Samson átti endurfjármögnun vísa 13. apríl 2010 01:45 Félög tengd eigendum Landsbankans áttu endurfjármögnun vísa í Peningabréfum ISK, en svo nefndist fjárfestingarsjóður Landsvaka sem aftur var í eigu Landsbankans. Þetta er meðal þess sem lesa má úr kafla rannsóknarnefndar Alþingis um verðbréfa- og fjárfestingarsjóði. Fjárfestingarstefna Peningabréfa ISK er sögð hafa verið mjög rúm. „Raunar er erfitt að túlka fjárfestingarstefnu sem hefur svo víð vikmörk sem stefnu af nokkru tagi. Sjóðstjóra eru lítil takmörk sett með svo rúmri stefnu og draga verður þá ályktun að líklega hafi verið fremur einfalt að framfylgja henni," segir í áliti nefndarinnar. „Áhugavert er að skoða hversu stóran hluta sjóðurinn átti í einstökum flokkum verðbréfa sem gefin voru út af stærstu skuldunautum sjóðsins sem tengdust Landsbankanum," segir í áliti nefndarinnar. Bent er á að sjóðurinn hafi aukið fjárfestingu í bréfum Landsbankans í lok mars 2008 þegar hann keypti fyrir 17 milljarða króna í víxilútgáfu sem var tveggja mánaða víxill að nafnvirði 30 milljarðar króna. Af þeirri útgáfu keypti sjóðurinn fyrir 18 milljarða að nafnverði eða 60 prósent allrar útgáfunnar. Á gjalddaga þess víxils fékk sjóðurinn endurgreidda 18 milljarða en keypti samdægurs fyrir 12 milljarða króna að nafnvirði í annarri verðbréfaútgáfu, framlengdi stóran hluta skuldarinnar. „Sjóðurinn endurtók leikinn allt til falls bankanna, fjárfesti í skammtímavíxlum Landsbankans fyrir 12 til 17 milljarða króna að nafnvirði eða fyrir um 10 prósent af heildarverðmæti sjóðsins í hvert skipti." Þá kemur fram að sjóðurinn hafi að jafnaði haldið um níu milljörðum króna í bréfum Samson, eignarhaldsfélags Björgólfsfeðga. „Því má segja að Samson hafi átt vísan aðgang að endurfjármögnun að hluta hjá sjóðnum. Svipaða sögu er að segja af fjárfestingum tengdum Straumi-Burðarási," segir í skýrslunni. Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Félög tengd eigendum Landsbankans áttu endurfjármögnun vísa í Peningabréfum ISK, en svo nefndist fjárfestingarsjóður Landsvaka sem aftur var í eigu Landsbankans. Þetta er meðal þess sem lesa má úr kafla rannsóknarnefndar Alþingis um verðbréfa- og fjárfestingarsjóði. Fjárfestingarstefna Peningabréfa ISK er sögð hafa verið mjög rúm. „Raunar er erfitt að túlka fjárfestingarstefnu sem hefur svo víð vikmörk sem stefnu af nokkru tagi. Sjóðstjóra eru lítil takmörk sett með svo rúmri stefnu og draga verður þá ályktun að líklega hafi verið fremur einfalt að framfylgja henni," segir í áliti nefndarinnar. „Áhugavert er að skoða hversu stóran hluta sjóðurinn átti í einstökum flokkum verðbréfa sem gefin voru út af stærstu skuldunautum sjóðsins sem tengdust Landsbankanum," segir í áliti nefndarinnar. Bent er á að sjóðurinn hafi aukið fjárfestingu í bréfum Landsbankans í lok mars 2008 þegar hann keypti fyrir 17 milljarða króna í víxilútgáfu sem var tveggja mánaða víxill að nafnvirði 30 milljarðar króna. Af þeirri útgáfu keypti sjóðurinn fyrir 18 milljarða að nafnverði eða 60 prósent allrar útgáfunnar. Á gjalddaga þess víxils fékk sjóðurinn endurgreidda 18 milljarða en keypti samdægurs fyrir 12 milljarða króna að nafnvirði í annarri verðbréfaútgáfu, framlengdi stóran hluta skuldarinnar. „Sjóðurinn endurtók leikinn allt til falls bankanna, fjárfesti í skammtímavíxlum Landsbankans fyrir 12 til 17 milljarða króna að nafnvirði eða fyrir um 10 prósent af heildarverðmæti sjóðsins í hvert skipti." Þá kemur fram að sjóðurinn hafi að jafnaði haldið um níu milljörðum króna í bréfum Samson, eignarhaldsfélags Björgólfsfeðga. „Því má segja að Samson hafi átt vísan aðgang að endurfjármögnun að hluta hjá sjóðnum. Svipaða sögu er að segja af fjárfestingum tengdum Straumi-Burðarási," segir í skýrslunni.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira