Afhjúpun aldarinnar Ólína Þorvarðardóttir skrifar 22. apríl 2010 06:00 Við lestur á rannsóknarskýrslu Alþingis má segja að við Íslendingar séum í sömu sporum og Pandóra þegar hún gægðist ofan í öskjuna sem geymdi plágur og böl mannskyns. Meinsemdirnar sem þjakað hafa samfélag okkar um árabil stíga upp af blaðsíðunum og hitta okkur eins og löðrungar, hver af annarri. Skýrslan er miskunnarlaus afhjúpun á græðgi og grimmd fjármálakerfisins sem óx eins og krabbamein á íslensku hagkerfi. Sárari er þó afhjúpunin á vanhæfni allra helstu lykilstofnana samfélagsins til þess að sinna sínu lögbundna og siðferðilega hlutverki og hugsanaleti stjórnmálamannanna, sem þjóðin kaus til ábyrgðar og treysti fyrir fjöreggi sínu. Forstöðumenn eftirlitsstofnana, þingmenn, ráðherrar, jafnvel forseti lýðveldisins, afhjúpast hér sem gagnrýnislausir meiðreiðarsveinar auðvaldsins - fólk sem virtist líta á sig sem einhvers konar verndara fjármálakerfisins, en gleymdi varðstöðunni fyrir íslenskan almenning. Sök og ábyrgð fara ekki alltaf saman, því þó að einn beri sök, geta fleiri þurft að bera ábyrgð. Sökin á því hvernig fór liggur að sjálfsögðu hjá gerendunum, hjá bönkunum sjálfum. En ábyrgðin á því að nánast allt sem gat farið úrskeiðis skyldi fara úrskeiðis, hún hvílir ekki síst á stjórnkerfinu og þeim sem hafa ráðið ferðinni í opinberri umræðu og stefnumótun. Þar er ekki aðeins við að eiga siðferðisskort og vanhæfni - heldur líka þá háskalegu hugmyndafræði skefjalausrar frjálshyggju sem reið röftum í samfélagi okkar um langt árabil. Hvernig gat þetta gerst? Á því eru margar, samþættar skýringar. Ein lýtur að þeirri afleitu umræðuhefð upphrópana og yfirboða sem hefur viðgengist á Íslandi um árabil. Þar bera fjölmiðlar ríka ábyrgð. Um allan heim er það viðurkennt hlutverk fjölmiðla að greina og upplýsa samfélag sitt og veita þannig ráðandi öflum aðhald. Þeir eru nefndir fjórða valdið vegna mikilvægis síns fyrir lýðræðislega umræðu. Gagnrýnisleysi íslenskra fjölmiðla, meðvirkni og þjónkun við fjármagnið og ráðandi öfl hefur skaðað opna og lýðræðislega umræðu og grafið undan upplýsingahlutverki þeirra. Sömu sök bera kjörnir fulltrúar, sem margir hverjir hafa verið of uppteknir af ímynd og áferð og gengið erinda sérhagsmuna í stað heildarhagsmuna. Hugtökunum aga og ábyrgð hefur verið varpað út í ystu myrkur. Afskiptaleysi hefur verið túlkað sem frelsi, reglufesta túlkuð sem haftastefna. Jafnvel fræðasamfélagið brást að hluta: Í stað þess að vera drifkraftur frumlegrar hugsunar hafa íslenskar rannsóknir og fræðastarf í vaxandi mæli orðið þjónar fjármagnsins þar sem vísindastarf hefur orðið æ háðara viðskiptalífinu. Hér á Íslandi varð skelfilegt hugmyndafræðilegt slys. Það leiddi til óábyrgrar hagstjórnar með þensluhvetjandi stórframkvæmdum og skattalækkunum á góðæristíma, pólitískra yfirboða og gegndarlausrar lánafyrirgreiðslu. Allt afleiðing ábyrgðarleysis og sérgæsku sem birtist í pólitískri samtryggingu auðs og valda með pólitískum stöðuveitingum, skorti á fagmennsku, fullkomnu agaleysi og óljósum valdsmörkum. Við Íslendingar stöndum nú í þeim sporum að draga lærdóm og takast á við framtíðina. Það á ekki síst við um okkur jafnaðarmenn og Samfylkingarfólk. Við verðum að gera upp við atburði undanfarinna ára, því Samfylkingin steig jú dansinn við Sjálfstæðisflokkinn mánuðina fyrir hrun. Hún hallaði sér að hægri vanga frjálshyggjuaflanna, og verður nú að gera upp við þetta tímaskeið í sögu sinn - gangast við því sem gerðist og læra af því. Það er vissulega staðreynd að um langt árabil varaði Samfylkingin við því hvert stefndi. Þingmenn flokksins hafa flutt bæði lagafrumvörp og þingsályktunartillögur til þess að bæta hér stjórnsýslu og aðstæður á fjármálamarkaði, ekki síst Jóhanna Sigurðardóttir, formaður flokksins sem var ötul við að benda á ört vaxandi skuldasöfnun og þenslueinkenni. Þetta var bara ekki nóg. Rödd flokksins var ekki nógu sterk, og verkin ekki nógu markviss. Eitt brýnasta verkefnið framundan er róttæk uppstokkun á íslensku stjórnkerfi með aukinni reglufestu, skýrari verkaskiptingu, valdsmörkum og virðingu í verki við lög og reglur. Ekki verður heldur vikist undan uppgjöri við ónýta og mannfjandsamlega hugmyndafræði ásamt endurmati allra gilda og aðferða í íslenskum stjórnmálum. Nú er tíminn fyrir alla þá sem vilja þjóð sinni vel, hvar í flokki sem þeir standa, að breyta íslensku samfélagi; brjóta burtu fúnar stoðir frjálshyggjuöfganna og reisa nýjar. Rannsóknarskýrsla Alþingis hefur vissulega lyft lokinu af syndaskríni samtíðarinnar og leitt þar í ljós margt bölið. Það var nauðsynleg opnun og óhjákvæmilegt að hleypa óhroðanum út. Því hvað var það eina sem eftir var í skríni Pandóru, eftir að það var opnað? Það var vonin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinsælast 2010 Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Við lestur á rannsóknarskýrslu Alþingis má segja að við Íslendingar séum í sömu sporum og Pandóra þegar hún gægðist ofan í öskjuna sem geymdi plágur og böl mannskyns. Meinsemdirnar sem þjakað hafa samfélag okkar um árabil stíga upp af blaðsíðunum og hitta okkur eins og löðrungar, hver af annarri. Skýrslan er miskunnarlaus afhjúpun á græðgi og grimmd fjármálakerfisins sem óx eins og krabbamein á íslensku hagkerfi. Sárari er þó afhjúpunin á vanhæfni allra helstu lykilstofnana samfélagsins til þess að sinna sínu lögbundna og siðferðilega hlutverki og hugsanaleti stjórnmálamannanna, sem þjóðin kaus til ábyrgðar og treysti fyrir fjöreggi sínu. Forstöðumenn eftirlitsstofnana, þingmenn, ráðherrar, jafnvel forseti lýðveldisins, afhjúpast hér sem gagnrýnislausir meiðreiðarsveinar auðvaldsins - fólk sem virtist líta á sig sem einhvers konar verndara fjármálakerfisins, en gleymdi varðstöðunni fyrir íslenskan almenning. Sök og ábyrgð fara ekki alltaf saman, því þó að einn beri sök, geta fleiri þurft að bera ábyrgð. Sökin á því hvernig fór liggur að sjálfsögðu hjá gerendunum, hjá bönkunum sjálfum. En ábyrgðin á því að nánast allt sem gat farið úrskeiðis skyldi fara úrskeiðis, hún hvílir ekki síst á stjórnkerfinu og þeim sem hafa ráðið ferðinni í opinberri umræðu og stefnumótun. Þar er ekki aðeins við að eiga siðferðisskort og vanhæfni - heldur líka þá háskalegu hugmyndafræði skefjalausrar frjálshyggju sem reið röftum í samfélagi okkar um langt árabil. Hvernig gat þetta gerst? Á því eru margar, samþættar skýringar. Ein lýtur að þeirri afleitu umræðuhefð upphrópana og yfirboða sem hefur viðgengist á Íslandi um árabil. Þar bera fjölmiðlar ríka ábyrgð. Um allan heim er það viðurkennt hlutverk fjölmiðla að greina og upplýsa samfélag sitt og veita þannig ráðandi öflum aðhald. Þeir eru nefndir fjórða valdið vegna mikilvægis síns fyrir lýðræðislega umræðu. Gagnrýnisleysi íslenskra fjölmiðla, meðvirkni og þjónkun við fjármagnið og ráðandi öfl hefur skaðað opna og lýðræðislega umræðu og grafið undan upplýsingahlutverki þeirra. Sömu sök bera kjörnir fulltrúar, sem margir hverjir hafa verið of uppteknir af ímynd og áferð og gengið erinda sérhagsmuna í stað heildarhagsmuna. Hugtökunum aga og ábyrgð hefur verið varpað út í ystu myrkur. Afskiptaleysi hefur verið túlkað sem frelsi, reglufesta túlkuð sem haftastefna. Jafnvel fræðasamfélagið brást að hluta: Í stað þess að vera drifkraftur frumlegrar hugsunar hafa íslenskar rannsóknir og fræðastarf í vaxandi mæli orðið þjónar fjármagnsins þar sem vísindastarf hefur orðið æ háðara viðskiptalífinu. Hér á Íslandi varð skelfilegt hugmyndafræðilegt slys. Það leiddi til óábyrgrar hagstjórnar með þensluhvetjandi stórframkvæmdum og skattalækkunum á góðæristíma, pólitískra yfirboða og gegndarlausrar lánafyrirgreiðslu. Allt afleiðing ábyrgðarleysis og sérgæsku sem birtist í pólitískri samtryggingu auðs og valda með pólitískum stöðuveitingum, skorti á fagmennsku, fullkomnu agaleysi og óljósum valdsmörkum. Við Íslendingar stöndum nú í þeim sporum að draga lærdóm og takast á við framtíðina. Það á ekki síst við um okkur jafnaðarmenn og Samfylkingarfólk. Við verðum að gera upp við atburði undanfarinna ára, því Samfylkingin steig jú dansinn við Sjálfstæðisflokkinn mánuðina fyrir hrun. Hún hallaði sér að hægri vanga frjálshyggjuaflanna, og verður nú að gera upp við þetta tímaskeið í sögu sinn - gangast við því sem gerðist og læra af því. Það er vissulega staðreynd að um langt árabil varaði Samfylkingin við því hvert stefndi. Þingmenn flokksins hafa flutt bæði lagafrumvörp og þingsályktunartillögur til þess að bæta hér stjórnsýslu og aðstæður á fjármálamarkaði, ekki síst Jóhanna Sigurðardóttir, formaður flokksins sem var ötul við að benda á ört vaxandi skuldasöfnun og þenslueinkenni. Þetta var bara ekki nóg. Rödd flokksins var ekki nógu sterk, og verkin ekki nógu markviss. Eitt brýnasta verkefnið framundan er róttæk uppstokkun á íslensku stjórnkerfi með aukinni reglufestu, skýrari verkaskiptingu, valdsmörkum og virðingu í verki við lög og reglur. Ekki verður heldur vikist undan uppgjöri við ónýta og mannfjandsamlega hugmyndafræði ásamt endurmati allra gilda og aðferða í íslenskum stjórnmálum. Nú er tíminn fyrir alla þá sem vilja þjóð sinni vel, hvar í flokki sem þeir standa, að breyta íslensku samfélagi; brjóta burtu fúnar stoðir frjálshyggjuöfganna og reisa nýjar. Rannsóknarskýrsla Alþingis hefur vissulega lyft lokinu af syndaskríni samtíðarinnar og leitt þar í ljós margt bölið. Það var nauðsynleg opnun og óhjákvæmilegt að hleypa óhroðanum út. Því hvað var það eina sem eftir var í skríni Pandóru, eftir að það var opnað? Það var vonin.
Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar
Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun