Mæðgin fundin á Langjökli Gissur Sigurðsson skrifar 15. febrúar 2010 06:51 Mikill fjöldi björgunarsveitarfólks tók þátt í leitinni. Björgunarsveitarmenn fundu skoska ferðakonu og 12 ára son hennar, sem saknað hafði verið á Langjökli frá því klukkan hálf sex í gærkvöldi, að þau urðu viðskila við samferðafólk sitt, en hópurinn var á vélsleðum. Þá þegar hófst leit við mjög erfið skilyrið, skafrenning, ofankomu, hvassviðri og allt að tíu stiga frost. Kallað var á þyrlu Landhelgisgæslunnar, en skilyrði til leitar úr lofti voru afleit og var auk þess sem farið að skyggja þegar hún kom á vettvang. Björgunarsveitarmenn af höfuðborgarsvæðinu, Norður-, Vestur-, og Suðurlandi voru kallaðir út og fjöldi snjóbíla var sendur á vetvang. Það var svo á örðum tímanum sem mæðginin fundust fyrir algera tilviljun miðað við aðstæður, að sögn leitarmanna, þar sem búið var að fara um þessar slóðir áður. Þau voru þá aðeins nokkra tugi metra út af fyrirhugaðri leið og héldu þar kyrru fyrir. Þau höfðu skýlt sér við sleðann auk þess sem móðirinn skýldi syninum. Hún var því orðin mjög köld þegar þau fundust og voru flutt í björgunarsveitarbíl á Borgarspítalann í Fossvogi, þangað sem þau komu rétt fyrir klukkan sex í morgun. Á leiðinni voru þau hlýjuð upp og var drengurinn fljótur að ná sér, en konan mun dvelja eitthvað áfram á sjúkrahúsinu á meðan hún er að jafna sig. Yfir 300 björgunarsveitarmenn tóku þátt í leitinni og var fögnuður þeirra mikill þegar mæðginin fundust. Til stóð að efla leitina enn með morgninum og ætlaði Landehelgisgæslan líka að senda bæði flugvél og þyrlu, strax í birtingu. Ferðamennska á Íslandi Mæðgin týndust á Langjökli Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Björgunarsveitarmenn fundu skoska ferðakonu og 12 ára son hennar, sem saknað hafði verið á Langjökli frá því klukkan hálf sex í gærkvöldi, að þau urðu viðskila við samferðafólk sitt, en hópurinn var á vélsleðum. Þá þegar hófst leit við mjög erfið skilyrið, skafrenning, ofankomu, hvassviðri og allt að tíu stiga frost. Kallað var á þyrlu Landhelgisgæslunnar, en skilyrði til leitar úr lofti voru afleit og var auk þess sem farið að skyggja þegar hún kom á vettvang. Björgunarsveitarmenn af höfuðborgarsvæðinu, Norður-, Vestur-, og Suðurlandi voru kallaðir út og fjöldi snjóbíla var sendur á vetvang. Það var svo á örðum tímanum sem mæðginin fundust fyrir algera tilviljun miðað við aðstæður, að sögn leitarmanna, þar sem búið var að fara um þessar slóðir áður. Þau voru þá aðeins nokkra tugi metra út af fyrirhugaðri leið og héldu þar kyrru fyrir. Þau höfðu skýlt sér við sleðann auk þess sem móðirinn skýldi syninum. Hún var því orðin mjög köld þegar þau fundust og voru flutt í björgunarsveitarbíl á Borgarspítalann í Fossvogi, þangað sem þau komu rétt fyrir klukkan sex í morgun. Á leiðinni voru þau hlýjuð upp og var drengurinn fljótur að ná sér, en konan mun dvelja eitthvað áfram á sjúkrahúsinu á meðan hún er að jafna sig. Yfir 300 björgunarsveitarmenn tóku þátt í leitinni og var fögnuður þeirra mikill þegar mæðginin fundust. Til stóð að efla leitina enn með morgninum og ætlaði Landehelgisgæslan líka að senda bæði flugvél og þyrlu, strax í birtingu.
Ferðamennska á Íslandi Mæðgin týndust á Langjökli Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira