

Bandarísk yfirvöld rannsökuðu alþjóðaviðskipti bílaframleiðandans og endaði sú rannsókn með því að framleiðandinn gekkst við þvi að hafa greitt tugi milljóna bandaríkjadala í mútur til embættismanna í að minnsta kosti 22 löndum. Brotin voru framin á árunum 1998-2008. Talið er að menn á vegum bílaframleiðandans hafi veitt embættismönnum peningagreiðslur og gjafir til að ná samningum, meðal annars í Kína, Rússlandi, Tælandi, Grikklandi og Írak.
Alls hafa 45 manns verið reknir úr starfi frá Daimler vegna málsins. Talsmenn bílaframleiðandans, sem framleiðir meðal annars Mercedes Benz, segjast hafa bætt viðskiptahætti sína.