Er RÚV dottið úr sambandi? 3. september 2010 06:00 Ég hef alltaf haldið að fyrirtækjum væri í mun að það sem þau hefðu fram að færa félli fólki í geð. Það virðist sem hjá RÚV sé þessu öfugt farið. Ekki var ég fyrr búin að jafna mig á því að Spaugstofan skyldi vera strokuð út en hafði þó á því ákveðinn skilning vegna of mikils kostnaðar. Dynur þá ekki yfir að þau ætla að skrúfa fyrir einn vinsælasta þáttinn á Rás 1 sem verið hefur um langa hríð. „Orð skulu standa" hafa unnið sér þann sess að fágætt er og hafa stjórnendur gert hann með óvenjulegum ágætum. Og ekki aðeins þáttinn, heldur settu þau á markað spil sem heitir „Kollgátan" og seldist það upp á skömmum tíma. Ég var svo heppin á fá þetta spil í jólagjöf og síðan þá hefur það verið í stöðugu láni til ungra jafnt sem aldinna, og spilað í öllum sumarbústaðaferðum og fjölskyldumótum hvers konar. Allt þetta sýnir hve vel tókst með „Orð skulu standa". Það efldi umræðu, vitund og áhuga á málinu okkar svo um munaði. Því er þessi ráðagerð þeirra á RÚV óskiljanleg ... nema þeim sé illa við að fólk hlusti á útvarpið. Annar þáttur er Andrarímur á sunnudagskvöldum sem margir sakna mjög. Og ef þið dirfist að segja að þetta sé nú bara gömul kerling að tuða þá er það út af fyrir sig rétt, en ekki flögrar að mér að biðja forláts á því nema síður sé og vitið þið hvað? Ég er meira að segja líka með kosningarétt. Pælið í því! En nú vil ég gjarnan vera dálítið hjálpleg og legg hér fram sparnaðartillögur sem mætti íhuga áður en vandaðir þættir sem höfða til fólks á öllum aldri eru slegnir af: Á Rás 2 eru oftlega þættir þar sem tveir ungir menn eru óþreytandi við að gaspra hvor upp í annan, flissandi að eigin aulabröndurum. Getur svona þáttur staðið í tvo eða þrjá tíma. Hvað kostar það? Í sjónvarpi horfa margir á boltann og ekki skal amast við því en er nauðsynlegt að safna saman mörgum mönnum til að „fjalla" um leikina og hvað kostar það? Útlistanir þeirra eru eflaust mjög djúpvitrar, ég efa það ekki. Eru þetta aðeins tvö dæmi af ýmsum sem gætu hugsanlega sparað stofnuninni töluvert fé. Einnig mætti íhuga sjónvarpslaust kvöld einu sinni í viku eins og tíðkaðist um árabil því betra er að hafa enga dagskrá en lélega. Ekki dettur mér í hug að minnast á dýra jeppa eða há laun, sei sei nei, en er kannski hægt að ætlast til að ráðsfólk á RÚV stingi sér í samband og skoði hverjum þau eiga að þjóna? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Sönnun um framlag hælisleitanda til íslensks samfélags Toshiki Toma Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Ég hef alltaf haldið að fyrirtækjum væri í mun að það sem þau hefðu fram að færa félli fólki í geð. Það virðist sem hjá RÚV sé þessu öfugt farið. Ekki var ég fyrr búin að jafna mig á því að Spaugstofan skyldi vera strokuð út en hafði þó á því ákveðinn skilning vegna of mikils kostnaðar. Dynur þá ekki yfir að þau ætla að skrúfa fyrir einn vinsælasta þáttinn á Rás 1 sem verið hefur um langa hríð. „Orð skulu standa" hafa unnið sér þann sess að fágætt er og hafa stjórnendur gert hann með óvenjulegum ágætum. Og ekki aðeins þáttinn, heldur settu þau á markað spil sem heitir „Kollgátan" og seldist það upp á skömmum tíma. Ég var svo heppin á fá þetta spil í jólagjöf og síðan þá hefur það verið í stöðugu láni til ungra jafnt sem aldinna, og spilað í öllum sumarbústaðaferðum og fjölskyldumótum hvers konar. Allt þetta sýnir hve vel tókst með „Orð skulu standa". Það efldi umræðu, vitund og áhuga á málinu okkar svo um munaði. Því er þessi ráðagerð þeirra á RÚV óskiljanleg ... nema þeim sé illa við að fólk hlusti á útvarpið. Annar þáttur er Andrarímur á sunnudagskvöldum sem margir sakna mjög. Og ef þið dirfist að segja að þetta sé nú bara gömul kerling að tuða þá er það út af fyrir sig rétt, en ekki flögrar að mér að biðja forláts á því nema síður sé og vitið þið hvað? Ég er meira að segja líka með kosningarétt. Pælið í því! En nú vil ég gjarnan vera dálítið hjálpleg og legg hér fram sparnaðartillögur sem mætti íhuga áður en vandaðir þættir sem höfða til fólks á öllum aldri eru slegnir af: Á Rás 2 eru oftlega þættir þar sem tveir ungir menn eru óþreytandi við að gaspra hvor upp í annan, flissandi að eigin aulabröndurum. Getur svona þáttur staðið í tvo eða þrjá tíma. Hvað kostar það? Í sjónvarpi horfa margir á boltann og ekki skal amast við því en er nauðsynlegt að safna saman mörgum mönnum til að „fjalla" um leikina og hvað kostar það? Útlistanir þeirra eru eflaust mjög djúpvitrar, ég efa það ekki. Eru þetta aðeins tvö dæmi af ýmsum sem gætu hugsanlega sparað stofnuninni töluvert fé. Einnig mætti íhuga sjónvarpslaust kvöld einu sinni í viku eins og tíðkaðist um árabil því betra er að hafa enga dagskrá en lélega. Ekki dettur mér í hug að minnast á dýra jeppa eða há laun, sei sei nei, en er kannski hægt að ætlast til að ráðsfólk á RÚV stingi sér í samband og skoði hverjum þau eiga að þjóna?
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun