Tómas Ingi: Missum þrjú stig út af eigin aulaskap Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. maí 2010 22:34 Tómas Ingi Tómasson, þjálfari HK. Mynd/Valli Tómas Ingi Tómasson, þjálfari HK, sá sína menn fara illa að ráði sínu í fyrsta heimaleiknum undir hans stjórn þegar HK tapaði 0-1 á heimavelli fyrir Þrótti í 1. deild karla í kvöld. Tómas Ingi var í viðtali við Guðmund Marinó Ingvarsson á Sporttv eftir leikinn. „Þróttararnir refsuðu okkur fyrir eigin aulaskap. Mér finnst við hafa tapað leiknum en ekki að Þróttur hafi unnið hann. Við missum þrjú stig út af eigin aulaskap," sagði Tómas Ingi. HK var miklu betra í fyrri hálfleik en það var Þróttur sem komst yfir á 65. mínútu. HK lét síðan verja frá sér víti skömmu síðar og tókst ekki að opna vörn gestanna. „Mér fannst við eiga báða hálfleikana en þeir voru miklu sterkari í seinni hálfleik. Þegar þeir ná að skora þá riðlast þetta svolítið hjá okkur. Ég fer að breyta og reyna að sækja stigið aftur en það tókst ekki og þeir fengu færi út af því," sagði Tómas Ingi. „Það vantar svolítið broddinn í sóknarleikinn okkar í seinni hálfleik því þetta var rosalega mikið eiginlega og næstum því. Það hefur aldrei verið gefið mikið fyrir það í fótbolta og það var því miður ekki þannig heldur í kvöld. Barcelona tapaði leik um daginn þegar þeir voru 80 prósent með boltann. Það telur bara ekki og við verðum að vera beinskeyttari. Við erum of mikið að spila boltanum til hliðar og til baka. Ég vill að við spilum hraðar upp en það gekk bara ekki í dag," sagði Tómas Ingi. „Þeir voru þéttir og ég held að þessi Dusan hafði skallað boltann svona 700 sinnum frá í leiknum. Þeir voru sterkir og eigum við ekki bara að segja að þeir hafi viljað þetta meira en við og þá sérstaklega í lokin," sagði Tómas Ingi. „Ég er nokkuð sáttur við liðið og ég var mjög sáttur við liðið í fyrri hálfleik. Þó að við sköpum okkur engin dauðafæri þá erum við að spila fínan fótbolta. Við verðum að vera aðeins beittari og langa aðeins meira í þessi þrjú stig," sagði Tómas Ingi að lokum. Íslenski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Leik lokið: Þróttur - HK 2-3 | HK fylgir Keflavík í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Fótbolti Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Formúla 1 Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: KA - KR | Krísa hjá gestunum Í beinni: ÍBV - Afturelding | Botnliðið þarf stig í Eyjum Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Leik lokið: Þróttur - HK 2-3 | HK fylgir Keflavík í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sjá meira
Tómas Ingi Tómasson, þjálfari HK, sá sína menn fara illa að ráði sínu í fyrsta heimaleiknum undir hans stjórn þegar HK tapaði 0-1 á heimavelli fyrir Þrótti í 1. deild karla í kvöld. Tómas Ingi var í viðtali við Guðmund Marinó Ingvarsson á Sporttv eftir leikinn. „Þróttararnir refsuðu okkur fyrir eigin aulaskap. Mér finnst við hafa tapað leiknum en ekki að Þróttur hafi unnið hann. Við missum þrjú stig út af eigin aulaskap," sagði Tómas Ingi. HK var miklu betra í fyrri hálfleik en það var Þróttur sem komst yfir á 65. mínútu. HK lét síðan verja frá sér víti skömmu síðar og tókst ekki að opna vörn gestanna. „Mér fannst við eiga báða hálfleikana en þeir voru miklu sterkari í seinni hálfleik. Þegar þeir ná að skora þá riðlast þetta svolítið hjá okkur. Ég fer að breyta og reyna að sækja stigið aftur en það tókst ekki og þeir fengu færi út af því," sagði Tómas Ingi. „Það vantar svolítið broddinn í sóknarleikinn okkar í seinni hálfleik því þetta var rosalega mikið eiginlega og næstum því. Það hefur aldrei verið gefið mikið fyrir það í fótbolta og það var því miður ekki þannig heldur í kvöld. Barcelona tapaði leik um daginn þegar þeir voru 80 prósent með boltann. Það telur bara ekki og við verðum að vera beinskeyttari. Við erum of mikið að spila boltanum til hliðar og til baka. Ég vill að við spilum hraðar upp en það gekk bara ekki í dag," sagði Tómas Ingi. „Þeir voru þéttir og ég held að þessi Dusan hafði skallað boltann svona 700 sinnum frá í leiknum. Þeir voru sterkir og eigum við ekki bara að segja að þeir hafi viljað þetta meira en við og þá sérstaklega í lokin," sagði Tómas Ingi. „Ég er nokkuð sáttur við liðið og ég var mjög sáttur við liðið í fyrri hálfleik. Þó að við sköpum okkur engin dauðafæri þá erum við að spila fínan fótbolta. Við verðum að vera aðeins beittari og langa aðeins meira í þessi þrjú stig," sagði Tómas Ingi að lokum.
Íslenski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Leik lokið: Þróttur - HK 2-3 | HK fylgir Keflavík í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Fótbolti Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Formúla 1 Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: KA - KR | Krísa hjá gestunum Í beinni: ÍBV - Afturelding | Botnliðið þarf stig í Eyjum Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Leik lokið: Þróttur - HK 2-3 | HK fylgir Keflavík í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann