Þúsundir farþega komast ekki leiðar sinnar vegna þriggja daga verkfalls flugliða hjá British Airways sem hófst á miðnætti.
Forráðamenn verkalýðsfélaga saka stjórn flugfélagsins um að vilja stríð við starfsfólkið, en flugliðum hefur verið hótað brottrekstri ef það tjáir sig við fjölmiðla í verkfallinu.
Um 40 prósent af flugferðum á lengri leiðum félagsins frá Heathrow flugvelli hefur verið aflýst og um 70 prósentum ferða á styttri flugleiðum. Um helmingur ferða félagsins frá Gatwick verða á áætlun.
