Friðrik Rafnsson: Fagurgræn kælitækni 8. maí 2010 05:45 Stundum býsnast menn mjög yfir því að Íslendingar geti lent í því, fari allt á enn verri veg en þegar er orðið, að hokra í menningarsnauðri verstöð á hjara veraldar. Þetta er auðvitað bara fullyrðing sem menn hafa kastað fram í hálfkæringi, en er þó nokkuð gott dæmi um heldur dapurlegt gæðastig umræðunnar hérlendis. Eitt stærsta tækifæri Íslands nú um stundir felst nefnilega meðal annars í því að efla fiskveiðar og –vinnslu með vistvænum aðferðum. Til þess hafa Íslendingar bæði þekkingu og tækni sem gæti gert þeim kleift að verða leiðandi í heiminum á þessu sviði.Gæðin aðalatriðið Sjávarútvegurinn og fisvinnslan leið, eins og fleiri atvinnugreinar hérlendis, fyrir þá frumstæðu hugsun að magnið eitt skipti máli, að veiða og vinna sem allra mest. Meira í dag en í gær, það var mælikvarðinn á framfarirnar. Áherslan færðist þar með frá því sem mestu máli skiptir: gæðunum. Fáránlegustu dæmin um þetta er það hvernig stundum var (og er) farið með hinn vandmeðfarna og dýrmæta uppsjávarafla, stór hluti hans fór í bræðslu í stað þess að vera frystur til manneldis eins og gert er meðal nágrannaþjóða okkar.Vistvænt hátækniríki Nú þegar tímar eru sem betur fer farnir að breytast er ef til vill tímabært að huga betur að því hvernig hægt er að gera enn meiri verðmæti úr þeirri takmörkuðu auðlind sem hafið er. Eitt af því væri að efla útflutning á ferskum afurðum (unnum eða óunnum), nota mun háþróaðri kælingu og ferskleikastýringu en gert hefur verið fram til þessa og stórauka þannig geymsluþol fersku afurðanna. Það myndi þýða að mun hærra og stöðugra verð fengist fyrir allar afurðir en nú er, því raunin er sú að með flestum þeim kæli- og flutningaaðferðum sem nú eru notaðar er fiskur frá Íslandi oft orðinn ansi gamall og lúinn, níu til fjórtán daga, þegar hann er settur á markað í Evrópu. Eða þá hann er fluttur út frystur, sem er ævinlega annars flokks hráefni, a.m.k. í Frakklandi, þar sem ég þekki best til. Til að yfirstíga þennan vanda er fiskur fluttur út í flugfragt sem er dýr flutningsmáti og óhagkvæmur, auk þess sem hann er síður en svo öruggur eins og nýleg dæmi sanna. Hins vegar eru nú þegar til frábærar kæliaðferðir og -tækni á Íslandi, aðferðir sem þýða gerbyltingu í gæðamálum og gera kleift að afhenda allt að tveggja vikna fisk ferskan og fínan sjóleiðis, en þær hafa af einhverjum ástæðum sorglega lítið verið notaðar til að hámarka verðmæti ferskra afurða. Sennilega eru þarna að verki systurnar gömlu, Íhaldssemi og Vanahugsun. Fagurgræn kælitækni Gamli tíminn var hálfúldinn fiskur handa lágstéttarfólki í Englandi. Framtíðin er ferskur hágæðafiskur handa sterkefnuðum Evrópubúum, Bandaríkjamönnum, Japönum og Kínverjum sem er umhugað um heilsuna og útlitið. Núna eru Íslendingar einhvers staðar mitt á milli gamla tímans og framtíðarinnar, mun styttra á veg komnir en þeir gætu verið, þar sem þessi nýja tækni hefur enn ekki verið nýtt sem skyldi. Forskotið á aðrar þjóðir sem hægt er að ná með þessari nýju tækni þarf, og ber, að nýta. Með tilkomu farsímans og netsins hefur orðið bylting í fjarskiptum undanfarin ár, tími og fjarlægðir hafa öðlast nýjar víddir og margt einfaldast. Með innleiðingu nýjustu kælistýringartækni og gæðastjórnunar gæti svipuð bylting átt sér stað á sviði sjávarafurða hérlendis, með tilheyrandi arðsemi. Hafi menn til að bera dug, þor og víðsýni til að nýta sér þá innlendu tækni sem þegar er til staðar til að hámarka verðmæti úr sjó á umhverfisvænan hátt gæti Ísland hæglega orðið leiðandi í heiminum á sviði fagurgrænnar kælitækni í sjávarútvegi og fiskvinnslu. Höfundur er verkefnisstjóri hjá STG-Multi-Ice/ MIQ ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Stundum býsnast menn mjög yfir því að Íslendingar geti lent í því, fari allt á enn verri veg en þegar er orðið, að hokra í menningarsnauðri verstöð á hjara veraldar. Þetta er auðvitað bara fullyrðing sem menn hafa kastað fram í hálfkæringi, en er þó nokkuð gott dæmi um heldur dapurlegt gæðastig umræðunnar hérlendis. Eitt stærsta tækifæri Íslands nú um stundir felst nefnilega meðal annars í því að efla fiskveiðar og –vinnslu með vistvænum aðferðum. Til þess hafa Íslendingar bæði þekkingu og tækni sem gæti gert þeim kleift að verða leiðandi í heiminum á þessu sviði.Gæðin aðalatriðið Sjávarútvegurinn og fisvinnslan leið, eins og fleiri atvinnugreinar hérlendis, fyrir þá frumstæðu hugsun að magnið eitt skipti máli, að veiða og vinna sem allra mest. Meira í dag en í gær, það var mælikvarðinn á framfarirnar. Áherslan færðist þar með frá því sem mestu máli skiptir: gæðunum. Fáránlegustu dæmin um þetta er það hvernig stundum var (og er) farið með hinn vandmeðfarna og dýrmæta uppsjávarafla, stór hluti hans fór í bræðslu í stað þess að vera frystur til manneldis eins og gert er meðal nágrannaþjóða okkar.Vistvænt hátækniríki Nú þegar tímar eru sem betur fer farnir að breytast er ef til vill tímabært að huga betur að því hvernig hægt er að gera enn meiri verðmæti úr þeirri takmörkuðu auðlind sem hafið er. Eitt af því væri að efla útflutning á ferskum afurðum (unnum eða óunnum), nota mun háþróaðri kælingu og ferskleikastýringu en gert hefur verið fram til þessa og stórauka þannig geymsluþol fersku afurðanna. Það myndi þýða að mun hærra og stöðugra verð fengist fyrir allar afurðir en nú er, því raunin er sú að með flestum þeim kæli- og flutningaaðferðum sem nú eru notaðar er fiskur frá Íslandi oft orðinn ansi gamall og lúinn, níu til fjórtán daga, þegar hann er settur á markað í Evrópu. Eða þá hann er fluttur út frystur, sem er ævinlega annars flokks hráefni, a.m.k. í Frakklandi, þar sem ég þekki best til. Til að yfirstíga þennan vanda er fiskur fluttur út í flugfragt sem er dýr flutningsmáti og óhagkvæmur, auk þess sem hann er síður en svo öruggur eins og nýleg dæmi sanna. Hins vegar eru nú þegar til frábærar kæliaðferðir og -tækni á Íslandi, aðferðir sem þýða gerbyltingu í gæðamálum og gera kleift að afhenda allt að tveggja vikna fisk ferskan og fínan sjóleiðis, en þær hafa af einhverjum ástæðum sorglega lítið verið notaðar til að hámarka verðmæti ferskra afurða. Sennilega eru þarna að verki systurnar gömlu, Íhaldssemi og Vanahugsun. Fagurgræn kælitækni Gamli tíminn var hálfúldinn fiskur handa lágstéttarfólki í Englandi. Framtíðin er ferskur hágæðafiskur handa sterkefnuðum Evrópubúum, Bandaríkjamönnum, Japönum og Kínverjum sem er umhugað um heilsuna og útlitið. Núna eru Íslendingar einhvers staðar mitt á milli gamla tímans og framtíðarinnar, mun styttra á veg komnir en þeir gætu verið, þar sem þessi nýja tækni hefur enn ekki verið nýtt sem skyldi. Forskotið á aðrar þjóðir sem hægt er að ná með þessari nýju tækni þarf, og ber, að nýta. Með tilkomu farsímans og netsins hefur orðið bylting í fjarskiptum undanfarin ár, tími og fjarlægðir hafa öðlast nýjar víddir og margt einfaldast. Með innleiðingu nýjustu kælistýringartækni og gæðastjórnunar gæti svipuð bylting átt sér stað á sviði sjávarafurða hérlendis, með tilheyrandi arðsemi. Hafi menn til að bera dug, þor og víðsýni til að nýta sér þá innlendu tækni sem þegar er til staðar til að hámarka verðmæti úr sjó á umhverfisvænan hátt gæti Ísland hæglega orðið leiðandi í heiminum á sviði fagurgrænnar kælitækni í sjávarútvegi og fiskvinnslu. Höfundur er verkefnisstjóri hjá STG-Multi-Ice/ MIQ ehf.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun