Fótbolti

McEachran í byrjunarliði Chelsea í kvöld

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, mun gefa mörgum af yngri leikmönnum félagsins tækifæri í leiknum gegn MSK Zilina í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

Chelsea er með fullt hús stiga í F-riðli Meistaradeildarinnar og nánast öruggt með toppsæti riðilsins. Zilina er hins vegar stigalaust en leikurinn fer fram á Stamford Bridge í Lundúnum.

Liðinu er einnig á toppi ensku úrvalsdeildarinnar en hefur tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum þar og var Ancelotti sagður veltur í sessi um helgina. Því hefur hins vegar staðfastlega verið neitað.

Josh McEachran fær í kvöld sæti í byrjunarliði Chelsea í fyrsta sinn og mun Jeffrey Bruma taka stöðu Alex í vörnini.

„McEachran á skilið að fá tækifæri en hann hefur staðið sig vel og sýnt jákvætt viðhorf," sagði Ancelotti við enska fjölmiðla. „Þetta verður mikilvægt augnablik á hans ferli."

McEachran er einungis sautján ára gamall og þykir með efnilegustu miðvallarleikmönnum Englands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×