Jón Ólafsson selur vatn á bandarískum flugvöllum 9. apríl 2010 11:42 Jón Ólafsson hefur gert samning við HMSHost um sölu vatns á bandarískum flugvöllum. Icelandic Water Holdings, framleiðandi Icelandic Glacial vatnsins, hefur skrifað undir samning við HMSHost Corporation, sem hefur sérleyfi til smásölu á ýmsum ferðamannastöðum, um sölu vatnsins í söluturnum á 23 stórum flugvöllum í Bandaríkjunum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu en stjórnarformaður þess er Jón Ólafsson, athafnamaður. Á meðal þeirra eru Washington Dulles International, Miami International og Hartsfield-Jackson Atlanta International Airport. Jafnframt verður vatnið til sölu á greiðasölustöðum og ferðamannamiðstöðvum við þjóðvegi í tólf ríkjum. Þar á meðal eru New Jersey Turnpike og New York Thruway. Alls eru hinir nýju sölustaðir vestan hafs yfir 150 talsins. „HMSHost leggur mikla áherslu á sjálfbærni og lágmörkun umhverfisáhrifa vegna starfsemi sinnar", segir Joan Ryzner, aðstoðarforstjóri félagsins. „Með samstarfinu við Icelandic Glacial höfum við ekki aðeins fundið fyrirtæki með frábæra vöru heldur bætist það í hóp annarra birgja okkar þar sem mikið er lagt upp úr umhverfisþáttum framleiðslunnar. Fyrir nokkrum árum settum við saman okkar eigið efni, StartSomewhere, til að fræða starfsfólk okkar, viðskiptavini og birgja um mikilvægi þess að takmarka úrgang, nota endurvinnanlegar umbúðir og endurnýta eins mikið efni og mögulegt er. Okkur er sönn ánægja af því að fá Icelandic Glacial í þennan hóp." Icelandic Water Holdings er fyrsta fyrirtækið í vinnslu átappaðs vatns fyrir Bandaríkjamarkað sem hlotið hefur viðurkenningu samtakanna Carbon Neutral fyrir umhverfisskuldbindingar sínar og er bæði framleiðsla og dreifing vatnsins að fullu kolefnisjöfnuð. Samningurinn við HMSHost kemur í kjölfar þess að hið virta evrópska ráðgjafarfyrirtæki á sviði matvæla og drykkjarvöru, Zenith International, vottaði sjálfbærni Icelandic Glacial vatnsins. Icelandic Glacial vatnið er framleitt af Icelandic Water Holdings ehf. sem var stofnað í apríl 2004 og er staðsett í Ölfusi. Félagið er í eigu Jóns Ólafssonar, Kristjáns Ólafssonar og Anaheuser-Busch. Icelandic Glacial hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir gæði, umhverfisvæna framleiðsluhætti og hönnun. Má þar nefna Best Water of 2007 frá BevNet, Global Sustainability Award frá Bottled Water World árið 2007 og verðlaun fyrir bestu heildarhönnunina á Bottled Water World árið 2005. HMSHost er leiðandi fyrirtæki í verslun og greiðasölu til ferðamanna. Fyrirtækið rekur þjónustu sína á yfir 100 flugvöllum víða um heim og eru 20 stærstu flugvellir Bandaríkjanna þar á meðal. Árleg velta félagsins er um 2,7 milljarðar dollara og starfsmenn á vegum þess eru yfir 34.000 talsins. HMSHost er hluti af Autogrill Group sem starfar í 43 löndum með yfir sjötíu þúsund starfsmenn og veltu sem nam yfir 5,7 milljörðum evra á síðasta ári. Innlent Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Icelandic Water Holdings, framleiðandi Icelandic Glacial vatnsins, hefur skrifað undir samning við HMSHost Corporation, sem hefur sérleyfi til smásölu á ýmsum ferðamannastöðum, um sölu vatnsins í söluturnum á 23 stórum flugvöllum í Bandaríkjunum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu en stjórnarformaður þess er Jón Ólafsson, athafnamaður. Á meðal þeirra eru Washington Dulles International, Miami International og Hartsfield-Jackson Atlanta International Airport. Jafnframt verður vatnið til sölu á greiðasölustöðum og ferðamannamiðstöðvum við þjóðvegi í tólf ríkjum. Þar á meðal eru New Jersey Turnpike og New York Thruway. Alls eru hinir nýju sölustaðir vestan hafs yfir 150 talsins. „HMSHost leggur mikla áherslu á sjálfbærni og lágmörkun umhverfisáhrifa vegna starfsemi sinnar", segir Joan Ryzner, aðstoðarforstjóri félagsins. „Með samstarfinu við Icelandic Glacial höfum við ekki aðeins fundið fyrirtæki með frábæra vöru heldur bætist það í hóp annarra birgja okkar þar sem mikið er lagt upp úr umhverfisþáttum framleiðslunnar. Fyrir nokkrum árum settum við saman okkar eigið efni, StartSomewhere, til að fræða starfsfólk okkar, viðskiptavini og birgja um mikilvægi þess að takmarka úrgang, nota endurvinnanlegar umbúðir og endurnýta eins mikið efni og mögulegt er. Okkur er sönn ánægja af því að fá Icelandic Glacial í þennan hóp." Icelandic Water Holdings er fyrsta fyrirtækið í vinnslu átappaðs vatns fyrir Bandaríkjamarkað sem hlotið hefur viðurkenningu samtakanna Carbon Neutral fyrir umhverfisskuldbindingar sínar og er bæði framleiðsla og dreifing vatnsins að fullu kolefnisjöfnuð. Samningurinn við HMSHost kemur í kjölfar þess að hið virta evrópska ráðgjafarfyrirtæki á sviði matvæla og drykkjarvöru, Zenith International, vottaði sjálfbærni Icelandic Glacial vatnsins. Icelandic Glacial vatnið er framleitt af Icelandic Water Holdings ehf. sem var stofnað í apríl 2004 og er staðsett í Ölfusi. Félagið er í eigu Jóns Ólafssonar, Kristjáns Ólafssonar og Anaheuser-Busch. Icelandic Glacial hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir gæði, umhverfisvæna framleiðsluhætti og hönnun. Má þar nefna Best Water of 2007 frá BevNet, Global Sustainability Award frá Bottled Water World árið 2007 og verðlaun fyrir bestu heildarhönnunina á Bottled Water World árið 2005. HMSHost er leiðandi fyrirtæki í verslun og greiðasölu til ferðamanna. Fyrirtækið rekur þjónustu sína á yfir 100 flugvöllum víða um heim og eru 20 stærstu flugvellir Bandaríkjanna þar á meðal. Árleg velta félagsins er um 2,7 milljarðar dollara og starfsmenn á vegum þess eru yfir 34.000 talsins. HMSHost er hluti af Autogrill Group sem starfar í 43 löndum með yfir sjötíu þúsund starfsmenn og veltu sem nam yfir 5,7 milljörðum evra á síðasta ári.
Innlent Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent