IKEA í stórsókn á danska markaðinum 2. febrúar 2010 08:15 Sænski húsgagnarisinn IKEA er í stórsókn í Danmörku og hefur náð til sín fjölda viðskiptavina frá samkeppnisaðilum sínum á danska markaðinum. IKEA hyggur á frekari vöxt á þessum markaði og ætlar að nýta sér kreppuna til að stinga lengra af frá keppinautum sínum.Þetta kemur fram í ítarlegri umfjöllun um málið í Jyllands Posten. Þar segir að IKEA hafi þegar náð 28% hlutdeild á danska markaðinum og sú hlutdeild á að aukast í ár.Húsgagnasala í heild dróst saman um 20% á síðasta ári í Danmörku. IKEA náði hinsvegar að auka sölu sína á árinu um litlar 5 miljónir danskra kr. og endaði hún í heild í 2,5 milljörðum danskra kr. eða tæplega 48 milljörðum kr.Håkan Svedman forstjóri IKEA í Danmörku segir að áætlanir þeirra geri ráð fyrir að salan muni aukast um 15% á þessu ári. „Við áttum gott ár í fyrra og það styrkir okkur í trúnni að hægt sé að ná þessari söluaukningu í ár," segir Svedman.IKEA opnaði stórt vöruhús í Óðinsvéum í nóvember s.l. og ætlar að opna annað slíkt í Álaborg í næsta mánuði. Þar með rekur IKEA fimm stór vöruhús í landinu og Svedman telur að það sé pláss fyrir það sjötta. Hann segir slíkt nú til skoðunnar hjá IKEA. Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Sænski húsgagnarisinn IKEA er í stórsókn í Danmörku og hefur náð til sín fjölda viðskiptavina frá samkeppnisaðilum sínum á danska markaðinum. IKEA hyggur á frekari vöxt á þessum markaði og ætlar að nýta sér kreppuna til að stinga lengra af frá keppinautum sínum.Þetta kemur fram í ítarlegri umfjöllun um málið í Jyllands Posten. Þar segir að IKEA hafi þegar náð 28% hlutdeild á danska markaðinum og sú hlutdeild á að aukast í ár.Húsgagnasala í heild dróst saman um 20% á síðasta ári í Danmörku. IKEA náði hinsvegar að auka sölu sína á árinu um litlar 5 miljónir danskra kr. og endaði hún í heild í 2,5 milljörðum danskra kr. eða tæplega 48 milljörðum kr.Håkan Svedman forstjóri IKEA í Danmörku segir að áætlanir þeirra geri ráð fyrir að salan muni aukast um 15% á þessu ári. „Við áttum gott ár í fyrra og það styrkir okkur í trúnni að hægt sé að ná þessari söluaukningu í ár," segir Svedman.IKEA opnaði stórt vöruhús í Óðinsvéum í nóvember s.l. og ætlar að opna annað slíkt í Álaborg í næsta mánuði. Þar með rekur IKEA fimm stór vöruhús í landinu og Svedman telur að það sé pláss fyrir það sjötta. Hann segir slíkt nú til skoðunnar hjá IKEA.
Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira