Stada Arzneimittel er þriðja stærsta samheitalyfjafyrirtæki Þýskalands. Bloomberg fréttaveitan hefur það eftir Thomas Maul greinanda hjá DZ Bank að Actavis og Pfizer gætu beint sjónum sínum að Stada. Vangaveltur um slíkt leiddu til þess að hlutir í Stada hækkuðu um tæpt prósent í gærdag í kauphölllinni í Frankfurt.
Axel Mueller talsmaður Stada vildi ekki tjá sig um málið við Bloomberg.