FIH seldur fyrir 103 milljarða króna 19. september 2010 18:15 FIH bankinn verður seldur fyrir fimm milljarða danskra króna samkvæmt tilkynningu frá Seðlabanka Íslands. Það gera 103 milljarðar íslenskra króna. Berlingske Tidende greindi frá því fyrr í vikunni að til stæði að selja bankann. Í gær náðist samkomulag við hóp fjárfesta sem samanstendur af danska lífeyrissjóðunum ATP og PFA, sænska tryggingafyrirtækinu Folksam og fyrirtækinu CPDyvig og mun fjárfestahópurinn kaupa 99,89% hlut í FIH. Seðlabankinn á 99,98 prósent hlut í bankanum en hlutinn fékk hann til tryggingar þrautavaraláni sem Kaupþing fékk hjá Seðlabanka Íslands í október 2008 að fjárhæð 500 milljónir evra. Í tilkynningu frá Seðlabankanum segir að 1,9 milljarðar danskra króna verði staðgreiddar. Þá verður fjárhæðar sem nemur allt að 3,1 milljarði danskra króna (sem nemur um 64 milljörðum króna eða um 415 milljónum evra) leiðrétt með tilliti til þess taps sem FIH verður fyrir vegna eigna á efnahagsreikningnum þann 30. júní 2010 þar til 31. desember 2014 auk þess sem mögulegur hagnaður FIH af Axcel III sjóðnum kemur til hækkunar. Ennfremur verður til greiðslu fjárhæð sem tengd verður afkomu fjárfestahópsins af þessari fjárfestingu til 31. desember 2015. Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að þessi niðurstaða sé ágæt miðað við aðstæður. Seðlabankinn muni strax fá talsverða fjárhæð í erlendum gjaldeyri þegar frágangi viðskiptanna sé lokið auk möguleika á að endurheimta veð sitt að fullu þegar fram líða stundir. Viðskipti þessi eru háð samþykki viðeigandi eftirlitsstofnana. J.P. Morgan sá um fjármálaráðgjöf fyrir Seðlabankann í þessum viðskiptum og lögfræðifyrirtækin Kromann Reumert og LEX sáu um lögfræðilega ráðgjöf fyrir bankann. Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Viðskipti Tengdar fréttir Lífeyrissjóðsrisar hafa keypt FIH bankann Tveir af stærstu lífeyrissjóðum Danmerkur, ATP og PFA, ásamt sænska lífeyrissjóðs/tryggingarfélagsrisanum Folksam hafa gengið frá kaupunum á danska bankanum FIH sem var í eigu skilanefndar Kaupþings. 16. september 2010 19:51 Seðlabankinn og Kaupþing deila um söluna á FIH Samkvæmt frétt á vefsíðunni business.dk er komin upp deila milli Seðlabanka Íslands og skilanefndar Kaupþings um hvoru af tveimur kauptilboðum í FIH bankinn eigi að taka. Töluverður munur er á tilboðunum. 17. september 2010 10:40 FIH bankinn seldur á 80 til 100 milljarða Viðskiptasíða Berlingske Tidende er með frétt í dag um að gengið verði frá sölunni á FIH bankanum á mánudag. Verðið sem fæst fyrir bankann muni liggja á bilinu 4 til 5 milljarðar danskra kr. eða 80 til 100 milljarða kr. 18. september 2010 07:54 Fréttaskýring: Lagaóvissa og pólitík í sölunni á FIH Það er bankaumsýsla Dana, eða Finansiel Stabilitet, sem stendur að baki sölunni á FIH bankanum. Nú er stofnunin sjálf í sviðsljósi danskra fjölmiðla þar sem áhöld eru um lagalegan grunn undir starfseminni. Einnig hefur komið fram að pólitík spilar hlutverk í sölunni. 18. september 2010 17:43 Dönsk stjórnvöld ráða því hver kaupir FIH bankann Dönsk stjórnvöld munu eiga lokaorðið um hver fær að kaupa FIH bankann sem skilanefnd Kaupþings er nú með í söluferli. Tveir hópar fjársterkra aðila berjast um að fá að kaupa bankann, aðallega danskir lífeyrissjóðir. 15. september 2010 08:11 Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
FIH bankinn verður seldur fyrir fimm milljarða danskra króna samkvæmt tilkynningu frá Seðlabanka Íslands. Það gera 103 milljarðar íslenskra króna. Berlingske Tidende greindi frá því fyrr í vikunni að til stæði að selja bankann. Í gær náðist samkomulag við hóp fjárfesta sem samanstendur af danska lífeyrissjóðunum ATP og PFA, sænska tryggingafyrirtækinu Folksam og fyrirtækinu CPDyvig og mun fjárfestahópurinn kaupa 99,89% hlut í FIH. Seðlabankinn á 99,98 prósent hlut í bankanum en hlutinn fékk hann til tryggingar þrautavaraláni sem Kaupþing fékk hjá Seðlabanka Íslands í október 2008 að fjárhæð 500 milljónir evra. Í tilkynningu frá Seðlabankanum segir að 1,9 milljarðar danskra króna verði staðgreiddar. Þá verður fjárhæðar sem nemur allt að 3,1 milljarði danskra króna (sem nemur um 64 milljörðum króna eða um 415 milljónum evra) leiðrétt með tilliti til þess taps sem FIH verður fyrir vegna eigna á efnahagsreikningnum þann 30. júní 2010 þar til 31. desember 2014 auk þess sem mögulegur hagnaður FIH af Axcel III sjóðnum kemur til hækkunar. Ennfremur verður til greiðslu fjárhæð sem tengd verður afkomu fjárfestahópsins af þessari fjárfestingu til 31. desember 2015. Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að þessi niðurstaða sé ágæt miðað við aðstæður. Seðlabankinn muni strax fá talsverða fjárhæð í erlendum gjaldeyri þegar frágangi viðskiptanna sé lokið auk möguleika á að endurheimta veð sitt að fullu þegar fram líða stundir. Viðskipti þessi eru háð samþykki viðeigandi eftirlitsstofnana. J.P. Morgan sá um fjármálaráðgjöf fyrir Seðlabankann í þessum viðskiptum og lögfræðifyrirtækin Kromann Reumert og LEX sáu um lögfræðilega ráðgjöf fyrir bankann.
Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Viðskipti Tengdar fréttir Lífeyrissjóðsrisar hafa keypt FIH bankann Tveir af stærstu lífeyrissjóðum Danmerkur, ATP og PFA, ásamt sænska lífeyrissjóðs/tryggingarfélagsrisanum Folksam hafa gengið frá kaupunum á danska bankanum FIH sem var í eigu skilanefndar Kaupþings. 16. september 2010 19:51 Seðlabankinn og Kaupþing deila um söluna á FIH Samkvæmt frétt á vefsíðunni business.dk er komin upp deila milli Seðlabanka Íslands og skilanefndar Kaupþings um hvoru af tveimur kauptilboðum í FIH bankinn eigi að taka. Töluverður munur er á tilboðunum. 17. september 2010 10:40 FIH bankinn seldur á 80 til 100 milljarða Viðskiptasíða Berlingske Tidende er með frétt í dag um að gengið verði frá sölunni á FIH bankanum á mánudag. Verðið sem fæst fyrir bankann muni liggja á bilinu 4 til 5 milljarðar danskra kr. eða 80 til 100 milljarða kr. 18. september 2010 07:54 Fréttaskýring: Lagaóvissa og pólitík í sölunni á FIH Það er bankaumsýsla Dana, eða Finansiel Stabilitet, sem stendur að baki sölunni á FIH bankanum. Nú er stofnunin sjálf í sviðsljósi danskra fjölmiðla þar sem áhöld eru um lagalegan grunn undir starfseminni. Einnig hefur komið fram að pólitík spilar hlutverk í sölunni. 18. september 2010 17:43 Dönsk stjórnvöld ráða því hver kaupir FIH bankann Dönsk stjórnvöld munu eiga lokaorðið um hver fær að kaupa FIH bankann sem skilanefnd Kaupþings er nú með í söluferli. Tveir hópar fjársterkra aðila berjast um að fá að kaupa bankann, aðallega danskir lífeyrissjóðir. 15. september 2010 08:11 Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Lífeyrissjóðsrisar hafa keypt FIH bankann Tveir af stærstu lífeyrissjóðum Danmerkur, ATP og PFA, ásamt sænska lífeyrissjóðs/tryggingarfélagsrisanum Folksam hafa gengið frá kaupunum á danska bankanum FIH sem var í eigu skilanefndar Kaupþings. 16. september 2010 19:51
Seðlabankinn og Kaupþing deila um söluna á FIH Samkvæmt frétt á vefsíðunni business.dk er komin upp deila milli Seðlabanka Íslands og skilanefndar Kaupþings um hvoru af tveimur kauptilboðum í FIH bankinn eigi að taka. Töluverður munur er á tilboðunum. 17. september 2010 10:40
FIH bankinn seldur á 80 til 100 milljarða Viðskiptasíða Berlingske Tidende er með frétt í dag um að gengið verði frá sölunni á FIH bankanum á mánudag. Verðið sem fæst fyrir bankann muni liggja á bilinu 4 til 5 milljarðar danskra kr. eða 80 til 100 milljarða kr. 18. september 2010 07:54
Fréttaskýring: Lagaóvissa og pólitík í sölunni á FIH Það er bankaumsýsla Dana, eða Finansiel Stabilitet, sem stendur að baki sölunni á FIH bankanum. Nú er stofnunin sjálf í sviðsljósi danskra fjölmiðla þar sem áhöld eru um lagalegan grunn undir starfseminni. Einnig hefur komið fram að pólitík spilar hlutverk í sölunni. 18. september 2010 17:43
Dönsk stjórnvöld ráða því hver kaupir FIH bankann Dönsk stjórnvöld munu eiga lokaorðið um hver fær að kaupa FIH bankann sem skilanefnd Kaupþings er nú með í söluferli. Tveir hópar fjársterkra aðila berjast um að fá að kaupa bankann, aðallega danskir lífeyrissjóðir. 15. september 2010 08:11
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent