Breytingar innanfrá betri en kynjakvóti magnusl@frettabladid.is skrifar 1. júlí 2010 03:00 Katrín Helga Hallgrímsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti jafnréttisstefnu á landsfundi sínum um helgina. Hart var tekist á um stefnuna á fundinum og tók hún ýmsum breytingum. Samkvæmt stefnunni er það markmið Sjálfstæðisflokksins að stuðla að jafnri stöðu og jöfnum tækifærum einstaklinga óháð kynferði, aldri, trú og stöðu. Hart var tekist á um stefnuna á landsfundinum og tók hún þó nokkrum breytingum frá upphaflegum drögum. „Ég er mjög ánægð með það að Sjálfstæðisflokkurinn hafi í fyrsta sinn sett fram jafnréttisstefnu, að sjálfsögðu,“ sagði Katrín Helga Hallgrímsdóttir, sem leiddi starf vinnuhópsins sem bjó til þau drög að jafnréttisstefnu sem lögð voru fyrir landsfundinn. „Að því er ég best veit erum við fyrsti flokkurinn, sennilega á Íslandi og ef ekki þá fyrsti hægri flokkurinn á Norðurlöndunum til þess að setja sér jafnréttisstefnu. Ég held að það sé bara hollt og gott fyrir flokkinn, innra starf hans og flokksmenn, að vita að þetta séu áherslurnar sem flokkurinn vill hafa að leiðarljósi í sínu starfi.“ Í greinargerð sem fylgir jafnréttisstefnunni kemur fram að með því að setja sér jafnréttisstefnu horfist Sjálfstæðisflokkurinn í augu við það að staða kvenna og karla í flokkum sé ekki jöfn. Að auki er þar tekið fram að Sjálfstæðisflokkurinn vilji ekki að markmiðum um jafna stöðu karla og kvenna verði náð með kynjakvótum og auk þess að Sjálfstæðisflokkurinn telji að raunverulegum breytingum í þessum efnum verði ekki náð nema með breytingum innan frá. Skiptar skoðanir voru um efni stefnunnar á landsfundinum og tóku sjö konur og fjórir karlar til máls í umræðum um hana. Tryggvi Þór Herbertsson þingmaður sagði drögin sem lögð voru fyrir fundinn hófleg en Ólafur Hannesson landsfundarfulltrúi reif blað sem drögin voru prentuð á og lýsti þannig skoðun sinni á þeim. Lagðar voru fram þó nokkrar breytingartillögur og voru sumar þeirra samþykktar. Spurð um þær breytingar sem urðu á stefnunni sagði Katrín Helga: „Auðvitað hefði ég frekar viljað sjá stefnuna fara óbreytta í gegn en ég átti svo sem ekki von á því,“ og bætti því síðan við að hún hefði viljað sjá stefnuna afdráttarlausari í sambandi við jafnrétti kynjanna. Innlent Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti jafnréttisstefnu á landsfundi sínum um helgina. Hart var tekist á um stefnuna á fundinum og tók hún ýmsum breytingum. Samkvæmt stefnunni er það markmið Sjálfstæðisflokksins að stuðla að jafnri stöðu og jöfnum tækifærum einstaklinga óháð kynferði, aldri, trú og stöðu. Hart var tekist á um stefnuna á landsfundinum og tók hún þó nokkrum breytingum frá upphaflegum drögum. „Ég er mjög ánægð með það að Sjálfstæðisflokkurinn hafi í fyrsta sinn sett fram jafnréttisstefnu, að sjálfsögðu,“ sagði Katrín Helga Hallgrímsdóttir, sem leiddi starf vinnuhópsins sem bjó til þau drög að jafnréttisstefnu sem lögð voru fyrir landsfundinn. „Að því er ég best veit erum við fyrsti flokkurinn, sennilega á Íslandi og ef ekki þá fyrsti hægri flokkurinn á Norðurlöndunum til þess að setja sér jafnréttisstefnu. Ég held að það sé bara hollt og gott fyrir flokkinn, innra starf hans og flokksmenn, að vita að þetta séu áherslurnar sem flokkurinn vill hafa að leiðarljósi í sínu starfi.“ Í greinargerð sem fylgir jafnréttisstefnunni kemur fram að með því að setja sér jafnréttisstefnu horfist Sjálfstæðisflokkurinn í augu við það að staða kvenna og karla í flokkum sé ekki jöfn. Að auki er þar tekið fram að Sjálfstæðisflokkurinn vilji ekki að markmiðum um jafna stöðu karla og kvenna verði náð með kynjakvótum og auk þess að Sjálfstæðisflokkurinn telji að raunverulegum breytingum í þessum efnum verði ekki náð nema með breytingum innan frá. Skiptar skoðanir voru um efni stefnunnar á landsfundinum og tóku sjö konur og fjórir karlar til máls í umræðum um hana. Tryggvi Þór Herbertsson þingmaður sagði drögin sem lögð voru fyrir fundinn hófleg en Ólafur Hannesson landsfundarfulltrúi reif blað sem drögin voru prentuð á og lýsti þannig skoðun sinni á þeim. Lagðar voru fram þó nokkrar breytingartillögur og voru sumar þeirra samþykktar. Spurð um þær breytingar sem urðu á stefnunni sagði Katrín Helga: „Auðvitað hefði ég frekar viljað sjá stefnuna fara óbreytta í gegn en ég átti svo sem ekki von á því,“ og bætti því síðan við að hún hefði viljað sjá stefnuna afdráttarlausari í sambandi við jafnrétti kynjanna.
Innlent Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira