Norðmenn takast á um ESB-aðild Íslands 1. október 2010 04:30 Hvaða áhrif hefði innganga Íslands? Lesa má um áhuga Norðmanna á aðildarumsókn Íslendinga á www.neitileu.no og á www.jasiden.no.fréttablaðið/klemens Norsk samtök, sem berjast með og á móti inngöngu Noregs í Evrópusambandið, styðja systursamtök sín á Íslandi á ýmsan hátt og stendur meðal annars yfir fjársöfnun fyrir Heimssýn, íslensku nei-samtökin. Á heimasíðu hins norska „Nei við ESB“ er fjallað um hugsanlega inngöngu Íslands. Þar segir að norsku samtökin miðli af þekkingu sinni og reynslu til Íslendinganna. Ferðalög og þýðingar kosti sitt: „Styðjið íslensku nei-hliðina með framlagi inn á samstöðureikning Nei við ESB,“ segir þar og númer bankareiknings fylgir. Á heimasíðu norsku Evrópuhreyfingarinnar er einnig fjallað um aðildarviðræður Íslands. Hreyfingin muni fylgjast vel með ferlinu og styðja við íslensku já-hliðina, ásamt Fjölþjóðlegu Evrópuhreyfingunni. Ekki er að heyra á Páli Vilhjálmssyni, starfsmanni Heimssýnar, að söfnunin hafi skilað miklu. Félagið hafi fengið „sama og ekkert“ í aurum talið frá norsku samtökunum. Þó fór hópur frá Heimssýn á landsfund hjá norska nei-inu í fyrra og greiddu Norðmenn ferð og uppihald. Eins komu Norðmennirnir hingað með litla sendinefnd og greiddu sjálfir fyrir. „Þar kynntumst við því hvernig þeir skipulögðu baráttuna gegn ESB-samningnum 1994 og það var heilmikið á því að græða,“ segir Páll. Minna samstarf hafi verið við sænska og danska nei-ið, en frá dönsku samtökunum hafi þó Evrópuþingmaður, neikvæður í garð ESB, heimsótt Heimssýn á kostnað Evrópuþingsins. Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, framkvæmdastjóri Sterkara Íslands, segir samtökin enga peninga hafa fengið frá Norðmönnum. „Nei. Við vorum í samstarfi við norsku samtökin um fyrirlestur Joe Borg. Þau borguðu hluta kostnaðarins á móti okkur,“ segir hún en veit ekki nákvæmlega hvernig því var skipt. „Um leið funduðum við með stjórn norsku samtakanna um helgina, sem var mjög gagnlegt,“ segir hún. Einnig sé félagið í samstarfi við Fjölþjóðlegu Evrópuhreyfinguna í gegnum íslensku Evrópusamtökin. Engin söfnun standi yfir hjá norsku já-hliðinni eins og hjá nei-hliðinni gagnvart Heimssýn. klemens@frettabladid.is Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir Fréttir Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Norsk samtök, sem berjast með og á móti inngöngu Noregs í Evrópusambandið, styðja systursamtök sín á Íslandi á ýmsan hátt og stendur meðal annars yfir fjársöfnun fyrir Heimssýn, íslensku nei-samtökin. Á heimasíðu hins norska „Nei við ESB“ er fjallað um hugsanlega inngöngu Íslands. Þar segir að norsku samtökin miðli af þekkingu sinni og reynslu til Íslendinganna. Ferðalög og þýðingar kosti sitt: „Styðjið íslensku nei-hliðina með framlagi inn á samstöðureikning Nei við ESB,“ segir þar og númer bankareiknings fylgir. Á heimasíðu norsku Evrópuhreyfingarinnar er einnig fjallað um aðildarviðræður Íslands. Hreyfingin muni fylgjast vel með ferlinu og styðja við íslensku já-hliðina, ásamt Fjölþjóðlegu Evrópuhreyfingunni. Ekki er að heyra á Páli Vilhjálmssyni, starfsmanni Heimssýnar, að söfnunin hafi skilað miklu. Félagið hafi fengið „sama og ekkert“ í aurum talið frá norsku samtökunum. Þó fór hópur frá Heimssýn á landsfund hjá norska nei-inu í fyrra og greiddu Norðmenn ferð og uppihald. Eins komu Norðmennirnir hingað með litla sendinefnd og greiddu sjálfir fyrir. „Þar kynntumst við því hvernig þeir skipulögðu baráttuna gegn ESB-samningnum 1994 og það var heilmikið á því að græða,“ segir Páll. Minna samstarf hafi verið við sænska og danska nei-ið, en frá dönsku samtökunum hafi þó Evrópuþingmaður, neikvæður í garð ESB, heimsótt Heimssýn á kostnað Evrópuþingsins. Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, framkvæmdastjóri Sterkara Íslands, segir samtökin enga peninga hafa fengið frá Norðmönnum. „Nei. Við vorum í samstarfi við norsku samtökin um fyrirlestur Joe Borg. Þau borguðu hluta kostnaðarins á móti okkur,“ segir hún en veit ekki nákvæmlega hvernig því var skipt. „Um leið funduðum við með stjórn norsku samtakanna um helgina, sem var mjög gagnlegt,“ segir hún. Einnig sé félagið í samstarfi við Fjölþjóðlegu Evrópuhreyfinguna í gegnum íslensku Evrópusamtökin. Engin söfnun standi yfir hjá norsku já-hliðinni eins og hjá nei-hliðinni gagnvart Heimssýn. klemens@frettabladid.is Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
Fréttir Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira