Þetta var áratugurinn hans Ólafs Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. janúar 2010 06:00 Ólafur Stefánsson varð í gær fyrstur til að lyfta nýja bikarnum tvisvar þegar hann var kosinn Íþróttamaður ársins annað árið í röð. Mynd/Vilhelm Handboltamaðurinn Ólafur Stefánsson endurskrifaði í gær sögu kjörs Samtaka íþróttamanna á Íþróttamanni ársins þegar hann var kosinn Íþróttamaður ársins með fullu húsi annað árið í röð. Ólafur fékk 380 stig af 380 mögulegum og 193 stigum meira en knattspyrnumaðurinn Eiður Smári Guðjohnsen. Í fyrra fékk Ólafur 480 af 480 mögulegum stigum og hlaut þá einnig 193 stigum meira en næsti maður sem var þá Snorri Steinn Guðjónsson. Knattspyrnufólkið Eiður Smári Guðjohnsen og Þóra Björg Helgadóttir komu í næstu sætum á eftir Ólafi. Þóra var ein af þremur konum meðal efstu fimm í kjörinu en á eftir henni komu körfuboltakonan Helena Sverrisdóttir og frjálsíþróttakonan Helga Margrét Þorsteinsdóttir. Þetta er í fjórða sinn sem Ólafur hlýtur sæmdarheitið Íþróttamaður ársins en hann fékk einnig þessa viðurkenningu fyrir árin 2002, 2003 og svo aftur 2008. Það hefur aðeins einn maður verið kosinn oftar en Ólafur og það er frjálsíþróttamaðurinn Vilhjálmur Einarsson sem var kosinn fimm sinnum á sex fyrstu árum kjörsins. Ólafur er hins vegar sá fyrsti til að vinna þessi verðlaun fjórum sinnum á sama áratugnum en Vilhjálmur vann þrisvar á sjötta áratugnum og tvisvar í upphafi þess sjöunda. Hápunktur ársins hjá Ólafi Stefánssyni var án nokkurs vafa seinni úrslitaleikur Meistaradeildarinnar í Quijote Arena í Ciudad Real 31. maí. Ólafur skoraði 8 mörk í leiknum og sá til þess öðrum fremur með frábærri frammistöðu að Ciudad náði að vinna upp fimm marka forskot þýska liðsins Kiel frá því í fyrri úrslitaleiknum í Þýskalandi. Ólafur var borinn á höfuðstól í lok hans sem hetja spænska liðsins. Ólafur kvaddi spænska liðið Ciudad Real á árinu með því að vinna sinn fimmtánda og sextánda titil með félaginu frá því að hann kom til Spánar sumarið 2002. Auk þess að vinna Meistaradeildina í þriðja sinn á fjórum árum þá varð liðið einnig spænskur meistari þriðja árið í röð. Það er athyglisvert að Ólafur var einnig kosinn Íþróttamaður ársins tvö ár í röð þegar hann skipti síðast um félag en hann fór frá Magdeburg til Ciudad Real árið 2002 og var þá kosinn Íþróttamaður ársins 2002 og 2003. Ólafur fór til þýska liðsins Rhein Neckar Löwen fyrir núverandi tímabil og hefur verið í aðalhlutverki hjá liðinu í sterkustu deild í heimi.Menn áratuganna í kosningu á Íþróttamanni ársins (Hér á eftir fer listi yfir þá sem hafa verið kosnir Íþróttamaður ársins oftar en tvisvar á sama áratug)1956-1959 Vilhjálmur Einarsson 3 sinnum1960-1969 Vilhjálmur Einarsson 2, Guðmundur Gíslason 21970-1979 Hreinn Halldórsson 3,1980-1989 Einar Vilhjálmsson 31990-1999 Jón Arnar Magnússon 2, Örn Arnarson 22000-2009 Ólafur Stefánsson 4, Eiður Smári Guðjohnsen 2 Innlendar Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Liverpool - Aston Villa | Rauði herinn í sárri leit að sigri Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Liverpool - Aston Villa | Rauði herinn í sárri leit að sigri Real Madrid - Valencia | Toppliðið gegn leðurblökum í fallbaráttu Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Tók ekki upp boltann og bjargaði mögulega tímabili liðsins Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Sjá meira
Handboltamaðurinn Ólafur Stefánsson endurskrifaði í gær sögu kjörs Samtaka íþróttamanna á Íþróttamanni ársins þegar hann var kosinn Íþróttamaður ársins með fullu húsi annað árið í röð. Ólafur fékk 380 stig af 380 mögulegum og 193 stigum meira en knattspyrnumaðurinn Eiður Smári Guðjohnsen. Í fyrra fékk Ólafur 480 af 480 mögulegum stigum og hlaut þá einnig 193 stigum meira en næsti maður sem var þá Snorri Steinn Guðjónsson. Knattspyrnufólkið Eiður Smári Guðjohnsen og Þóra Björg Helgadóttir komu í næstu sætum á eftir Ólafi. Þóra var ein af þremur konum meðal efstu fimm í kjörinu en á eftir henni komu körfuboltakonan Helena Sverrisdóttir og frjálsíþróttakonan Helga Margrét Þorsteinsdóttir. Þetta er í fjórða sinn sem Ólafur hlýtur sæmdarheitið Íþróttamaður ársins en hann fékk einnig þessa viðurkenningu fyrir árin 2002, 2003 og svo aftur 2008. Það hefur aðeins einn maður verið kosinn oftar en Ólafur og það er frjálsíþróttamaðurinn Vilhjálmur Einarsson sem var kosinn fimm sinnum á sex fyrstu árum kjörsins. Ólafur er hins vegar sá fyrsti til að vinna þessi verðlaun fjórum sinnum á sama áratugnum en Vilhjálmur vann þrisvar á sjötta áratugnum og tvisvar í upphafi þess sjöunda. Hápunktur ársins hjá Ólafi Stefánssyni var án nokkurs vafa seinni úrslitaleikur Meistaradeildarinnar í Quijote Arena í Ciudad Real 31. maí. Ólafur skoraði 8 mörk í leiknum og sá til þess öðrum fremur með frábærri frammistöðu að Ciudad náði að vinna upp fimm marka forskot þýska liðsins Kiel frá því í fyrri úrslitaleiknum í Þýskalandi. Ólafur var borinn á höfuðstól í lok hans sem hetja spænska liðsins. Ólafur kvaddi spænska liðið Ciudad Real á árinu með því að vinna sinn fimmtánda og sextánda titil með félaginu frá því að hann kom til Spánar sumarið 2002. Auk þess að vinna Meistaradeildina í þriðja sinn á fjórum árum þá varð liðið einnig spænskur meistari þriðja árið í röð. Það er athyglisvert að Ólafur var einnig kosinn Íþróttamaður ársins tvö ár í röð þegar hann skipti síðast um félag en hann fór frá Magdeburg til Ciudad Real árið 2002 og var þá kosinn Íþróttamaður ársins 2002 og 2003. Ólafur fór til þýska liðsins Rhein Neckar Löwen fyrir núverandi tímabil og hefur verið í aðalhlutverki hjá liðinu í sterkustu deild í heimi.Menn áratuganna í kosningu á Íþróttamanni ársins (Hér á eftir fer listi yfir þá sem hafa verið kosnir Íþróttamaður ársins oftar en tvisvar á sama áratug)1956-1959 Vilhjálmur Einarsson 3 sinnum1960-1969 Vilhjálmur Einarsson 2, Guðmundur Gíslason 21970-1979 Hreinn Halldórsson 3,1980-1989 Einar Vilhjálmsson 31990-1999 Jón Arnar Magnússon 2, Örn Arnarson 22000-2009 Ólafur Stefánsson 4, Eiður Smári Guðjohnsen 2
Innlendar Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Liverpool - Aston Villa | Rauði herinn í sárri leit að sigri Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Liverpool - Aston Villa | Rauði herinn í sárri leit að sigri Real Madrid - Valencia | Toppliðið gegn leðurblökum í fallbaráttu Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Tók ekki upp boltann og bjargaði mögulega tímabili liðsins Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Sjá meira