Eigendur Eik Banki töpuðu 120 milljörðum 1. október 2010 08:28 Eigendur Eik Banki, það er hluthafar bankans, hafa tapað 6 milljörðum danskra kr. eða um 120 miljörðum kr. frá árinu 2007 og þar til í gærkvöldi þegar bankaumsýsla Danmerkur, Finansiel Stabilitet, yfirtók bankann á 0 kr. Samkvæmt frétt um málið á business.dk er búið að stöðva öll viðskipti með hluti í Eik Banki í kauphöllinni í Kaupmannahöfn og það sama gildir um viðskipti með hlutina í kauphöllinni hér heima. Hlutir í Eik Banki hafa hrapað í viðskiptum í vikunni. Á föstudag fyrir viku síðan stóðu þeir í 64 dönskum kr. á hlut en í gær var verðið komið niður í 18,9 danskrar kr. sem er rýrnun upp á 70%. Þótt Finansiel Stabilitet hafi yfirtekið allan rekstur Eik Banki, bæði í Færeyjum og í Danmörku, á 0 kr. er þar með ekki sagt að bankinn verði verðlaus í framtíðinni þegar bankaumsýslan hugsanlega selur hann aftur. Í frétt business.dk segir hinsvegar að öll líkindi séu á að áður en að slíkri sölu komi verði bankinn fyrir löngu orðinn gjaldþrota. Fram kemur að í lok júlí árið 2007 stóðu hlutir í Eik Banki í 744 dönskum kr. og þá var markaðsverðmæti bankans 6 milljarðar danskra kr. Þetta fé hefur nú gufað upp. Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Eigendur Eik Banki, það er hluthafar bankans, hafa tapað 6 milljörðum danskra kr. eða um 120 miljörðum kr. frá árinu 2007 og þar til í gærkvöldi þegar bankaumsýsla Danmerkur, Finansiel Stabilitet, yfirtók bankann á 0 kr. Samkvæmt frétt um málið á business.dk er búið að stöðva öll viðskipti með hluti í Eik Banki í kauphöllinni í Kaupmannahöfn og það sama gildir um viðskipti með hlutina í kauphöllinni hér heima. Hlutir í Eik Banki hafa hrapað í viðskiptum í vikunni. Á föstudag fyrir viku síðan stóðu þeir í 64 dönskum kr. á hlut en í gær var verðið komið niður í 18,9 danskrar kr. sem er rýrnun upp á 70%. Þótt Finansiel Stabilitet hafi yfirtekið allan rekstur Eik Banki, bæði í Færeyjum og í Danmörku, á 0 kr. er þar með ekki sagt að bankinn verði verðlaus í framtíðinni þegar bankaumsýslan hugsanlega selur hann aftur. Í frétt business.dk segir hinsvegar að öll líkindi séu á að áður en að slíkri sölu komi verði bankinn fyrir löngu orðinn gjaldþrota. Fram kemur að í lok júlí árið 2007 stóðu hlutir í Eik Banki í 744 dönskum kr. og þá var markaðsverðmæti bankans 6 milljarðar danskra kr. Þetta fé hefur nú gufað upp.
Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira