Saga Nordic Partners öll 25. mars 2010 05:00 Skilanefnd Landsbankans hefur eignast allar eignir Nordic Partners í Eystrasaltsríkjunum. Skilanefnd Landsbankans leysti á þriðjudag til sín allar eignir fjárfestingarfélagsins Nordic Partners í Lettlandi og er við það að taka eignir yfir í Danmörku og einkaþotuleigu í Bretlandi. Tilkynnt var um yfirtökuna í gær. Nýtt félag hefur verið reist á rústunum. Fjárfestar frá Lettlandi keyptu 51 prósent í nýju félagi af skilanefnd, sem á afganginn. „Lánahagsmunir bankans eru mjög vel tryggðir með veði í öllum eignum,“ segir Friðrik Jóhannsson, sem unnið hefur að fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins. Nordic Partners var hugarfóstur fjármálahagfræðingsins Gísla Þórs Reynissonar, sem stofnaði félagið upp úr kaupum á plastverksmiðju í Lettlandi í einkavæðingarferli stjórnvalda þar í kringum 1996. Verksmiðjunni var breytt í iðngarða. Þeim fjölgaði í kjölfarið og urðu mest átta. Umfang Nordic Partners óx mikið eftir þetta, svo sem með kaupum á þjóðþekktum matvælafyrirtækjum í Lettlandi, Litháen og Póllandi auk lóðaeigna. Þá er ótalinn smárekstur hér og í Færeyjum, stofnun einkaþotuleigunnar IceJet árið 2006 og kaup á danskri hótelkeðju, sem meðal annars átti danska glæsihótelið D‘Angleterre. Nordic Partners greiddi 1,1 milljarð danskra króna fyrir hótelin, jafnvirði um tólf milljarða íslenskra króna á þávirði. Þetta var talsvert yfir uppsettu verði. Svipuðu máli mun gegna um fleiri eignir félagsins. Gísli, sem lést langt fyrir aldur fram í fyrravor, sagði í Fréttablaðinu í lok árs 2007 að virði eignasafns Nordic Partners væri nálægt hundrað milljörðum króna og skuldsetningu lága. Heimildir Fréttablaðsins herma hins vegar að viðskiptamódel Nordic Partners hafi verið tætingslegt og rímað illa saman. Landsbankinn virðist ekki hafa litið málið sömu augum, enda nær eini lánardrottinn Nordic Partners. Eftir því sem næst verður komist námu heildarskuldir félagsins níutíu milljörðum króna áður en bankinn tók félagið yfir. Ljóst er að bankinn mun tapa tugum milljarða króna. Skilanefndin segir að haldið verði í eignir þar til markaðsaðstæður batni. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins gæti liðið hátt í áratugur þar til bankinn sleppir hendinni af félaginu. jonab@frettabladid.is Mest lesið Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Klara á Kanarí: „Fólk kom með ferðatöskur af saltfiski og seldi“ Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Sjá meira
Skilanefnd Landsbankans leysti á þriðjudag til sín allar eignir fjárfestingarfélagsins Nordic Partners í Lettlandi og er við það að taka eignir yfir í Danmörku og einkaþotuleigu í Bretlandi. Tilkynnt var um yfirtökuna í gær. Nýtt félag hefur verið reist á rústunum. Fjárfestar frá Lettlandi keyptu 51 prósent í nýju félagi af skilanefnd, sem á afganginn. „Lánahagsmunir bankans eru mjög vel tryggðir með veði í öllum eignum,“ segir Friðrik Jóhannsson, sem unnið hefur að fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins. Nordic Partners var hugarfóstur fjármálahagfræðingsins Gísla Þórs Reynissonar, sem stofnaði félagið upp úr kaupum á plastverksmiðju í Lettlandi í einkavæðingarferli stjórnvalda þar í kringum 1996. Verksmiðjunni var breytt í iðngarða. Þeim fjölgaði í kjölfarið og urðu mest átta. Umfang Nordic Partners óx mikið eftir þetta, svo sem með kaupum á þjóðþekktum matvælafyrirtækjum í Lettlandi, Litháen og Póllandi auk lóðaeigna. Þá er ótalinn smárekstur hér og í Færeyjum, stofnun einkaþotuleigunnar IceJet árið 2006 og kaup á danskri hótelkeðju, sem meðal annars átti danska glæsihótelið D‘Angleterre. Nordic Partners greiddi 1,1 milljarð danskra króna fyrir hótelin, jafnvirði um tólf milljarða íslenskra króna á þávirði. Þetta var talsvert yfir uppsettu verði. Svipuðu máli mun gegna um fleiri eignir félagsins. Gísli, sem lést langt fyrir aldur fram í fyrravor, sagði í Fréttablaðinu í lok árs 2007 að virði eignasafns Nordic Partners væri nálægt hundrað milljörðum króna og skuldsetningu lága. Heimildir Fréttablaðsins herma hins vegar að viðskiptamódel Nordic Partners hafi verið tætingslegt og rímað illa saman. Landsbankinn virðist ekki hafa litið málið sömu augum, enda nær eini lánardrottinn Nordic Partners. Eftir því sem næst verður komist námu heildarskuldir félagsins níutíu milljörðum króna áður en bankinn tók félagið yfir. Ljóst er að bankinn mun tapa tugum milljarða króna. Skilanefndin segir að haldið verði í eignir þar til markaðsaðstæður batni. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins gæti liðið hátt í áratugur þar til bankinn sleppir hendinni af félaginu. jonab@frettabladid.is
Mest lesið Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Klara á Kanarí: „Fólk kom með ferðatöskur af saltfiski og seldi“ Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Sjá meira