Veðlán bankanna hjá ECB námu 770 milljörðum 12. apríl 2010 10:27 Veðlán jukust verulega hjá öllum þremur bönkunum eftir að lausafjárþurrðin ágerðist árið 2007. Haustið 2007 voru veðlán bankanna um tveir milljarðar evra, mestmegnis frá Seðlabanka Íslands. Við fall bankanna höfðu þau aukist í yfir níu milljarða evra og var þá tæplega helmingur þeirra frá Seðlabanka Evrópu (ECB) eða um 770 milljarðar kr.Þetta kemur fram í rannsóknarskýrslu Alþingis. Þar segir að í stað fjármögnunar á skuldabréfamörkuðum til þriggja til fimm ára komu veðlán. Þau voru flest veitt til nokkurra vikna þótt einstaka lán væru til allt að sex mánaða.Fyrir bankana varð þessi aukna fjármögnun með skammtímaveðlánum til þess að magna verulega fjármögnunaráhættu þeirra. Líkt og innlán eru veðlán viðkvæm fyrir breytingum á markaðsaðstæðum.Sérstaklega á það við ef veðlánin stafa frá öðrum en seðlabönkum. Þeir sem veita veðlán geta t.a.m. hafnað endurnýjun eða framlengingu þeirra á gjalddaga eða ákveðið að auka frádrag.Þegar lausafjárþurrðin jókst á alþjóðlegum fjármagnsmörkuðum varð veruleg aukning í erlendum útlánum hjá stóru bönkunum þremur. Á seinni hluta ársins 2007 jukust útlán til erlendra aðila um 11,4 milljarða evra. Útlán móðurfélaga bankanna til erlendra aðila jukust þannig um rúmlega 120% á einungis sex mánuðum.Aukningin var það mikil að ætla má að margir af hinum nýju viðskiptavinum hafi leitað til íslensku bankanna eftir að aðrir bankar voru farnir að draga úr útlánum sínum og því hafi viðskiptavinirnir verið búnir að fá synjun á fyrirgreiðslu hjá öðrum.Auk lántöku á Íslandi höfðu stærstu íslensku fjárfestingarfélögin jafnframt verið í viðskiptum við erlenda banka og fengið lán frá þeim. Mörg þessara lána voru veitt gegn veði í innlendum hlutabréfum. Þegar leið á veturinn 2007-2008 lækkaði hlutabréfaverð. Þá versnaði tryggingastaða erlendra lána íslensku fjárfestingarfélaganna. Erlendir lánveitendur kölluðu eftir auknum tryggingum.Glitnir, Kaupþing og Landsbankinn brugðust við með því að taka við fjármögnuninni þannig að greidd yrðu upp lán við erlendu bankana. Þannig lánuðu íslensku bankarnir mjög mikla fjármuni á sama tíma og verulegur lausafjárskortur hrjáði þá. Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Viðskipti innlent Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf Fleiri fréttir Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjá meira
Veðlán jukust verulega hjá öllum þremur bönkunum eftir að lausafjárþurrðin ágerðist árið 2007. Haustið 2007 voru veðlán bankanna um tveir milljarðar evra, mestmegnis frá Seðlabanka Íslands. Við fall bankanna höfðu þau aukist í yfir níu milljarða evra og var þá tæplega helmingur þeirra frá Seðlabanka Evrópu (ECB) eða um 770 milljarðar kr.Þetta kemur fram í rannsóknarskýrslu Alþingis. Þar segir að í stað fjármögnunar á skuldabréfamörkuðum til þriggja til fimm ára komu veðlán. Þau voru flest veitt til nokkurra vikna þótt einstaka lán væru til allt að sex mánaða.Fyrir bankana varð þessi aukna fjármögnun með skammtímaveðlánum til þess að magna verulega fjármögnunaráhættu þeirra. Líkt og innlán eru veðlán viðkvæm fyrir breytingum á markaðsaðstæðum.Sérstaklega á það við ef veðlánin stafa frá öðrum en seðlabönkum. Þeir sem veita veðlán geta t.a.m. hafnað endurnýjun eða framlengingu þeirra á gjalddaga eða ákveðið að auka frádrag.Þegar lausafjárþurrðin jókst á alþjóðlegum fjármagnsmörkuðum varð veruleg aukning í erlendum útlánum hjá stóru bönkunum þremur. Á seinni hluta ársins 2007 jukust útlán til erlendra aðila um 11,4 milljarða evra. Útlán móðurfélaga bankanna til erlendra aðila jukust þannig um rúmlega 120% á einungis sex mánuðum.Aukningin var það mikil að ætla má að margir af hinum nýju viðskiptavinum hafi leitað til íslensku bankanna eftir að aðrir bankar voru farnir að draga úr útlánum sínum og því hafi viðskiptavinirnir verið búnir að fá synjun á fyrirgreiðslu hjá öðrum.Auk lántöku á Íslandi höfðu stærstu íslensku fjárfestingarfélögin jafnframt verið í viðskiptum við erlenda banka og fengið lán frá þeim. Mörg þessara lána voru veitt gegn veði í innlendum hlutabréfum. Þegar leið á veturinn 2007-2008 lækkaði hlutabréfaverð. Þá versnaði tryggingastaða erlendra lána íslensku fjárfestingarfélaganna. Erlendir lánveitendur kölluðu eftir auknum tryggingum.Glitnir, Kaupþing og Landsbankinn brugðust við með því að taka við fjármögnuninni þannig að greidd yrðu upp lán við erlendu bankana. Þannig lánuðu íslensku bankarnir mjög mikla fjármuni á sama tíma og verulegur lausafjárskortur hrjáði þá.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Viðskipti innlent Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf Fleiri fréttir Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjá meira