Íslenski boltinn

Byrjunarliðið hjá U21 - Gylfi ekki leikfær

Elvar Geir Magnússon skrifar
Gylfi, sem hér fagnar marki með Reading, er meiddur og ekki leikfær í dag. NordicPhotos/Getty
Gylfi, sem hér fagnar marki með Reading, er meiddur og ekki leikfær í dag. NordicPhotos/Getty

Klukkan 16.45 í dag verður flautaður á ansi mikilvægur leikur hjá U21 landsliði Íslands gegn Þýskalandi ytra.

Eyjólfur Sverrisson þjálfari hefur tilkynnt byrjunarliðið. Gylfi Þór Sigurðsson er ekki leikfær vegna meiðsla.

Leikurinn er í undankeppni EM. Íslenska liðið er sem stendur í öðru sæti riðilsins, hefur 12 stig eftir 5 leiki en Þjóðverjar eru í þriðja sæti með 7 stig eftir 4 leiki. Tékkar leiða riðilinn hafa fullt hús stiga eftir 5 leiki.

Byrjunarliðið:

Markvörður: Haraldur Björnsson

Hægri bakvörður: Skúli Jón Friðgeirsson

Vinstri bakvörður: Jósef Kristinn Jósefsson

Miðverðir: Hólmar Örn Eyjólfsson og Jón Guðni Fjóluson

Tengiliðir: Eggert Gunnþór Jónsson, Bjarni Þór Viðarsson fyrirliði og Birkir Bjarnason

Hægri kantur: Andrés Már Jóhannesson

Vinstri kantur: Jóhann Berg Guðmundsson

Framherji: Kolbeinn Sigþórsson

Varamenn eru Óskar Pétursson, Guðmundur Kristjánsson, Almarr Ormarsson, Kristinn Jónsson, Elfar Freyr Helgason og Alfreð Finnbogason.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×