Exeter málið gæti frestast vegna álags á dómstólum Þorbjörn Þórðarson skrifar 29. júní 2010 18:37 Vegna álags á dómstólum gætu verið nokkrir mánuðir í að aðalmeðferð hefjist í máli þremenninga sem ákærðir eru fyrir umboðssvik vegna lánveitingar Byrs til félagsins Exeter Holding, en um er að ræða fyrstu ákærurnar sem sérstakur saksóknari gefur út. Eins og fréttastofa greindi frá í gær hefur sérstakur saksóknari gefið út sínar fyrstu ákærur. Ragnar Zophonías Guðjónsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri Byrs sparisjóðs og Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður sparisjóðsins eru ákærðir fyrir umboðssvik vegna láns sem Byr veitti félaginu Exeter Holding eftir bankahrunið haustið 2008 og Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka, er ákærður fyrir hlutdeild í meintu broti þeirra tveggja. Lánveiting Byrs til Exeter Holding er talin hafa valdið sparisjóðnum miklu fjárhagslegu tjóni. Umboðssvikum er lýst í 249. gr. almennra hegningarlaga en brotið varðar allt að tveggja ára fangelsi og allt að sex ára fangelsi ef sakir eru mjög miklar. Ekki hefur náðst í hina ákærðu, hvorki í dag né í gær. Samkvæmt upplýsingum frá Héraðsdómi Reykjavíkur er ekki búið að úthluta ákærunum til dómara, en ákærur eru yfirleitt þingfestar hjá dómstólum innan þriggja vikna frá útgáfu þeirra. Gríðarlegar annir eru nú hjá dómstólunum vegna mála sem tengjast falli bankanna og gjaldþrota fyrirtækjum, en einkamálum hefur fjölgað mikið á undanförnum mánuðum. Af þessum sökum gætu nokkrir mánuðir verið í að aðalmeðferð hefjist í mál þremenninganna sem ákærðir eru í Exeter-málinu að því gefnu að ekki séu annmarkar á ákærum sem gætu valdið frávísun þeirra. Rannsókn sérstaks saksóknara er að fullu lokið og hafa hinir ellefu sem grunaðir voru undir rekstri málsins, en voru ekki ákærðir, fengið bréf þess efnis frá embætti sérstaks saksóknara. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir að nokkur önnur mál séu mjög langt komin hjá embættinu, en hann treystir sér ekki til þess að svara hvenær rannsóknum í þessum málum ljúki. Innlent Tengdar fréttir Styrmir Þór sá þriðji sem er ákærður Þriðji maðurinn sem er ákærður í fyrstu ákærum sérstaks saksóknara er Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka, en eins og fréttastofa greindi frá voru fyrrverandi sparissjóðsstjóri og fyrrverandi stjórnaformaður Byrs, auk ónafngreinds þriðja manns, ákærðir fyrir umboðssvik í tengslum við lánveitingar Byrs sparisjóðs til félagsins Exeter Holding. 28. júní 2010 21:07 Lögmaður Styrmis: Haldlaus ákæra Ragnar H. Hall, lögmaður Styrmis Þórs Bragasonar, telur ákæru á hendur honum haldlausa, en Styrmir er ákærður fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum Ragnars Zophoníasar Guðjónssonar, sparissjóðsstjóra Byrs og Jóns Þorsteins Jónssonar, fyrrverandi stjórnarformanns sparisjóðsins. 29. júní 2010 12:15 Sérstakur saksóknari gefur út sínar fyrstu ákærur Embætti sérstaks saksóknara hefur gefið út sínar fyrstu ákærur. Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður Byrs og Ragnar Zophonías Guðjónsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri og ónafngreindur þriðji maður eru ákærðir fyrir umboðssvik vegna lánveitingar Byrs sparisjóðs til félagsins Exeter Holding. 28. júní 2010 18:30 Byr krefst skaðabóta Samkvæmt fréttatilkynningu frá Byr hf. hefur verið lögð fram skaðabótakrafa á hendur þeim sem hafa verið ákærðir vegna lánveitinga í Exeter holding málinu. Málið er það fyrsta sem kemst á ákærustig hjá sérstökum saksóknara. 28. júní 2010 22:22 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Fleiri fréttir Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sjá meira
Vegna álags á dómstólum gætu verið nokkrir mánuðir í að aðalmeðferð hefjist í máli þremenninga sem ákærðir eru fyrir umboðssvik vegna lánveitingar Byrs til félagsins Exeter Holding, en um er að ræða fyrstu ákærurnar sem sérstakur saksóknari gefur út. Eins og fréttastofa greindi frá í gær hefur sérstakur saksóknari gefið út sínar fyrstu ákærur. Ragnar Zophonías Guðjónsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri Byrs sparisjóðs og Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður sparisjóðsins eru ákærðir fyrir umboðssvik vegna láns sem Byr veitti félaginu Exeter Holding eftir bankahrunið haustið 2008 og Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka, er ákærður fyrir hlutdeild í meintu broti þeirra tveggja. Lánveiting Byrs til Exeter Holding er talin hafa valdið sparisjóðnum miklu fjárhagslegu tjóni. Umboðssvikum er lýst í 249. gr. almennra hegningarlaga en brotið varðar allt að tveggja ára fangelsi og allt að sex ára fangelsi ef sakir eru mjög miklar. Ekki hefur náðst í hina ákærðu, hvorki í dag né í gær. Samkvæmt upplýsingum frá Héraðsdómi Reykjavíkur er ekki búið að úthluta ákærunum til dómara, en ákærur eru yfirleitt þingfestar hjá dómstólum innan þriggja vikna frá útgáfu þeirra. Gríðarlegar annir eru nú hjá dómstólunum vegna mála sem tengjast falli bankanna og gjaldþrota fyrirtækjum, en einkamálum hefur fjölgað mikið á undanförnum mánuðum. Af þessum sökum gætu nokkrir mánuðir verið í að aðalmeðferð hefjist í mál þremenninganna sem ákærðir eru í Exeter-málinu að því gefnu að ekki séu annmarkar á ákærum sem gætu valdið frávísun þeirra. Rannsókn sérstaks saksóknara er að fullu lokið og hafa hinir ellefu sem grunaðir voru undir rekstri málsins, en voru ekki ákærðir, fengið bréf þess efnis frá embætti sérstaks saksóknara. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir að nokkur önnur mál séu mjög langt komin hjá embættinu, en hann treystir sér ekki til þess að svara hvenær rannsóknum í þessum málum ljúki.
Innlent Tengdar fréttir Styrmir Þór sá þriðji sem er ákærður Þriðji maðurinn sem er ákærður í fyrstu ákærum sérstaks saksóknara er Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka, en eins og fréttastofa greindi frá voru fyrrverandi sparissjóðsstjóri og fyrrverandi stjórnaformaður Byrs, auk ónafngreinds þriðja manns, ákærðir fyrir umboðssvik í tengslum við lánveitingar Byrs sparisjóðs til félagsins Exeter Holding. 28. júní 2010 21:07 Lögmaður Styrmis: Haldlaus ákæra Ragnar H. Hall, lögmaður Styrmis Þórs Bragasonar, telur ákæru á hendur honum haldlausa, en Styrmir er ákærður fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum Ragnars Zophoníasar Guðjónssonar, sparissjóðsstjóra Byrs og Jóns Þorsteins Jónssonar, fyrrverandi stjórnarformanns sparisjóðsins. 29. júní 2010 12:15 Sérstakur saksóknari gefur út sínar fyrstu ákærur Embætti sérstaks saksóknara hefur gefið út sínar fyrstu ákærur. Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður Byrs og Ragnar Zophonías Guðjónsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri og ónafngreindur þriðji maður eru ákærðir fyrir umboðssvik vegna lánveitingar Byrs sparisjóðs til félagsins Exeter Holding. 28. júní 2010 18:30 Byr krefst skaðabóta Samkvæmt fréttatilkynningu frá Byr hf. hefur verið lögð fram skaðabótakrafa á hendur þeim sem hafa verið ákærðir vegna lánveitinga í Exeter holding málinu. Málið er það fyrsta sem kemst á ákærustig hjá sérstökum saksóknara. 28. júní 2010 22:22 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Fleiri fréttir Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sjá meira
Styrmir Þór sá þriðji sem er ákærður Þriðji maðurinn sem er ákærður í fyrstu ákærum sérstaks saksóknara er Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka, en eins og fréttastofa greindi frá voru fyrrverandi sparissjóðsstjóri og fyrrverandi stjórnaformaður Byrs, auk ónafngreinds þriðja manns, ákærðir fyrir umboðssvik í tengslum við lánveitingar Byrs sparisjóðs til félagsins Exeter Holding. 28. júní 2010 21:07
Lögmaður Styrmis: Haldlaus ákæra Ragnar H. Hall, lögmaður Styrmis Þórs Bragasonar, telur ákæru á hendur honum haldlausa, en Styrmir er ákærður fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum Ragnars Zophoníasar Guðjónssonar, sparissjóðsstjóra Byrs og Jóns Þorsteins Jónssonar, fyrrverandi stjórnarformanns sparisjóðsins. 29. júní 2010 12:15
Sérstakur saksóknari gefur út sínar fyrstu ákærur Embætti sérstaks saksóknara hefur gefið út sínar fyrstu ákærur. Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður Byrs og Ragnar Zophonías Guðjónsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri og ónafngreindur þriðji maður eru ákærðir fyrir umboðssvik vegna lánveitingar Byrs sparisjóðs til félagsins Exeter Holding. 28. júní 2010 18:30
Byr krefst skaðabóta Samkvæmt fréttatilkynningu frá Byr hf. hefur verið lögð fram skaðabótakrafa á hendur þeim sem hafa verið ákærðir vegna lánveitinga í Exeter holding málinu. Málið er það fyrsta sem kemst á ákærustig hjá sérstökum saksóknara. 28. júní 2010 22:22