að komast að því hvað hafi orðið um féð.- jss, sh Fréttir Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Á tólfta kíló af hassi fannst í einni þeirra húsleita sem gerðar voru í vikunni vegna umfangsmikils skattsvikamáls sem lögreglan í höfuðborginni hefur nú til rannsóknar. Heimildir Fréttablaðsins herma að lögregla rannsaki hvort ágóðinn af svikunum hafi runnið til fíkniefnakaupa. Sex manns sitja nú í gæsluvarðhaldi grunaðir um að hafa svikið út rúmlega 270 milljónir króna endurgreiðslur á virðisaukaskatti. Einn þeirra sem eru í haldi er starfsmaður Ríkisskattstjóra. Grunur er um að gögn sem skilað var til skattsins hafi verið fölsuð og að vitorðsmaðurinn hjá skattinum hafi komið þeim í gegnum kerfið. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa í það minnsta sumir hinna handteknu hlotið dóma, og þá fyrir annars konar brot en efnahagsbrot. „Þetta mál er stórt og flókið og umfangsmikið," segir Jón H.B. Snorrason, sem hefur umsjón með rannsókninni. „Þarna er grunur um að sviknar hafi verið út úr ríkissjóði 270 milljónir með því að leggja fyrir skattstofu röng, fölsuð og tilefnis- og tilhæfulaus gögn um starfsemi og greiðslu virðisaukaskatts sem síðan hefur falið í sér endurgreiðslu á skattinum." Upphaflega voru níu manns handteknir vegna rannsóknar lögreglu í aðgerðum hennar á þriðjudag og í fyrradag. Þremur var sleppt að loknum yfirheyrslum þar sem ekki þótti ástæða til að halda þeim lengur. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á gæsluvarðhaldskröfu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu yfir hinum sex. Fólkið er allt íslenskt, fjórir karlmenn og tvær konur. Sexmenningarnir sæta gæsluvarðhaldi til næstkomandi mánudags, þeir sem styst voru úrskurðaðir, en hinir í allt að tvær vikur. Lögreglan, ásamt starfsmönnum frá skattrannsóknarstjóra, framkvæmdi húsleitir í tengslum við allar handtökurnar. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst er fólkið talið hafa sett á fót sýndarfyrirtæki sem hafði enga raunverulega starfsemi en sýndi fram á með fölsuðum gögnum að það hefði varið stórfé til endurbóta á húsnæði. Fyrirtæki sem eru með húsnæði í uppbyggingu, sem síðan munu verða í virðisaukaskattskyldri starfsemi, geta fengið sérstaka heimild til endurgreiðslu á innskatti meðan á uppbyggingunni stendur sem í þessu tilviki var veitt af vitorðsmanninum hjá skattinum. Jón segir að rannsóknin hafi hafist í síðustu viku, eftir að fjármálastofnun sendi ábendingu um ætlað peningaþvætti til lögreglu. Meint brot hafi staðið lengi, jafnvel árum saman. Ágóðinn af brotunum hafi ekki verið endurheimtur og einn þáttur rannsóknarinnar snúi einmitt að því að komast að því hvað hafi orðið um féð.- jss, sh
Fréttir Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira