Sólon Sigurðsson,fyrrverandi bankastjóri Búnaðarbankans, sagði í fjölmiðlum í vikunni að Halldór J. Kristjánsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans hafi beitt hann þrýstingi um að lána Björgólfsfeðgum til kaupa á Landsbankanum árið 2003. Lánið er nú inn í Arion banka, og hefur bankinn stefnt Björgólfi Thor Björgólfssyni vegna lánsins, en Björgólfsfeðgar gengust í persónulegar ábyrgðir fyrir því á sínum tíma. Björgólfi Guðmundssyni verður ekki stefnt þar sem hann er gjaldþrota. Skuld vegna lánveitingarinnar stendur nú í tæpum sex milljörðum króna.
Fréttastofa náði tali af Halldóri Kristjánssyni, sem vildi ekki tjá sig um samskipti sín og Sólons á sínum tíma. Hann segir að lánveitingar Búnaðarbankans til Björgólfsfeðga vegna kaupa á Landsbankanum hafa verið á forræði og ábyrgð stjórnenda þess banka.
Sem forstjóri Landsbankans lánaði Halldór S-hópnum svokallaða til kaupa á Búnaðarbankanum. Halldór segir að það lán hafi verið veitt á eðlilegum viðskiptalegum forsendum til aðila sem hafi haft sterka eiginfjárstöðu. Lánið hafi verið greitt upp að fullu.