Sony Music er nú að íhuga að gera tilboð í hinn fornfræga breska tónlistarrisa EMI. Forstjóri Sony Music, Þjóðverjinn Rolf Scmhidt-Holz segir í samtali við þýska miðla að fyrirtækið sé í kjöraðstöðu þessi misserin til þess að grípa þau tækifæri sem gefist á markaði í dag. Þar á meðal er yfirtaka á EMI.
Terra Firma, móðurfélag EMI, segist vilja fá 360 milljónir punda fyrir útgáfufyrirtækið til þess að koma í veg fyrir að kröfuhafar taki það yfir.
Margir af frægustu listamönnum heimsins eru á mála hjá EMI, listamenn á borð við Coldplay auk þess sem fyrirtækið á útgáfuréttinn að plötum Bítlanna.
