IKEA í stórsókn á danska markaðinum 2. febrúar 2010 08:15 Sænski húsgagnarisinn IKEA er í stórsókn í Danmörku og hefur náð til sín fjölda viðskiptavina frá samkeppnisaðilum sínum á danska markaðinum. IKEA hyggur á frekari vöxt á þessum markaði og ætlar að nýta sér kreppuna til að stinga lengra af frá keppinautum sínum.Þetta kemur fram í ítarlegri umfjöllun um málið í Jyllands Posten. Þar segir að IKEA hafi þegar náð 28% hlutdeild á danska markaðinum og sú hlutdeild á að aukast í ár.Húsgagnasala í heild dróst saman um 20% á síðasta ári í Danmörku. IKEA náði hinsvegar að auka sölu sína á árinu um litlar 5 miljónir danskra kr. og endaði hún í heild í 2,5 milljörðum danskra kr. eða tæplega 48 milljörðum kr.Håkan Svedman forstjóri IKEA í Danmörku segir að áætlanir þeirra geri ráð fyrir að salan muni aukast um 15% á þessu ári. „Við áttum gott ár í fyrra og það styrkir okkur í trúnni að hægt sé að ná þessari söluaukningu í ár," segir Svedman.IKEA opnaði stórt vöruhús í Óðinsvéum í nóvember s.l. og ætlar að opna annað slíkt í Álaborg í næsta mánuði. Þar með rekur IKEA fimm stór vöruhús í landinu og Svedman telur að það sé pláss fyrir það sjötta. Hann segir slíkt nú til skoðunnar hjá IKEA. Mest lesið Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Sænski húsgagnarisinn IKEA er í stórsókn í Danmörku og hefur náð til sín fjölda viðskiptavina frá samkeppnisaðilum sínum á danska markaðinum. IKEA hyggur á frekari vöxt á þessum markaði og ætlar að nýta sér kreppuna til að stinga lengra af frá keppinautum sínum.Þetta kemur fram í ítarlegri umfjöllun um málið í Jyllands Posten. Þar segir að IKEA hafi þegar náð 28% hlutdeild á danska markaðinum og sú hlutdeild á að aukast í ár.Húsgagnasala í heild dróst saman um 20% á síðasta ári í Danmörku. IKEA náði hinsvegar að auka sölu sína á árinu um litlar 5 miljónir danskra kr. og endaði hún í heild í 2,5 milljörðum danskra kr. eða tæplega 48 milljörðum kr.Håkan Svedman forstjóri IKEA í Danmörku segir að áætlanir þeirra geri ráð fyrir að salan muni aukast um 15% á þessu ári. „Við áttum gott ár í fyrra og það styrkir okkur í trúnni að hægt sé að ná þessari söluaukningu í ár," segir Svedman.IKEA opnaði stórt vöruhús í Óðinsvéum í nóvember s.l. og ætlar að opna annað slíkt í Álaborg í næsta mánuði. Þar með rekur IKEA fimm stór vöruhús í landinu og Svedman telur að það sé pláss fyrir það sjötta. Hann segir slíkt nú til skoðunnar hjá IKEA.
Mest lesið Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira