Risavaxinn samningur Oprah Winfrey vekur furðu 30. apríl 2010 10:55 Hinsvegar ber á það að líta að Oprah er valdamesta kona heimsins og mikil sölukona eins og kannanir hafa ítrekað sýnt Risavaxinn auglýsingasamningur sem sjónvarpsdrottningin Oprah Winfrey hefur gert við Procter & Gamble stærsta kaupenda auglýsinga í heiminum hefur vakið furðu margra. Samningurinn er til þriggja ára og hljóðar upp á 100 milljónir dollara eða um 12,8 milljarða kr.Samningurinn er gerður við The Oprah Winfrey Network (OWN) sjónvarpsstöð sem er í sameiginlegri eigu Oprah og Discovery Communcations. Það sem vekur furðu er að OWN fer ekki í loftið fyrr en á næsta ári, dagskráin er ekki tilbúin, engir áhorfendur eru til staðar enn og því ekki hægt að mæla áhorf og útbreiðslu sem yfirleitt liggja til grundvallar samningum af þessu tagi.Í frétt um málið á sjónvarpstöðinni ABC segir að þessi samningur geti vel breytt því hvernig auglýsingaheimurinn starfar í framtíðinni og hugsanlega verði fleiri samningar gerðir á þessum nótum, það er að stórfyrirtæki fari framhjá auglýsingastofum og semji beint við þá aðila sem þeir vilja auglýsa hjá.Hinsvegar ber á það að líta að Oprah er valdamesta kona heimsins og mikil sölukona eins og kannanir hafa ítrekað sýnt. Helsti markhópur hennar eru konur á aldrinum 18 til 54 ára.Procter & Gamble framleiða mörg af þekktustu vörumerkjum heims, þar á meðal Tampax og Pampers sem falla vel að fyrrgreindum markhóp. Mest lesið Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Risavaxinn auglýsingasamningur sem sjónvarpsdrottningin Oprah Winfrey hefur gert við Procter & Gamble stærsta kaupenda auglýsinga í heiminum hefur vakið furðu margra. Samningurinn er til þriggja ára og hljóðar upp á 100 milljónir dollara eða um 12,8 milljarða kr.Samningurinn er gerður við The Oprah Winfrey Network (OWN) sjónvarpsstöð sem er í sameiginlegri eigu Oprah og Discovery Communcations. Það sem vekur furðu er að OWN fer ekki í loftið fyrr en á næsta ári, dagskráin er ekki tilbúin, engir áhorfendur eru til staðar enn og því ekki hægt að mæla áhorf og útbreiðslu sem yfirleitt liggja til grundvallar samningum af þessu tagi.Í frétt um málið á sjónvarpstöðinni ABC segir að þessi samningur geti vel breytt því hvernig auglýsingaheimurinn starfar í framtíðinni og hugsanlega verði fleiri samningar gerðir á þessum nótum, það er að stórfyrirtæki fari framhjá auglýsingastofum og semji beint við þá aðila sem þeir vilja auglýsa hjá.Hinsvegar ber á það að líta að Oprah er valdamesta kona heimsins og mikil sölukona eins og kannanir hafa ítrekað sýnt. Helsti markhópur hennar eru konur á aldrinum 18 til 54 ára.Procter & Gamble framleiða mörg af þekktustu vörumerkjum heims, þar á meðal Tampax og Pampers sem falla vel að fyrrgreindum markhóp.
Mest lesið Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira