Forðuðust að spilla sök 26. apríl 2010 03:15 „Varla þarf að ræða það að Jón Ásgeir Jóhannesson, Björgólfur Guðmundsson og Bakkavararbræðurnir [Ágúst og Lýður Guðmundssynir] réðu ekki við eignarhald á bönkunum. Sjálfir voru þeir í fararbroddi við hömlulausa þenslu útlána sem felldu bankana,“ segir í 8. kafla skýrslu rannsóknarnefndar. fréttablaðið/Vilhelm Þrátt fyrir að rannsóknarnefnd Alþingis setji fram mikið af upplýsingum um vafasama viðskiptahætti aðaleigenda bankanna og eignarhaldsfélaga þeirra lagði nefndin litla áherslu á að taka skýrslur af þessum sömu aðilum. Þó var áhersla lögð á að ræða við þá um samskipti þeirra við stjórnvöld þar sem störf stjórnvalda voru í brennidepli nefndarinnar. Viðmælendur Fréttablaðsins meðal lögmanna segja að skýringarinnar á þessu sé að leita í 14. grein laga um störf rannsóknarnefndarinnar. Þar segir: „Ekki er heimilt að nota upplýsingar sem einstaklingur hefur veitt nefndinni sem sönnunargagn í sakamáli sem höfðað er gegn honum." Ítarlegar skýrslutökur hjá nefndinni hefðu þess vegna getað valdið sakarspjöllum og getað dregið úr líkum á að þessir aðilar fengju refsidóma. Slíkar skýrslur hefðu aðeins flækt réttarstöðuna, þrengt möguleika sérstaks saksóknara og auðveldað lögmönnum sakborninga að halda gögnum og upplýsingum utan við dómsalinn. Sem dæmi er nefnt að í yfirheyrslu sinni yfir Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, aðaleiganda Glitnis, virðist nefndin eingöngu hafa spurt um aðdraganda þess að ríkið yfirtók hlutabréf í Glitni. Ekki virðist hafa verið spurt um viðskipti sem Jón Ásgeir tók þátt í, aðeins þessi samskipti hans við stjórnvöld í aðdraganda yfirtökunnar. Störf stjórnvalda voru enda í brennidepli nefndarinnar og niðurstaðan varð sú að þau hefðu vanrækt starfsskyldur sínar. Markmið nefndarinnar var að afla gagna svo að Alþingi gæti ákveðið hvort tilefni væri til frekari aðgerða gegn stjórnvöldum; ráðherrum og embættismönnum. Lögreglurannsóknir og saksókn yfir viðskiptamönnum voru annað mál, á könnu sérstaks saksóknara. peturg@frettabladid.is Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Þrátt fyrir að rannsóknarnefnd Alþingis setji fram mikið af upplýsingum um vafasama viðskiptahætti aðaleigenda bankanna og eignarhaldsfélaga þeirra lagði nefndin litla áherslu á að taka skýrslur af þessum sömu aðilum. Þó var áhersla lögð á að ræða við þá um samskipti þeirra við stjórnvöld þar sem störf stjórnvalda voru í brennidepli nefndarinnar. Viðmælendur Fréttablaðsins meðal lögmanna segja að skýringarinnar á þessu sé að leita í 14. grein laga um störf rannsóknarnefndarinnar. Þar segir: „Ekki er heimilt að nota upplýsingar sem einstaklingur hefur veitt nefndinni sem sönnunargagn í sakamáli sem höfðað er gegn honum." Ítarlegar skýrslutökur hjá nefndinni hefðu þess vegna getað valdið sakarspjöllum og getað dregið úr líkum á að þessir aðilar fengju refsidóma. Slíkar skýrslur hefðu aðeins flækt réttarstöðuna, þrengt möguleika sérstaks saksóknara og auðveldað lögmönnum sakborninga að halda gögnum og upplýsingum utan við dómsalinn. Sem dæmi er nefnt að í yfirheyrslu sinni yfir Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, aðaleiganda Glitnis, virðist nefndin eingöngu hafa spurt um aðdraganda þess að ríkið yfirtók hlutabréf í Glitni. Ekki virðist hafa verið spurt um viðskipti sem Jón Ásgeir tók þátt í, aðeins þessi samskipti hans við stjórnvöld í aðdraganda yfirtökunnar. Störf stjórnvalda voru enda í brennidepli nefndarinnar og niðurstaðan varð sú að þau hefðu vanrækt starfsskyldur sínar. Markmið nefndarinnar var að afla gagna svo að Alþingi gæti ákveðið hvort tilefni væri til frekari aðgerða gegn stjórnvöldum; ráðherrum og embættismönnum. Lögreglurannsóknir og saksókn yfir viðskiptamönnum voru annað mál, á könnu sérstaks saksóknara. peturg@frettabladid.is
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira