Ráðuneyti bregst við skýrslu rannsóknarnefndar 13. apríl 2010 08:31 Mikilvægt er að benda á að þegar hefur verið gripið til viðamikilla aðgerða af hálfu ráðuneytisins í ljósi atburðanna haustið 2008. Ráðuneytið hefur gert skýrslu um þessar aðgerðir sem aðgengileg er á vef ráðuneytisins. Efnahags- og viðskiptaráðuneytið hefur sent frá sér tilkynningu um fyrstu viðbrögð sín við skýrslu rannsóknarnefndar Alþinmgis. Þar kemur fram að fyrir utan þau frumvörp sem þegar hafa verið samin í kjölfar bankahrunsins er unnið að frumvarpi sem m. a. fjalla um endurskoðun á lögum um Seðlabanka Íslands. Í tilkynninguni segir að í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis sé fjallað um ýmis atriði er varða starfsemi viðskiptaráðuneytisins, nú efnahags- og viðskiptaráðuneytisins. Úr skýrslunni má meðal annars lesa gagnrýni á framkvæmd laga og eftirlits með fjármálamarkaði. Í skýrslunni er einnig að finna ítarlega umfjöllun um starfsaðferðir Stjórnarráðsins í aðdraganda bankahrunsins, auk Fjármálaeftirlitsins og Seðlabankans en þessar stofnanir heyra nú báðar undir efnahags- og viðskiptaráðuneytið. Skýrslu Rannsóknarnefndar hefur nú verið vísað til frekari meðferðar á Alþingi. Vegna þeirra mikilvægu upplýsinga og ábendinga sem fram koma í skýrslunni mun ráðuneytið hinsvegar einnig taka hana til ítarlegrar umfjöllunar og meta til hvaða aðgerða verður gripið af hálfu þess. Ljóst er að skýrslan er yfirgripsmikil og fjölmörg atriði sem fram koma krefjast ítarlegrar umfjöllunar og úrvinnslu. Ráðuneytið mun hinsvegar leitast við að hraða þeirri vinnu og greina nánar frá viðbrögðum og afstöðu þess á næstu dögum og vikum. Mikilvægt er að benda á að þegar hefur verið gripið til viðamikilla aðgerða af hálfu ráðuneytisins í ljósi atburðanna haustið 2008. Ráðuneytið hefur gert skýrslu um þessar aðgerðir sem aðgengileg er á vef ráðuneytisins. Þar kemur m.a. fram að efnahags- og viðskiptaráðherra hefur á undanförnum vikum og mánuðum lagt fram á Alþingi frumvörp til laga um breytingar á ýmsum lögum sem falla undir ráðuneytið, þ. m. t. lögum um fjármálafyrirtæki, verðbréfasjóði, innstæðutryggingar og tryggingarkerfi fyrir fjárfesta, hlutafélög og einkahlutafélög. Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Sjá meira
Efnahags- og viðskiptaráðuneytið hefur sent frá sér tilkynningu um fyrstu viðbrögð sín við skýrslu rannsóknarnefndar Alþinmgis. Þar kemur fram að fyrir utan þau frumvörp sem þegar hafa verið samin í kjölfar bankahrunsins er unnið að frumvarpi sem m. a. fjalla um endurskoðun á lögum um Seðlabanka Íslands. Í tilkynninguni segir að í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis sé fjallað um ýmis atriði er varða starfsemi viðskiptaráðuneytisins, nú efnahags- og viðskiptaráðuneytisins. Úr skýrslunni má meðal annars lesa gagnrýni á framkvæmd laga og eftirlits með fjármálamarkaði. Í skýrslunni er einnig að finna ítarlega umfjöllun um starfsaðferðir Stjórnarráðsins í aðdraganda bankahrunsins, auk Fjármálaeftirlitsins og Seðlabankans en þessar stofnanir heyra nú báðar undir efnahags- og viðskiptaráðuneytið. Skýrslu Rannsóknarnefndar hefur nú verið vísað til frekari meðferðar á Alþingi. Vegna þeirra mikilvægu upplýsinga og ábendinga sem fram koma í skýrslunni mun ráðuneytið hinsvegar einnig taka hana til ítarlegrar umfjöllunar og meta til hvaða aðgerða verður gripið af hálfu þess. Ljóst er að skýrslan er yfirgripsmikil og fjölmörg atriði sem fram koma krefjast ítarlegrar umfjöllunar og úrvinnslu. Ráðuneytið mun hinsvegar leitast við að hraða þeirri vinnu og greina nánar frá viðbrögðum og afstöðu þess á næstu dögum og vikum. Mikilvægt er að benda á að þegar hefur verið gripið til viðamikilla aðgerða af hálfu ráðuneytisins í ljósi atburðanna haustið 2008. Ráðuneytið hefur gert skýrslu um þessar aðgerðir sem aðgengileg er á vef ráðuneytisins. Þar kemur m.a. fram að efnahags- og viðskiptaráðherra hefur á undanförnum vikum og mánuðum lagt fram á Alþingi frumvörp til laga um breytingar á ýmsum lögum sem falla undir ráðuneytið, þ. m. t. lögum um fjármálafyrirtæki, verðbréfasjóði, innstæðutryggingar og tryggingarkerfi fyrir fjárfesta, hlutafélög og einkahlutafélög.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Sjá meira