Umfjöllun: Stjörnustúlkur börðust vel í jafnteflisleik Kristinn Páll Teitsson skrifar 1. júní 2010 23:11 Mynd/Anton Valur og Stjarnan gerðu í kvöld 1-1 jafntefli í spennandi leik á Vodafone-vellinum. Bæði lið fengu tækifæri til að tryggja sér sigurinn undir lokin en þurftu að sætta sig við skiptan hlut. Fyrir leikinn voru Valskonur með fullt hús stiga, tvö mörk fengin á sig og nítján skoruð. Stjörnustúlkur voru hinsvegar með sex stig í fimmta sæti en þær byrjuðu mótið vel með tveimur sigrum gegn Aftureldingu og Stjörnuni en því fylgdi tapleikir gegn Breiðabliki og Haukum. Fyrri hálfleikurinn var ekki mikið fyrir augað og litu fá marktækifæri dagsins ljós. Þær fáu marktilraunir sem komu hittu oftast ekki á markið. Valsstúlkur fengu þó hættulegasta færi fyrri hálfleiks eftir hornspyrnu. Sandra Sigurðardóttir, markvörður Stjörnunnar, missti boltann frá sér en Kristrún Kristjánsdóttir náði að bjarga á marklínu frá Katrínu Jónsdóttur. Síðari hálfleikur átti þó eftir að reynast mun líflegri. Rakel Logadóttir fékk dauðafæri um miðbik hálfleiksins en Sandra varði vel frá henni í markinu. Rakel náði frákastinu en brenndi af. Aðeins tveimur m´niútum síðar kom fyrsta mark leiksins. Þá var það varamaðurinn Inga Birna Friðjónsdóttir sem lék vel á varnarmenn Valsara og skoraði með góðu skoti í fjærhornið. Hún fékk annað tækifæri skömmu síðar en þá varði María Björg Ágústsdóttir vel í marki Valsmanna. Jöfnunarmark Valsara kom svo undir lokin leiksins. Dagný Brynjarsdóttir skoraði það með skalla eftir góða sendingu Hallberu Gísladóttur frá vinstri kantinum. Næstu mínútur reyndust svo afar spennandi. Fyrst skallaði Málfríður Sigurðadóttir í slána og Sandra Sigurðadóttir í marki Stjörnunar gerði vel með að koma boltanum frá. Strax í næstu sókn lék Inga Birna afar vel á Maríu í marki Vals aftur hafnaði boltinn í slánni. Fljótlega eftir þetta flautaði Vilhjálmur Alvar Þórarinsson leikinn af. Bæði lið geta verið sátt með stigið en vonsvikin að ná ekki að hafa ekki landað sigrinum. Stjörnustúlkur sýndu góðan karakter á heimavelli Íslandsmeistarana eftir tvo tapleiki í röð og spiluðu vel. Valsstúlkur sýndu að þær gefast ekki upp fyrr en leikurinn er flautaður af.Valur - Stjarnan 1-1 0-1 Inga Birna Friðjónsdóttir (70.) 1-1 Dagný Brynjarsdóttir (89.) Áhorfendur: Óuppgefið Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson 6Skot (á mark): 12-11 (6-3)Varin skot: María Björg 2 - Sandra 4Horn: 6-3Aukaspyrnur fengnar: 8-9Rangstöður: 3-2 Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti Fleiri fréttir Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Sjá meira
Valur og Stjarnan gerðu í kvöld 1-1 jafntefli í spennandi leik á Vodafone-vellinum. Bæði lið fengu tækifæri til að tryggja sér sigurinn undir lokin en þurftu að sætta sig við skiptan hlut. Fyrir leikinn voru Valskonur með fullt hús stiga, tvö mörk fengin á sig og nítján skoruð. Stjörnustúlkur voru hinsvegar með sex stig í fimmta sæti en þær byrjuðu mótið vel með tveimur sigrum gegn Aftureldingu og Stjörnuni en því fylgdi tapleikir gegn Breiðabliki og Haukum. Fyrri hálfleikurinn var ekki mikið fyrir augað og litu fá marktækifæri dagsins ljós. Þær fáu marktilraunir sem komu hittu oftast ekki á markið. Valsstúlkur fengu þó hættulegasta færi fyrri hálfleiks eftir hornspyrnu. Sandra Sigurðardóttir, markvörður Stjörnunnar, missti boltann frá sér en Kristrún Kristjánsdóttir náði að bjarga á marklínu frá Katrínu Jónsdóttur. Síðari hálfleikur átti þó eftir að reynast mun líflegri. Rakel Logadóttir fékk dauðafæri um miðbik hálfleiksins en Sandra varði vel frá henni í markinu. Rakel náði frákastinu en brenndi af. Aðeins tveimur m´niútum síðar kom fyrsta mark leiksins. Þá var það varamaðurinn Inga Birna Friðjónsdóttir sem lék vel á varnarmenn Valsara og skoraði með góðu skoti í fjærhornið. Hún fékk annað tækifæri skömmu síðar en þá varði María Björg Ágústsdóttir vel í marki Valsmanna. Jöfnunarmark Valsara kom svo undir lokin leiksins. Dagný Brynjarsdóttir skoraði það með skalla eftir góða sendingu Hallberu Gísladóttur frá vinstri kantinum. Næstu mínútur reyndust svo afar spennandi. Fyrst skallaði Málfríður Sigurðadóttir í slána og Sandra Sigurðadóttir í marki Stjörnunar gerði vel með að koma boltanum frá. Strax í næstu sókn lék Inga Birna afar vel á Maríu í marki Vals aftur hafnaði boltinn í slánni. Fljótlega eftir þetta flautaði Vilhjálmur Alvar Þórarinsson leikinn af. Bæði lið geta verið sátt með stigið en vonsvikin að ná ekki að hafa ekki landað sigrinum. Stjörnustúlkur sýndu góðan karakter á heimavelli Íslandsmeistarana eftir tvo tapleiki í röð og spiluðu vel. Valsstúlkur sýndu að þær gefast ekki upp fyrr en leikurinn er flautaður af.Valur - Stjarnan 1-1 0-1 Inga Birna Friðjónsdóttir (70.) 1-1 Dagný Brynjarsdóttir (89.) Áhorfendur: Óuppgefið Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson 6Skot (á mark): 12-11 (6-3)Varin skot: María Björg 2 - Sandra 4Horn: 6-3Aukaspyrnur fengnar: 8-9Rangstöður: 3-2
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti Fleiri fréttir Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Sjá meira