Flóð frambjóðenda drekkir kjósendum 21. október 2010 06:00 Einkennilegt ástand Gunnar Helgi segir að ástandið sem hafi skapast vegna fjölda frambjóðenda sé vægast sagt einkennilegt.Fréttablaðið/anton Fyrirkomulag persónukosninganna til stjórnlagaþings er meingallað og veldur því að kosningarnar munu ekki þjóna tilgangi sínum, heldur þvert á móti grafa undan honum. Þetta segir Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmálafræðiprófessor. Um 500 manns buðu sig fram á þingið, miklu fleiri en nokkurn hafði órað fyrir. Þessi mikli fjöldi veldur vandræðum víða, ekki síst þegar kemur að kynningu á frambjóðendum. Fjölmiðlar vita til dæmis ekki sitt rjúkandi ráð. Hvernig í ósköpunum eiga þeir að kynna til sögunnar 500 frambjóðendur og stefnumál þeirra? Gunnar Helgi Kristinsson segir að það sé einfaldlega ekki hægt. „Sérstaklega ekki ef þú ætlar að hugsa það út frá einhverri jafnræðisreglu, sem allavega opinberu fjölmiðlarnir eru bundnir af. Þótt þú gæfir hverjum bara eina mínútu þá ertu kominn upp í nokkra klukkutíma af mjög leiðinlegu efni – að minnsta kosti ekki notendavænu,“ segir hann.Facebook tekur viðÞetta þýðir að kosningabaráttan til stjórnlagaþings verður líkast til mjög óhefðbundin. Frambjóðendur mega verja tveimur milljónum í auglýsingar en Gunnar Helgi bendir á að landið sé eitt kjördæmi í kosningunum og því sé erfitt fyrir frambjóðendur að „fókusera kynninguna landfræðilega“. Þar fyrir utan er fjáraustur í kosningabaráttu illa séður í samfélaginu eftir hrun sem hvetur síst til kostnaðarsamrar kynningar.Og svo er það netið. Margir frambjóðendur hafa þegar komið upp framboðssíðum á Facebook og menn velta fyrir sér hvort þar verði kosningabaráttan hugsanlega háð að mestu. Gunnar Helgi er ekki sannfærður. „Það er auðvitað viss hópur kjósenda sem er netfær og gæti nýtt sér það. Hversu mikinn áhuga þeir hafa á því er hins vegar mikið vafamál,“ segir hann.Ekki sé hlaupið að því að kynna sér slíkan mýgrút fólks. „Það má alveg gera ráð fyrir því að það muni ekkert sérstaklega stór hópur kjósenda finna sig í því að skoða efni frá 500 frambjóðendum. Ef þú eyðir fimm mínútum í hvern þeirra þá ertu kominn í 2.500 mínútur og það eru 42 klukkustundir. Það er heil vinnuvika. Þannig að það er engin leið að kjósendur geti kynnt sér þessa 500 frambjóðendur af einhverju viti,“ segir Gunnar.Þá skapist hætta á að kjósendur grípi einfaldlega þá frambjóðendur sem hendi séu næstir, „frændfólk eða fólk úr sama sveitarfélagi, landshluta eða stjórnmálaflokki. Þá munu þeir sem eru þekktir hafa forskot. Þetta þýðir að tilgangur persónukjörsins sem slíks – sem er umræða óháð slíkum þáttum – er farinn. Þetta fyrirkomulag býður ekki upp á það.“Hefði þurft kjördæmiEn þýðir það ekki að fyrirkomulagið sé gallað? Á því leikur ekki nokkur vafi, að mati Gunnars. Þeir sem fyrirkomulagið sömdu hafi greinilega ekki velt því nægilega fyrir sér hvernig gæti farið.Gunnar telur hins vegar að það hefði mátt koma í veg fyrir vandamálið. Ein leið hefði verið hóflegt framboðsgjald – til dæmis tíu þúsund krónur. „Þá myndirðu losna við þá sem væru bara að gera þetta algjörlega út í loftið.“ Önnur leið hefði verið að hafa hærri meðmælenda- eða vottaþröskuld.„Einfaldasta og skynsamlegasta aðferðin hefði hins vegar verið að hafa kjördæmi,“ segir Gunnar Helgi. „Það er upplýsingaástand sem er miklu viðráðanlegra fyrir kjósendur og mér finnst illskiljanlegt af hverju það var ekki gert.“Þorri fólks mun ekki skiljaAnnað sem kann að valda fólki vandræðum er nýtt kosningakerfi, sem er ólíkt flóknara en það sem við höfum vanist til þessa. „Ég held að það sé alveg öruggt að þorri almennings mun ekki átta sig á því hvernig það virkar,“ segir Gunnar Helgi.„Ég veit hins vegar ekki hversu alvarlegt vandamál það er. Það þýðir að það verður svolítið flókið fyrir fólk að átta sig á því hvernig það á að nota atkvæðið sitt,“ útskýrir hann. Hvort til dæmis sé mikilvægt að fullnýta atkvæðaseðilinn eða nóg sé að velja nokkur nöfn.„Fyrir fólk sem skilur ekki kosningakerfið getur það orðið mjög erfið ákvörðun,“ segir hann.Gunnar segir fyrirhugaða kosningu líklega einstaka í heimssögunni. Aldrei fyrr hafi verið kosið á milli jafnmargra frambjóðenda í einu persónukjöri, enda sé persónukjör ekki hugsað fyrir svo marga.„Ég kann ekkert dæmi um neitt sem er nálægt þessu. Þetta sprengir algjörlega upplýsingamöguleika kjósenda.“stigur@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
Fyrirkomulag persónukosninganna til stjórnlagaþings er meingallað og veldur því að kosningarnar munu ekki þjóna tilgangi sínum, heldur þvert á móti grafa undan honum. Þetta segir Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmálafræðiprófessor. Um 500 manns buðu sig fram á þingið, miklu fleiri en nokkurn hafði órað fyrir. Þessi mikli fjöldi veldur vandræðum víða, ekki síst þegar kemur að kynningu á frambjóðendum. Fjölmiðlar vita til dæmis ekki sitt rjúkandi ráð. Hvernig í ósköpunum eiga þeir að kynna til sögunnar 500 frambjóðendur og stefnumál þeirra? Gunnar Helgi Kristinsson segir að það sé einfaldlega ekki hægt. „Sérstaklega ekki ef þú ætlar að hugsa það út frá einhverri jafnræðisreglu, sem allavega opinberu fjölmiðlarnir eru bundnir af. Þótt þú gæfir hverjum bara eina mínútu þá ertu kominn upp í nokkra klukkutíma af mjög leiðinlegu efni – að minnsta kosti ekki notendavænu,“ segir hann.Facebook tekur viðÞetta þýðir að kosningabaráttan til stjórnlagaþings verður líkast til mjög óhefðbundin. Frambjóðendur mega verja tveimur milljónum í auglýsingar en Gunnar Helgi bendir á að landið sé eitt kjördæmi í kosningunum og því sé erfitt fyrir frambjóðendur að „fókusera kynninguna landfræðilega“. Þar fyrir utan er fjáraustur í kosningabaráttu illa séður í samfélaginu eftir hrun sem hvetur síst til kostnaðarsamrar kynningar.Og svo er það netið. Margir frambjóðendur hafa þegar komið upp framboðssíðum á Facebook og menn velta fyrir sér hvort þar verði kosningabaráttan hugsanlega háð að mestu. Gunnar Helgi er ekki sannfærður. „Það er auðvitað viss hópur kjósenda sem er netfær og gæti nýtt sér það. Hversu mikinn áhuga þeir hafa á því er hins vegar mikið vafamál,“ segir hann.Ekki sé hlaupið að því að kynna sér slíkan mýgrút fólks. „Það má alveg gera ráð fyrir því að það muni ekkert sérstaklega stór hópur kjósenda finna sig í því að skoða efni frá 500 frambjóðendum. Ef þú eyðir fimm mínútum í hvern þeirra þá ertu kominn í 2.500 mínútur og það eru 42 klukkustundir. Það er heil vinnuvika. Þannig að það er engin leið að kjósendur geti kynnt sér þessa 500 frambjóðendur af einhverju viti,“ segir Gunnar.Þá skapist hætta á að kjósendur grípi einfaldlega þá frambjóðendur sem hendi séu næstir, „frændfólk eða fólk úr sama sveitarfélagi, landshluta eða stjórnmálaflokki. Þá munu þeir sem eru þekktir hafa forskot. Þetta þýðir að tilgangur persónukjörsins sem slíks – sem er umræða óháð slíkum þáttum – er farinn. Þetta fyrirkomulag býður ekki upp á það.“Hefði þurft kjördæmiEn þýðir það ekki að fyrirkomulagið sé gallað? Á því leikur ekki nokkur vafi, að mati Gunnars. Þeir sem fyrirkomulagið sömdu hafi greinilega ekki velt því nægilega fyrir sér hvernig gæti farið.Gunnar telur hins vegar að það hefði mátt koma í veg fyrir vandamálið. Ein leið hefði verið hóflegt framboðsgjald – til dæmis tíu þúsund krónur. „Þá myndirðu losna við þá sem væru bara að gera þetta algjörlega út í loftið.“ Önnur leið hefði verið að hafa hærri meðmælenda- eða vottaþröskuld.„Einfaldasta og skynsamlegasta aðferðin hefði hins vegar verið að hafa kjördæmi,“ segir Gunnar Helgi. „Það er upplýsingaástand sem er miklu viðráðanlegra fyrir kjósendur og mér finnst illskiljanlegt af hverju það var ekki gert.“Þorri fólks mun ekki skiljaAnnað sem kann að valda fólki vandræðum er nýtt kosningakerfi, sem er ólíkt flóknara en það sem við höfum vanist til þessa. „Ég held að það sé alveg öruggt að þorri almennings mun ekki átta sig á því hvernig það virkar,“ segir Gunnar Helgi.„Ég veit hins vegar ekki hversu alvarlegt vandamál það er. Það þýðir að það verður svolítið flókið fyrir fólk að átta sig á því hvernig það á að nota atkvæðið sitt,“ útskýrir hann. Hvort til dæmis sé mikilvægt að fullnýta atkvæðaseðilinn eða nóg sé að velja nokkur nöfn.„Fyrir fólk sem skilur ekki kosningakerfið getur það orðið mjög erfið ákvörðun,“ segir hann.Gunnar segir fyrirhugaða kosningu líklega einstaka í heimssögunni. Aldrei fyrr hafi verið kosið á milli jafnmargra frambjóðenda í einu persónukjöri, enda sé persónukjör ekki hugsað fyrir svo marga.„Ég kann ekkert dæmi um neitt sem er nálægt þessu. Þetta sprengir algjörlega upplýsingamöguleika kjósenda.“stigur@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira