Sturla: Nú getum við farið brosandi inn í jólafríið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. desember 2010 22:18 Sturla Ásgeirsson. Sturla Ásgeirsson tryggði Valsmönnum 29-28 sigur á Fram í kvöld með því að skora sigurmarkið úr hraðaupphlaupi 25 sekúndum fyrir leikslok. „Það er óhætt að segja að þetta hafi verið dramatískt hjá okkur," sagði Sturla eftir leikinn. „Við byrjuðum rosalega vel og höfðum gott tak á þeim í byrjum. Við klikkuðum síðan á alltof mörgum dauðafærum og missum dampinn. Við komum inn í seinni hálfleik og erum aðeins skárri en ekki nógu gott því við lendum fjórum mörkum undir," segir Sturla. „Þá allt í einu áttum við okkur á því að þetta er að verða búið og það er eins gott að fara að gera eitthvað. Sem betur fer hafðist það því þetta mátti ekki vera tæpara," sagði Sturla en Valsliðið vann síðustu fimmtán mínútur leikssins 9-4. „Við erum búnir að lenda svo illa í því í vetur að þessi staða var ekkert svo slæm miðað við margt annað. Þetta var frábær karakter hjá liðinu. Við breyttum um vörn, Bubbi kom aftur í markið og einhvern veginn small þetta hjá okkur," sagði Sturla. „Þeir áttu erfitt með að komast í skot. Við gengum á lagið og fengum þarna nokkur hraðaupphlaupsmörk og uppskárum sigur. Það var náttúrulega sætt að skora sigurmarkið en ég var búinn að klikka svo oft áður að þetta var kannski uppreisn æru fyrir mig," sagði Sturla hógvær. „Nú getum við farið brosandi inn í jólafríið sem er náttúrulega frábært en svo verðum við að halda áfram að byggja ofan á það sem við höfum verið að gera. Við þurfum að koma vel stemmdir eftir áramót því það er nóg eftir af þessu móti. við viljum skríða upp töfluna, koma okkur almennilega úr þessari fallbaráttu og vonandi enda í efri hlutanum," sagði Sturla. Það var mikill munur á Valsliðinu í kvöld og Valsliðinu sem tapaði með 17 marka mun fyrir Fram fyrr í vetur. "Það er langt síðan að við töpuðum svona illa fyrir þeim og það er allt annar gír í mannskapnum hjá okkur. Við sýnum frábæran karkter með því að klára þetta í staðinn fyrir að brotna niður eins og í mörgum öðrum leikjum í vetur," sagði Sturla að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hyllingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Analúsíu Fótbolti Fleiri fréttir Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Sjá meira
Sturla Ásgeirsson tryggði Valsmönnum 29-28 sigur á Fram í kvöld með því að skora sigurmarkið úr hraðaupphlaupi 25 sekúndum fyrir leikslok. „Það er óhætt að segja að þetta hafi verið dramatískt hjá okkur," sagði Sturla eftir leikinn. „Við byrjuðum rosalega vel og höfðum gott tak á þeim í byrjum. Við klikkuðum síðan á alltof mörgum dauðafærum og missum dampinn. Við komum inn í seinni hálfleik og erum aðeins skárri en ekki nógu gott því við lendum fjórum mörkum undir," segir Sturla. „Þá allt í einu áttum við okkur á því að þetta er að verða búið og það er eins gott að fara að gera eitthvað. Sem betur fer hafðist það því þetta mátti ekki vera tæpara," sagði Sturla en Valsliðið vann síðustu fimmtán mínútur leikssins 9-4. „Við erum búnir að lenda svo illa í því í vetur að þessi staða var ekkert svo slæm miðað við margt annað. Þetta var frábær karakter hjá liðinu. Við breyttum um vörn, Bubbi kom aftur í markið og einhvern veginn small þetta hjá okkur," sagði Sturla. „Þeir áttu erfitt með að komast í skot. Við gengum á lagið og fengum þarna nokkur hraðaupphlaupsmörk og uppskárum sigur. Það var náttúrulega sætt að skora sigurmarkið en ég var búinn að klikka svo oft áður að þetta var kannski uppreisn æru fyrir mig," sagði Sturla hógvær. „Nú getum við farið brosandi inn í jólafríið sem er náttúrulega frábært en svo verðum við að halda áfram að byggja ofan á það sem við höfum verið að gera. Við þurfum að koma vel stemmdir eftir áramót því það er nóg eftir af þessu móti. við viljum skríða upp töfluna, koma okkur almennilega úr þessari fallbaráttu og vonandi enda í efri hlutanum," sagði Sturla. Það var mikill munur á Valsliðinu í kvöld og Valsliðinu sem tapaði með 17 marka mun fyrir Fram fyrr í vetur. "Það er langt síðan að við töpuðum svona illa fyrir þeim og það er allt annar gír í mannskapnum hjá okkur. Við sýnum frábæran karkter með því að klára þetta í staðinn fyrir að brotna niður eins og í mörgum öðrum leikjum í vetur," sagði Sturla að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hyllingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Analúsíu Fótbolti Fleiri fréttir Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Sjá meira