Sjálfstæðisflokkur fylgir væntingum 17. ágúst 2010 05:30 Væntingavísitalan, sem Capacent Gallup mælir reglulega, virðist samkvæmt samanburði sem sjá má á vef Datamarket haldast þétt í hendur við fylgi Sjálfstæðisflokksins, að minnsta kosti síðustu árin. Stjórnmálafræðingur segir erfitt að svara því hvort um tilviljun sé að ræða eða raunverulega fylgni. Væntingavísitalan lækkaði í kjölfar hryðjuverkaárásanna á Tvíburaturnana í New York 11. september 2001. Á sama tíma jókst fylgi Sjálfstæðisflokks. Það lækkaði hins vegar um það leyti sem íslensk stjórnvöld ákváðu að styðja innrásina í Írak. Fylgi flokksins og vísitala væntinga hafa fylgst þétt að frá því í byrjun árs 2008. Báðar kúrfur náðu botninum á sama tíma. Undanfarin misseri hafa væntingar almennings til efnahagslífsins batnað og um leið eykst fylgi Sjálfstæðismanna. Grétar Þór Eyþórsson stjórnmálafræðingur segist ekki vita hvort fylgnin hafi í raun og veru einhverja sögu að segja, en sú staðreynd að væntingavísitalan byrji að tengjast fylgi Sjálfstæðisflokksins um og upp úr áramótum 2007 og 2008 segi að Íslendingar tengi væntingar sínar að einhverju leyti við flokkinn að minnsta kosti ári fyrir hrun. „Vísitalan byrjar að fylgja gengi Sjálfstæðisflokksins á meðan hann situr í ríkisstjórn í aðdraganda hrunsins," segir Grétar. „Þetta hefur ekkert endilega neitt með það að gera að hann sé í andstöðunni eins og í dag." Grétar telur mögulegt að kjósendum landsins sé tamt að tengja Sjálfstæðisflokkinn við von um betri tíð með blóm í haga og það sé ein skýringin. Hins vegar þurfi að spyrja þeirra spurninga hvers vegna væntingavísitalan hafi ekki haldist í hendur við fylgið fyrir lok 2007 og hvers vegna tengingin sé svona gríðarlega sterk eftir hrun. „Kannski er þetta flokkur vonarinnar, það er spurning." Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðiflokksins, sagðist ekki hafa neina skoðun á fylgni væntingavísitölunnar við fylgi flokksins og kvað málið ópólitískt. sunna@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Sjá meira
Væntingavísitalan, sem Capacent Gallup mælir reglulega, virðist samkvæmt samanburði sem sjá má á vef Datamarket haldast þétt í hendur við fylgi Sjálfstæðisflokksins, að minnsta kosti síðustu árin. Stjórnmálafræðingur segir erfitt að svara því hvort um tilviljun sé að ræða eða raunverulega fylgni. Væntingavísitalan lækkaði í kjölfar hryðjuverkaárásanna á Tvíburaturnana í New York 11. september 2001. Á sama tíma jókst fylgi Sjálfstæðisflokks. Það lækkaði hins vegar um það leyti sem íslensk stjórnvöld ákváðu að styðja innrásina í Írak. Fylgi flokksins og vísitala væntinga hafa fylgst þétt að frá því í byrjun árs 2008. Báðar kúrfur náðu botninum á sama tíma. Undanfarin misseri hafa væntingar almennings til efnahagslífsins batnað og um leið eykst fylgi Sjálfstæðismanna. Grétar Þór Eyþórsson stjórnmálafræðingur segist ekki vita hvort fylgnin hafi í raun og veru einhverja sögu að segja, en sú staðreynd að væntingavísitalan byrji að tengjast fylgi Sjálfstæðisflokksins um og upp úr áramótum 2007 og 2008 segi að Íslendingar tengi væntingar sínar að einhverju leyti við flokkinn að minnsta kosti ári fyrir hrun. „Vísitalan byrjar að fylgja gengi Sjálfstæðisflokksins á meðan hann situr í ríkisstjórn í aðdraganda hrunsins," segir Grétar. „Þetta hefur ekkert endilega neitt með það að gera að hann sé í andstöðunni eins og í dag." Grétar telur mögulegt að kjósendum landsins sé tamt að tengja Sjálfstæðisflokkinn við von um betri tíð með blóm í haga og það sé ein skýringin. Hins vegar þurfi að spyrja þeirra spurninga hvers vegna væntingavísitalan hafi ekki haldist í hendur við fylgið fyrir lok 2007 og hvers vegna tengingin sé svona gríðarlega sterk eftir hrun. „Kannski er þetta flokkur vonarinnar, það er spurning." Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðiflokksins, sagðist ekki hafa neina skoðun á fylgni væntingavísitölunnar við fylgi flokksins og kvað málið ópólitískt. sunna@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Sjá meira