Wikileaks: Íslenskir karlmenn seldu aðgang að erlendum eiginkonum 8. desember 2010 11:21 Björn Bjarnason talaði niður vandann þegar hann var dómsmálaráðherra, að mati starfsmanna bandaríska sendiráðsins Mynd: Vilhelm Gunnarsson Erlendar konur sem fluttu frá heimalandi sínu til að hefja nýtt líf með íslenskum eiginmanni búa sumar hverjar í aðstæðum sem helst má líkja við þrælahald. Þetta kemur fram í gögnum bandaríska sendiráðsins sem fréttastofa hefur undir höndum og Wikileaks hefur boðað birtingu á.Svaf bara í fjóra tíma á nóttu Kínversk kona sem flutti hingað til lands til að giftast íslenskum manni þurfti að sinna þremur störfum til að sjá fyrir eiginmanninum sem hætti sjálfur í sinni vinnu þegar þau höfðu gift sig. Konan náði aðeins að sofa í fjóra tíma á nóttu og fékk á endanum taugaáfall. Samstarfsmaður hennar á einum vinnustaðnum aðstoðaði hana við að fá ókeypis lögfræðiaðstoð og skilja við eiginmanninn.Seldu aðgang að eiginkonunni Í gögnum sendiráðsins er vitnað í orð lögfræðings hjá Alþjóðahúsi sem þekkir fjölda dæma þar sem „mjög fallegar" konur á þrítugsaldri frá Austur-Evrópu flytja til Íslands til að giftast karlmönnum á sextugsaldri sem virðast líta á konurnar sem eins konar stöðutákn. Margar þessara kvenna vinna afar langan vinnudag en eiginmennirnir hirða launin þeirra. Sumir mennirnir ganga jafnvel svo langt að selja öðrum karlmönnum aðgang að eiginkonum sínum í kynferðislegum tilgangi. Bandaríska sendiráðið virðast hafa verið að afla gagna um mögulegt mansal á Íslandi og komst Wikileaks yfir nokkurn fjölda skjala því tengdu. Þau gögn sem hér er vísað til eru unnin fyrri hluta árs 2006. Talaði vandann niður Þar kemur einnig fram að Alþingi samþykkti árið áður lög þar sem gerðar eru auknar kröfur til vinnumiðlana sem ráða til sín erlent vinnuafl þannig að réttindi starfsmanna séu í hávegum höfð. Starfsmenn sendiráðsins meta það sem svo að pólitískur vilji vil að takast á við mögulegt mansal sé ekki mikill og vísa þeir sérstaklega til þess að Björn Bjarnason, þáverandi dóms- og kirkjumálaráðherra, hafi gert lítið úr vandanum. Þannig hafi Björn talað niður möguleikann á því að áhættuhópar, svo sem farandverkamenn og starfsfólk í kynlífsiðnaði, sé misnotað af vinnuveitendum sínum hér á landi. Yfirvöld í afneitun Niðurstaðan í þessum gögnum bandaríska sendiráðsins er að þar sem á þessum tíma hafi aldrei komið til dómsmál vegna mansals hér á landi sé mögulegt að mansal sé ekki vandamál. Þeir útiloka þó ekki að ástæðan fyrir þessu sé einfaldlega sú að yfirvöld séu í afneitun. Þess má geta að síðan þessar skýrslur eru unnar hafa íslensk yfirvöld vaknað til meðvitundar um mansal hér á landi og í mars á síðasta ári kynnti ríkisstjórnin yfirgripsmikla aðgerðaáætlun gegn mansali. WikiLeaks Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fleiri fréttir 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Sjá meira
Erlendar konur sem fluttu frá heimalandi sínu til að hefja nýtt líf með íslenskum eiginmanni búa sumar hverjar í aðstæðum sem helst má líkja við þrælahald. Þetta kemur fram í gögnum bandaríska sendiráðsins sem fréttastofa hefur undir höndum og Wikileaks hefur boðað birtingu á.Svaf bara í fjóra tíma á nóttu Kínversk kona sem flutti hingað til lands til að giftast íslenskum manni þurfti að sinna þremur störfum til að sjá fyrir eiginmanninum sem hætti sjálfur í sinni vinnu þegar þau höfðu gift sig. Konan náði aðeins að sofa í fjóra tíma á nóttu og fékk á endanum taugaáfall. Samstarfsmaður hennar á einum vinnustaðnum aðstoðaði hana við að fá ókeypis lögfræðiaðstoð og skilja við eiginmanninn.Seldu aðgang að eiginkonunni Í gögnum sendiráðsins er vitnað í orð lögfræðings hjá Alþjóðahúsi sem þekkir fjölda dæma þar sem „mjög fallegar" konur á þrítugsaldri frá Austur-Evrópu flytja til Íslands til að giftast karlmönnum á sextugsaldri sem virðast líta á konurnar sem eins konar stöðutákn. Margar þessara kvenna vinna afar langan vinnudag en eiginmennirnir hirða launin þeirra. Sumir mennirnir ganga jafnvel svo langt að selja öðrum karlmönnum aðgang að eiginkonum sínum í kynferðislegum tilgangi. Bandaríska sendiráðið virðast hafa verið að afla gagna um mögulegt mansal á Íslandi og komst Wikileaks yfir nokkurn fjölda skjala því tengdu. Þau gögn sem hér er vísað til eru unnin fyrri hluta árs 2006. Talaði vandann niður Þar kemur einnig fram að Alþingi samþykkti árið áður lög þar sem gerðar eru auknar kröfur til vinnumiðlana sem ráða til sín erlent vinnuafl þannig að réttindi starfsmanna séu í hávegum höfð. Starfsmenn sendiráðsins meta það sem svo að pólitískur vilji vil að takast á við mögulegt mansal sé ekki mikill og vísa þeir sérstaklega til þess að Björn Bjarnason, þáverandi dóms- og kirkjumálaráðherra, hafi gert lítið úr vandanum. Þannig hafi Björn talað niður möguleikann á því að áhættuhópar, svo sem farandverkamenn og starfsfólk í kynlífsiðnaði, sé misnotað af vinnuveitendum sínum hér á landi. Yfirvöld í afneitun Niðurstaðan í þessum gögnum bandaríska sendiráðsins er að þar sem á þessum tíma hafi aldrei komið til dómsmál vegna mansals hér á landi sé mögulegt að mansal sé ekki vandamál. Þeir útiloka þó ekki að ástæðan fyrir þessu sé einfaldlega sú að yfirvöld séu í afneitun. Þess má geta að síðan þessar skýrslur eru unnar hafa íslensk yfirvöld vaknað til meðvitundar um mansal hér á landi og í mars á síðasta ári kynnti ríkisstjórnin yfirgripsmikla aðgerðaáætlun gegn mansali.
WikiLeaks Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fleiri fréttir 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Sjá meira