Endurskoða ætti lögin 27. janúar 2010 04:30 Erindið kallaði Guðni: „Þeir fólar sem frelsi vort svíkja“ og fjallaði um lög, ásakanir og dóma um landráð á Íslandi.fréttablaðið/stefán Nota ætti hugtakið landráð varlega í samhengi við aðdraganda og hrun íslenska efnahagskerfisins, er mat sagnfræðingsins Guðna Th. Jóhannessonar, lektors við laga- og viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. Í erindi sem hann flutti í vikunni á vegum lagadeildarinnar sagði hann lítið hægt að græða á sögunni í þeirri viðleitni að meta hvort landráð hafi verið framin á allra síðustu árum. Strax eftir efnahagshrunið á Íslandi haustið 2008 heyrðust þær ásakanir að landráð hefðu verið framin í aðdraganda þess; að bankamenn, stjórnmálamenn og embættismenn hefðu gerst sekir um glæpi eða gáleysi sem jafngiltu landráðum. Vegna þessa skrifaði Guðni grein í tímaritið Sögu. Í erindinu var saga landráða á Íslandi rakin í stuttu máli og mat lagt á landráðatal síðustu mánaða. „Í athugasemd við frumvarpið segir að efnahagslegt tjón væri ekki landráð í eiginlegri merkingu, en hefði engu að síður þótt heppilegt að hafa þetta ákvæði innan landráðakaflans. Þegar þeir sem voru að semja kaflann um landráð voru að vinna sína vinnu fannst þeim sem sagt á grensunni að efnahagslegt tjón ætti við. Þeir voru að hugsa um stríð, svik, njósnir, byltingu og þess háttar. Þeir höfðu ekki ímyndunarafl til þess að sjá fram á hrun íslensks efnahagslífs sextíu árum síðar,“ sagði Guðni um landráðakafla almennra hegningarlaga. Hann er þeirrar skoðunar að ástæða sé til að endurskoða landráðakaflann frekar en að „reyna að teygja það sem gerðist hér á landi á allra síðustu árum yfir á eitthvað sem var samið fyrir sextíu árum.“ Tekist er á við stórar spurningar vegna þeirra atburða sem hér hafa gerst. Landráð eru ekki endilega það sama í hugskoti þjóðarinnar og hvernig landráð eru skilgreind í lögum. Sagan geymir svo þriðju útgáfuna. Ef landráðahugtakið er tengt hruninu þarf að fá svör við því sem hér gerðist í raun, og þess vegna er skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og niðurstöðum úr rannsókn sérstaks saksóknara beðið af eins mikilli óþreyju og raun ber vitni. Sagði Guðni að ef sagan kennir okkur eitthvað þá fáist ekki svör við þessum stóru spurningum fyrr en að nokkrum tíma liðnum. Guðni sagði jafnframt að samkvæmt lögum og í almennum skilningi væri um svívirðilegan glæp að ræða. Þess vegna væri eðlilegt að spyrja sig hvort það væri í lagi að slá því fram að einhver sé landráðamaður, eins og reyndar hefur verið gert. Guðni sagði að glæpir hefðu án efa verið framdir í aðdraganda hrunsins og margir hefðu hagað sér með óábyrgum hætti. „En mér finnst að við eigum að halda hugtakinu landráðum utan við það,” sagði hann. Ragnhildur Helgadóttir, prófessor við lagadeild HR, sagði við lok fundarins að ástæða væri til að beina þeim tilmælum til sagnfræðinga, lögfræðinga jafnt sem tungumálafólks að fylgja fjölmörgum álitamálum eftir sem tengjast lögum um landráð og orðanotkun. svavar@frettabladid.is Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Nota ætti hugtakið landráð varlega í samhengi við aðdraganda og hrun íslenska efnahagskerfisins, er mat sagnfræðingsins Guðna Th. Jóhannessonar, lektors við laga- og viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. Í erindi sem hann flutti í vikunni á vegum lagadeildarinnar sagði hann lítið hægt að græða á sögunni í þeirri viðleitni að meta hvort landráð hafi verið framin á allra síðustu árum. Strax eftir efnahagshrunið á Íslandi haustið 2008 heyrðust þær ásakanir að landráð hefðu verið framin í aðdraganda þess; að bankamenn, stjórnmálamenn og embættismenn hefðu gerst sekir um glæpi eða gáleysi sem jafngiltu landráðum. Vegna þessa skrifaði Guðni grein í tímaritið Sögu. Í erindinu var saga landráða á Íslandi rakin í stuttu máli og mat lagt á landráðatal síðustu mánaða. „Í athugasemd við frumvarpið segir að efnahagslegt tjón væri ekki landráð í eiginlegri merkingu, en hefði engu að síður þótt heppilegt að hafa þetta ákvæði innan landráðakaflans. Þegar þeir sem voru að semja kaflann um landráð voru að vinna sína vinnu fannst þeim sem sagt á grensunni að efnahagslegt tjón ætti við. Þeir voru að hugsa um stríð, svik, njósnir, byltingu og þess háttar. Þeir höfðu ekki ímyndunarafl til þess að sjá fram á hrun íslensks efnahagslífs sextíu árum síðar,“ sagði Guðni um landráðakafla almennra hegningarlaga. Hann er þeirrar skoðunar að ástæða sé til að endurskoða landráðakaflann frekar en að „reyna að teygja það sem gerðist hér á landi á allra síðustu árum yfir á eitthvað sem var samið fyrir sextíu árum.“ Tekist er á við stórar spurningar vegna þeirra atburða sem hér hafa gerst. Landráð eru ekki endilega það sama í hugskoti þjóðarinnar og hvernig landráð eru skilgreind í lögum. Sagan geymir svo þriðju útgáfuna. Ef landráðahugtakið er tengt hruninu þarf að fá svör við því sem hér gerðist í raun, og þess vegna er skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og niðurstöðum úr rannsókn sérstaks saksóknara beðið af eins mikilli óþreyju og raun ber vitni. Sagði Guðni að ef sagan kennir okkur eitthvað þá fáist ekki svör við þessum stóru spurningum fyrr en að nokkrum tíma liðnum. Guðni sagði jafnframt að samkvæmt lögum og í almennum skilningi væri um svívirðilegan glæp að ræða. Þess vegna væri eðlilegt að spyrja sig hvort það væri í lagi að slá því fram að einhver sé landráðamaður, eins og reyndar hefur verið gert. Guðni sagði að glæpir hefðu án efa verið framdir í aðdraganda hrunsins og margir hefðu hagað sér með óábyrgum hætti. „En mér finnst að við eigum að halda hugtakinu landráðum utan við það,” sagði hann. Ragnhildur Helgadóttir, prófessor við lagadeild HR, sagði við lok fundarins að ástæða væri til að beina þeim tilmælum til sagnfræðinga, lögfræðinga jafnt sem tungumálafólks að fylgja fjölmörgum álitamálum eftir sem tengjast lögum um landráð og orðanotkun. svavar@frettabladid.is
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira