Askan getur hindrað alla sjúkraflutninga 18. maí 2010 06:00 Vestmannaeyja-Þór Björgunarskip Landsbjargar eru fjórtán talsins og um borð er sami búnaður og finna má í sjúkrabíl. fréttablaðið/óskar P. friðriksson Vegna öskufalls kom sú staða upp í Vestmannaeyjum um helgina að erfitt eða ómögulegt hefði verið að koma veikum eða slösuðum undir læknishendur utan eyjanna. Sjúkraflug, hvort sem er með flugvél eða þyrlu, var óhugsandi vegna öskufallsins og vafasamt að fara sjóleiðina. Adolf Þórsson, formaður Björgunarfélags Vestmannaeyja, segir að öskumökkurinn hafi verið svo þykkur klukkutímum saman um helgina að hann hefði hæglega getað drepið á vélum skipa á leiðinni á milli lands og Eyja. „Þetta á líka við um björgunarskipið okkar, eins og önnur skip sem koma til greina. Það breytir því ekki að ef um líf og dauða er að tefla þá beitum við bátnum. Þá er hins vegar hætta á því að báturinn verði vélar-vana á leiðinni.“ Adolf útskýrir að ef askan, í miklu magni, berist inn í vélar bátanna í gegnum loftinntakið geti drepist á þeim. Vandinn sé einnig víðtækari en sjúkraflutningarnir einir, því björgunarskip Björgunarfélagsins þjóni í fimmtíu mílna radíus í kringum Vestmannaeyjar og geti sett strik í reikninginn ef að skip er í nauðum statt innan þess svæðis. „Við teljum að hættan sé ekki mikil á að þessar aðstæður komi upp. Hins vegar má segja að á föstudaginn hafi þetta átt við sem er óþægileg tilhugsun. Eins að við gætum búið við þessa hættu næstu mánuði, eins og sérfræðingar hafa þráfaldlega bent á.“ Gunnar K. Gunnarsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja, segir öskufallið um helgina setja öryggismál í Vestmannaeyjum í nýtt samhengi. Niðurskurður til stofnunarinnar hafi, og muni á næstunni óumflýjanlega hafa, þau áhrif að meiri þörf verði á því að flytja veika og slasaða frá Eyjum til aðhlynningar. „Það er engin spurning að það er viðbótarhætta sem myndast í þessu ástandi og er verulegt áhyggjuefni,“ segir Gunnar. Hann segir að nýja stöðu vegna eldgossins verði að skoða í samhengi við sjúkraflug til og frá Vestmannaeyjum. Nú sé flugið skipulagt frá landi en ráðuneytið hafi við útboð sjúkraflutninga fallist á þau rök í tvígang að flugvél þurfi að vera staðsett í Eyjum. „Þetta þarf að hafa í huga fyrir sumarið. Við tökum á móti þúsundum gesta í tengslum við Þjóðhátíð og íþróttamót barna og unglinga. Þá er ekkert vit í öðru en að flugvélin sé staðsett hérna. Við höfum bent á þetta ítrekað en það er ekkert frágengið“, segir Gunnar. svavar@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Viðkvæðið enn að yngri barna kennarar eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Sjá meira
Vegna öskufalls kom sú staða upp í Vestmannaeyjum um helgina að erfitt eða ómögulegt hefði verið að koma veikum eða slösuðum undir læknishendur utan eyjanna. Sjúkraflug, hvort sem er með flugvél eða þyrlu, var óhugsandi vegna öskufallsins og vafasamt að fara sjóleiðina. Adolf Þórsson, formaður Björgunarfélags Vestmannaeyja, segir að öskumökkurinn hafi verið svo þykkur klukkutímum saman um helgina að hann hefði hæglega getað drepið á vélum skipa á leiðinni á milli lands og Eyja. „Þetta á líka við um björgunarskipið okkar, eins og önnur skip sem koma til greina. Það breytir því ekki að ef um líf og dauða er að tefla þá beitum við bátnum. Þá er hins vegar hætta á því að báturinn verði vélar-vana á leiðinni.“ Adolf útskýrir að ef askan, í miklu magni, berist inn í vélar bátanna í gegnum loftinntakið geti drepist á þeim. Vandinn sé einnig víðtækari en sjúkraflutningarnir einir, því björgunarskip Björgunarfélagsins þjóni í fimmtíu mílna radíus í kringum Vestmannaeyjar og geti sett strik í reikninginn ef að skip er í nauðum statt innan þess svæðis. „Við teljum að hættan sé ekki mikil á að þessar aðstæður komi upp. Hins vegar má segja að á föstudaginn hafi þetta átt við sem er óþægileg tilhugsun. Eins að við gætum búið við þessa hættu næstu mánuði, eins og sérfræðingar hafa þráfaldlega bent á.“ Gunnar K. Gunnarsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja, segir öskufallið um helgina setja öryggismál í Vestmannaeyjum í nýtt samhengi. Niðurskurður til stofnunarinnar hafi, og muni á næstunni óumflýjanlega hafa, þau áhrif að meiri þörf verði á því að flytja veika og slasaða frá Eyjum til aðhlynningar. „Það er engin spurning að það er viðbótarhætta sem myndast í þessu ástandi og er verulegt áhyggjuefni,“ segir Gunnar. Hann segir að nýja stöðu vegna eldgossins verði að skoða í samhengi við sjúkraflug til og frá Vestmannaeyjum. Nú sé flugið skipulagt frá landi en ráðuneytið hafi við útboð sjúkraflutninga fallist á þau rök í tvígang að flugvél þurfi að vera staðsett í Eyjum. „Þetta þarf að hafa í huga fyrir sumarið. Við tökum á móti þúsundum gesta í tengslum við Þjóðhátíð og íþróttamót barna og unglinga. Þá er ekkert vit í öðru en að flugvélin sé staðsett hérna. Við höfum bent á þetta ítrekað en það er ekkert frágengið“, segir Gunnar. svavar@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Viðkvæðið enn að yngri barna kennarar eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Sjá meira