Ráðherra hittir nagla á höfuðið 1. mars 2010 06:00 Einar K. Guðfinnsson skrifar Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra vakti á því athygli á Alþingi sl. fimmtudag að þau úrræði sem ríkisstjórnin hefur gripið til varðandi skuldavanda heimilanna hafi frekar „gagnast þeim sem höfðu meira undir í aðdraganda kreppunnar heldur en þeim sem voru verr staddir. - Og það tel ég að þurfi að skoða sérstaklega", sagði ráðherrann Bragð er að þá barnið finnur. Hér talar ráðherra í ríkisstjórninni og hittir naglann á höfuðið. Það er ljóst að aðgerðir ríkisstjórnarinnar á þessu sviði hafa verið í algjöru skötulíki. Um það þarf ekki að deila. Þetta er álit almennings. 91% aðspurðra í skoðanakönnun sem ASÍ lét gera í upphafi þessa mánaðar eru þessarar skoðunar. Athyglisvert er að þetta er sama niðurstaðan og í júní í fyrra. Almenningur metur það svo að ekkert hafi gerst í málefnum heimilanna. Það er þó ekki rétt. Því mikið hefur verið talað. Í þriðja sinn er svo núna verið að fresta nauðungaruppboðum, sem segir okkur einfaldlega að úrræðin eru ekki að virka. En á meðan á frestun stendur, telja dráttarvextirnir. Þegar allt kemur til alls eykur þessi frestun því vanda fólks enn; nema auðvitað úrræði líti dagsins ljós í milli tíðinni. Á þeim bólar hins vegar ekki. Engin fyrirheit eru gefin úr ríkisstjórninni um slíkt. Og það þrátt fyrir að heilbrigðisráðherrann viðurkenni að hingað til hafi ekki verið litið nóg til þeirra sem hafi minnstar tekjurnar og segi það síðan umbúðalaust að þeir sem helst njóti úrræða ríkisstjórnarinnar séu þeir sem mest höfðu undir. Kjarni málsins er þá þessi, sem ráðherrann er í rauninni að segja. Ekki hefur verið litið til tekjulægsta hópsins, ekki hefur verið litið til alls almennings. Þeir sem nutu athygli ríkisstjórnarinnar voru þeir sem höfðu meira undir, fjárfestu meira, skulduðu meira og þénuðu meira. Þetta verður ekki sagt öllu afdráttarlausar. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar K. Guðfinnsson Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Sjá meira
Einar K. Guðfinnsson skrifar Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra vakti á því athygli á Alþingi sl. fimmtudag að þau úrræði sem ríkisstjórnin hefur gripið til varðandi skuldavanda heimilanna hafi frekar „gagnast þeim sem höfðu meira undir í aðdraganda kreppunnar heldur en þeim sem voru verr staddir. - Og það tel ég að þurfi að skoða sérstaklega", sagði ráðherrann Bragð er að þá barnið finnur. Hér talar ráðherra í ríkisstjórninni og hittir naglann á höfuðið. Það er ljóst að aðgerðir ríkisstjórnarinnar á þessu sviði hafa verið í algjöru skötulíki. Um það þarf ekki að deila. Þetta er álit almennings. 91% aðspurðra í skoðanakönnun sem ASÍ lét gera í upphafi þessa mánaðar eru þessarar skoðunar. Athyglisvert er að þetta er sama niðurstaðan og í júní í fyrra. Almenningur metur það svo að ekkert hafi gerst í málefnum heimilanna. Það er þó ekki rétt. Því mikið hefur verið talað. Í þriðja sinn er svo núna verið að fresta nauðungaruppboðum, sem segir okkur einfaldlega að úrræðin eru ekki að virka. En á meðan á frestun stendur, telja dráttarvextirnir. Þegar allt kemur til alls eykur þessi frestun því vanda fólks enn; nema auðvitað úrræði líti dagsins ljós í milli tíðinni. Á þeim bólar hins vegar ekki. Engin fyrirheit eru gefin úr ríkisstjórninni um slíkt. Og það þrátt fyrir að heilbrigðisráðherrann viðurkenni að hingað til hafi ekki verið litið nóg til þeirra sem hafi minnstar tekjurnar og segi það síðan umbúðalaust að þeir sem helst njóti úrræða ríkisstjórnarinnar séu þeir sem mest höfðu undir. Kjarni málsins er þá þessi, sem ráðherrann er í rauninni að segja. Ekki hefur verið litið til tekjulægsta hópsins, ekki hefur verið litið til alls almennings. Þeir sem nutu athygli ríkisstjórnarinnar voru þeir sem höfðu meira undir, fjárfestu meira, skulduðu meira og þénuðu meira. Þetta verður ekki sagt öllu afdráttarlausar. Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar