Ágreiningur um hernaðaryfirbragð 7. desember 2010 06:00 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þáverandi utanríkisráðherra, á tali við íslenska friðargæsluliða á flugvellinum í Kabúl í mars 2008. Fréttablaðið/Guðsteinn Nokkurrar togstreitu gætti milli bandaríska sendiráðsins hér á landi og íslenskra stjórnvalda um þátttöku Íslendinga í friðargæslustörfum í Afganistan á árunum 2006 til 2008, samkvæmt frásögnum sendiherrans í skeytum til stjórnvalda í Washington. Íslendingar vildu draga úr hernaðaryfirbragði starfseminnar, en Bandaríkjamönnum þótti það glapræði. „Sendiráðið telur að „mýkri" stefna íslensku stjórnarinnar í máli friðargæslunnar séu skynsamleg viðbrögð við áhyggjum almennings, en því fylgir sú áhætta að boðið sé upp á óraunhæf loforð um að friðargæslu sé hægt að gera örugga frekar en bara öruggari," skrifar Carol van Voorst, þáverandi sendiherra, í skýrslu frá í nóvember 2006. Hún segir að umfjöllun íslenskra fjölmiðla hafi átt þátt í að draga upp þá mynd af íslenskum friðargæsluliðum, að þar væru á ferðinni „ofvaxnir unglingar í hermannaleik, og spyrja sumir hvort íslenskur her hafi verið stofnaður án vitundar almennings". Í kaldhæðnislegri millifyrirsögn lýsir sendiherrann afstöðu Íslendinga eins og hún kemur henni fyrir sjónir: „Engar byssur, takk - við erum Íslendingar." Haft er eftir starfsmönnum utanríkisráðuneytisins að þeir telji almenning á Íslandi ekki undir það búna að íslenskur friðargæsluliði láti lífið, „sem myndi vekja spurningar um tilgang þessa starfs og hvort við ættum að vera að standa í þessu", eins og einn orðar það. Minnst er á harmleikinn í Kjúklingastræti í Kabúl árið 2004, þegar nokkrir íslenskir friðargæsluliðar urðu fyrir árás sem kostaði tvö mannslíf. „Háttsettur embættismaður í utanríkisráðuneytinu sagðist ósáttur við það hvernig tekið hefur verið á atvikinu í Kjúklingastræti, og trúði sendiherranum fyrir því að þeir sem fóru með málið hafi reynt að sópa vandamálinu undir teppið," skrifar van Voorst. Árið 2007 ræðir hún þessi mál aftur við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, sem þá var orðin utanríkisráðherra, og Geir Haarde forsætisráðherra. Hún segir þau hafa haft nokkurn áherslumun í utanríkismálum, en Ingibjörg hafi hlustað á rök fyrir því að Íslendingar taki áfram þátt í uppbyggingarstarfi í Afganistan, „þótt augljós varfærni hennar gagnvart öllum tengslum Íslendinga við hernaðarstörf þýði að við þurfum enn að vinna að því að sannfæra hana um að framlengja þátttökuna áður en vetur skellur á". Eftir að kreppan skall á haustið 2008 skýrði Ingibjörg síðan frá því að friðargæsluliðar myndu einungis í undantekningartilvikum bera vopn. Sendiherrann telur þetta misráðið og segir þessa breyttu stefnu sýna að menn átti sig ekki á því að „þetta dregur verulega úr gildi stuðnings Íslands við fjölþjóðalið NATO í Afganistan". gudsteinn@frettabladid.is WikiLeaks Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Nokkurrar togstreitu gætti milli bandaríska sendiráðsins hér á landi og íslenskra stjórnvalda um þátttöku Íslendinga í friðargæslustörfum í Afganistan á árunum 2006 til 2008, samkvæmt frásögnum sendiherrans í skeytum til stjórnvalda í Washington. Íslendingar vildu draga úr hernaðaryfirbragði starfseminnar, en Bandaríkjamönnum þótti það glapræði. „Sendiráðið telur að „mýkri" stefna íslensku stjórnarinnar í máli friðargæslunnar séu skynsamleg viðbrögð við áhyggjum almennings, en því fylgir sú áhætta að boðið sé upp á óraunhæf loforð um að friðargæslu sé hægt að gera örugga frekar en bara öruggari," skrifar Carol van Voorst, þáverandi sendiherra, í skýrslu frá í nóvember 2006. Hún segir að umfjöllun íslenskra fjölmiðla hafi átt þátt í að draga upp þá mynd af íslenskum friðargæsluliðum, að þar væru á ferðinni „ofvaxnir unglingar í hermannaleik, og spyrja sumir hvort íslenskur her hafi verið stofnaður án vitundar almennings". Í kaldhæðnislegri millifyrirsögn lýsir sendiherrann afstöðu Íslendinga eins og hún kemur henni fyrir sjónir: „Engar byssur, takk - við erum Íslendingar." Haft er eftir starfsmönnum utanríkisráðuneytisins að þeir telji almenning á Íslandi ekki undir það búna að íslenskur friðargæsluliði láti lífið, „sem myndi vekja spurningar um tilgang þessa starfs og hvort við ættum að vera að standa í þessu", eins og einn orðar það. Minnst er á harmleikinn í Kjúklingastræti í Kabúl árið 2004, þegar nokkrir íslenskir friðargæsluliðar urðu fyrir árás sem kostaði tvö mannslíf. „Háttsettur embættismaður í utanríkisráðuneytinu sagðist ósáttur við það hvernig tekið hefur verið á atvikinu í Kjúklingastræti, og trúði sendiherranum fyrir því að þeir sem fóru með málið hafi reynt að sópa vandamálinu undir teppið," skrifar van Voorst. Árið 2007 ræðir hún þessi mál aftur við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, sem þá var orðin utanríkisráðherra, og Geir Haarde forsætisráðherra. Hún segir þau hafa haft nokkurn áherslumun í utanríkismálum, en Ingibjörg hafi hlustað á rök fyrir því að Íslendingar taki áfram þátt í uppbyggingarstarfi í Afganistan, „þótt augljós varfærni hennar gagnvart öllum tengslum Íslendinga við hernaðarstörf þýði að við þurfum enn að vinna að því að sannfæra hana um að framlengja þátttökuna áður en vetur skellur á". Eftir að kreppan skall á haustið 2008 skýrði Ingibjörg síðan frá því að friðargæsluliðar myndu einungis í undantekningartilvikum bera vopn. Sendiherrann telur þetta misráðið og segir þessa breyttu stefnu sýna að menn átti sig ekki á því að „þetta dregur verulega úr gildi stuðnings Íslands við fjölþjóðalið NATO í Afganistan". gudsteinn@frettabladid.is
WikiLeaks Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent