Þarf að velja á millli fótboltaliðsins og bankans 6. mars 2010 09:26 Stjörnuhagfræðingurinn Jim O´Neill stendur nú frammi fyrir valinu á milli uppáhalds fótboltaliðs síns og bankans sem hann vinnur fyrir. O´Neill er þekktur fyrir nákvæmar spár sínar á sveiflum á gjaldeyrismörkuðum og hann er talinn áhrifamesti hagfræðingur heimsins í einkageiranum.Fótboltaliðið sem hér um ræðir er Manchester United og bankinn er Goldman Sachs. O´Neill hefur verið einlægur aðdáandi liðsins allt sitt líf og hann er í forystu fyrir hópnum Rauðu riddararnir sem nú reyna að rífa liðið úr höndum Glazer-fjölskyldunnar bandarísku.Skilaboð Goldman Sachs til þessarar stjörnu sinnar eru skýr: Þú þarft að velja á milli vinnu þinnar og ástarinnar á fótboltaliðinu Manchester United, að því er segir í ítarlegri umfjöllun á börsen.dk um Jim O´Neill.O´Neill er ekki auðmaður eins og hinir Rauðu riddararnir fjórir en á móti kemur að hann nýtur nær takmarkalausrar virðingar í fjármálaheimi London-borgar. Það umfram annað hefur leitt til þess að Rauðu riddararnir segja að þeir geti nú lagt fram tilboð upp á 1,5 milljarð punda í Manchester United. Tilboð sem Glazer-fjölskyldan á erfitt með að hafna.Jim O´Neill ólst upp sem sonur fátæks póstmanns í suðurhluta Manchester borgar. Sem unglingur hafnaði hann skólastyrk frá virtum einkaskóla þar sem skólinn tók fótbolta ekki alvarlega. O´Neill tekur fótbolta hinsvegar mjög alvarlega, svo mjög að hann er tilbúinn að fórna starfi sínu fyrir lið sitt.Það var Goldman Sachs sem aðstoðaði Glazer-fjölskylduna við að afla 500 milljón punda til að kaupa Manchester United á sínum tíma. Sama dag sagði O´Neill án þess að blikna eða blána í samtali við Bloomberg fréttaveituna að kaupin á liðinu væru slæm viðskipti. Liðið væri of skuldsett. Hann myndi ekki kaupa neitt af þeim skuldabréfum sem voru í boði. „Ég set ævilangan stuðning minn við Manchester United framar öllu öðru," sagði hann.Þetta leiddi til þess að Glazer-fjölskyldan kom kvörtunum á framfæri við Lloyd Bankfein forstjóra Goldman Sachs sem reiddist yfirlýsingum hagfræðings síns og skammaði hann fyrir þær.Það kemur í ljós á næstu dögum hvort Glazer-fjölskyldan stenst tilboð Rauðu riddarana eða ekki. Kannski nær O´Neill að uppfylla drauma sína og kaupa Manchester United. Fari svo eru vandamál hans hjá Goldmans Sachs úr sögunni. Mest lesið Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Fleiri fréttir Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Sjá meira
Stjörnuhagfræðingurinn Jim O´Neill stendur nú frammi fyrir valinu á milli uppáhalds fótboltaliðs síns og bankans sem hann vinnur fyrir. O´Neill er þekktur fyrir nákvæmar spár sínar á sveiflum á gjaldeyrismörkuðum og hann er talinn áhrifamesti hagfræðingur heimsins í einkageiranum.Fótboltaliðið sem hér um ræðir er Manchester United og bankinn er Goldman Sachs. O´Neill hefur verið einlægur aðdáandi liðsins allt sitt líf og hann er í forystu fyrir hópnum Rauðu riddararnir sem nú reyna að rífa liðið úr höndum Glazer-fjölskyldunnar bandarísku.Skilaboð Goldman Sachs til þessarar stjörnu sinnar eru skýr: Þú þarft að velja á milli vinnu þinnar og ástarinnar á fótboltaliðinu Manchester United, að því er segir í ítarlegri umfjöllun á börsen.dk um Jim O´Neill.O´Neill er ekki auðmaður eins og hinir Rauðu riddararnir fjórir en á móti kemur að hann nýtur nær takmarkalausrar virðingar í fjármálaheimi London-borgar. Það umfram annað hefur leitt til þess að Rauðu riddararnir segja að þeir geti nú lagt fram tilboð upp á 1,5 milljarð punda í Manchester United. Tilboð sem Glazer-fjölskyldan á erfitt með að hafna.Jim O´Neill ólst upp sem sonur fátæks póstmanns í suðurhluta Manchester borgar. Sem unglingur hafnaði hann skólastyrk frá virtum einkaskóla þar sem skólinn tók fótbolta ekki alvarlega. O´Neill tekur fótbolta hinsvegar mjög alvarlega, svo mjög að hann er tilbúinn að fórna starfi sínu fyrir lið sitt.Það var Goldman Sachs sem aðstoðaði Glazer-fjölskylduna við að afla 500 milljón punda til að kaupa Manchester United á sínum tíma. Sama dag sagði O´Neill án þess að blikna eða blána í samtali við Bloomberg fréttaveituna að kaupin á liðinu væru slæm viðskipti. Liðið væri of skuldsett. Hann myndi ekki kaupa neitt af þeim skuldabréfum sem voru í boði. „Ég set ævilangan stuðning minn við Manchester United framar öllu öðru," sagði hann.Þetta leiddi til þess að Glazer-fjölskyldan kom kvörtunum á framfæri við Lloyd Bankfein forstjóra Goldman Sachs sem reiddist yfirlýsingum hagfræðings síns og skammaði hann fyrir þær.Það kemur í ljós á næstu dögum hvort Glazer-fjölskyldan stenst tilboð Rauðu riddarana eða ekki. Kannski nær O´Neill að uppfylla drauma sína og kaupa Manchester United. Fari svo eru vandamál hans hjá Goldmans Sachs úr sögunni.
Mest lesið Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Fleiri fréttir Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Sjá meira